Hvað eru upprunaábyrgðir ?

Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) eru beinn stuðningur við orkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum og hvatning til áframhaldandi uppbyggingu innan geirans.

Þetta er einnig leið fyrir fyrirtæki til að votta sína vöru og þjónusta með alþjóðlegum umhverfisvottunum. Upprunaábyrgðir eru eina vottunin fyrir endurnýjanlega orkugjafa sem er alþjóðlega viðurkennd. Þetta þýðir að einungis þeir sem hafa keypt upprunaábyrgðir geta sagst nota græna orku.
Reglur Landsnets við útgáfu upprunaábyrgða, Domain Protocol, eru grundvallaðar á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. með síðari breytingum og reglum AIB,  samtökum útgefenda upprunaábyrgða.

Fyrirtækið Grexel í Finnlandi hefur umsjón með hugbúnaði sem Landsnet notar fyrir útgáfu upprunaábyrgða. Óski aðili eftir því að fá upprunaábyrgðir útgefnar af Landsneti er honum bent á að hafa samband við einn af neðangreindum tengiliðum og fær hann þá úthlutað aðgang að gátt Landsnets í kerfi Grexel.

Gjaldskrá Landsnets fyrir útgáfu upprunaábyrgða gildir frá 1. janúar 2017.

     
Árgjald           250.000 ISK 
Fyrir hvert útgefið skírteini    3,75 ISK/MWh
Inn-/útflutningur*    3,75 ISK/MWh
Fyrir hvert afskráð skírteini    1,60 ISK/MWh
Vottun virkjunar     200.000 ISK
     

*Skírteini útgefin á Íslandi eru undanþegin innflutnings- og útflutningsgjaldi.

Tengiliðir hjá Landsneti:

Svandís Hlín Karlsdóttir - regluverk og gjaldskrá upprunaábyrgða  
svandis@landsnet.is
 S:563 9315 
 
Ragnar Sigurbjörnsson - afgreiðsla beiðna og útgáfa upprunaábyrgða 
ragnarsig@landsnet.is
 S:563 9420 

Áhugavert lesefni og tenglar: 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?