Frammistöðuskýrsla

Yfirlit

Inngangur

Frammistöðuskýrsla Landsnets fjallar um loforðið „öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar“. Skýrslan tekur mið af skyldum Landsnets samkvæmt reglugerð nr. 1048/2004, um gæði raforku og afhendingaröryggi, sem og innri markmiðum fyrirtækisins. Hún er byggð á tölulegum gögnum úr flutningskerfinu og truflanaskýrslum áranna 2012–2021. Allar truflanaskýrslur Landsnets eru skráðar í samræmi við reglur starfshóps um rekstrartruflanir (START) og eru rýndar af verkfræðistofunni Eflu.

Kort af  flutningskerfi Landsnets 2020

Mynd 1: Flutningskerfi Landsnets 2020

Lykilmarkmið

Samkvæmt reglugerð nr. 1048/2004 ber Landsneti að setja sér markmið um eftirfarandi afhendingarstuðla sem samþykktir eru af Orkustofnun:

  1. Stuðull um rofið álag (SRA)
  2. Stuðull um meðallengd skerðingar, stramleysismínútur (SMS)
  3. Kerfismínútur (KM)

Tafla 1 sýnir samanburð á markmiðum Landsnets við útreiknaða stuðla ársins 2021. Markmiðin og raungildin miða við forgangsorkuskerðingu vegna bilana í flutningskerfi Landsnets.

Tafla 1: Markmið Landsnets um afhendingaöryggi

Tafla 1: Markmið Landsnets um afhendingaöryggi
Stuðull um afhendingaöryggiMarkmið2021
Stuðull um rofið álag (SRA)Undir 0,850,21
Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur (SMS)Undir 5012,45
Kerfismínútur (KM)Engin truflun lengri en 10 kerfismínúturEngin truflun

Í ár náðust öll opinber markið Landsnets um afhendingaröryggi. Til samanburðar náðist aðeins eitt markmið á síðasta ári. Straumleysismínútur voru 12,45 í ár samanborið við 91,2 straumleysismínútur árið 2019

Lykiltölur

Hér fyrir neðan eru ykiltölur úr rekstri flutningskerfisins 2020.

Stífla

Heildarinnmötun í flutningskerfið

18.266 GWst

(18.727 GWst 2019)

rafmagns tengi

Heildarúttekt úr flutningskerfi

17.905 GWst

Þar af úttekt skerðanlega notenda 433 GWst, (18.361/436 GWst 2019)

Raflínur

Flutningstöp

362 GWst

(366 GWst 2019)

Súlurit í vexti

Hæsti afltoppur innmötunar (klukkustundargildi)

2.352 MW

(2.394 MW 2019)

Súlurit í vexti

Hæsti afltoppur úttektar (klukkustundargildi)

2.299 MW

(2.345 MW 2019)

Brotnar raflínur

Fjöldi fyrirvaralausra rekstrartruflana / bilana

78 truflanir / 85 bilanir

(63 truflanir og 80 bilanir 2019)

Rafmangsrof í forgangsverkefni

Fjöldi fyrirvaralausra truflana sem valda skerðingu á forgangsálagi

33

Varaaflskeyrsla vegna þessara truflana 907 MWst. (33 truflanir/2.071 MWst 2019)

Rafmagn í hús

Samtals forgangsorkuskerðing vegna fyrirvaralausra truflana

413 MWst

(3.110 MWst 2019)

verksmiðja

Samtals orkuskerðing til skerðanlegra notenda vegna fyrirvaralausra truflana

1.671 MWst

(2.119 MWst 2019)

Samantekið afhendingaröryggi frá flutningskerfinu

Með aukinni áraun á flutningskerfið hefur Landsnet í auknum mæli þurft að treysta á varaaflskeyrslu og skerðingarheimildir. Áhugavert er að skoða hvaða áhrif það hefði á afhendingaröryggi kerfisins ef ekki væri hægt að grípa til þessara ráðstafana í truflanarekstri.

Á grafi 1 hefur skerðingum til ótryggra notenda og vinnslu varaafls í fyrirvaralausum truflunum verið umbreytt í straumleysismínútur og reiknað með heildarorkuafhendingu flutningskerfisins 2020, þ.e. straumleysismínútur eru reiknaðar út eins og öll orka sé forgangsorka. Þar að auki hefur skerðingum vegna bilana í öðrum kerfum verið umbreytt í straumleysismínútur. Hafa skal í huga að í öðrum köflum skýrslunnar eru straumleysismínútur bara reiknaðar út frá skerðingum á forgangsorku vegna fyrirvaralausra truflana og forgangsorkuúttekt 2020. Þess vegna eru útreiknaðar straumleysismínútur forgangsnotenda vegna bilana í kerfi Landsnets samtals 12,1 á grafi 1 en 12,4 annars staðar í skýrslunni. Í ljós kemur að í ár hefðu straumleysismínútur verið rétt undir 100 ef ekki hefði verið hægt að keyra varaafl og skerða ótryggt álag.

Graf 1: Heildarskerðingu umbreytt í straumleysismínútur, ef varaafl hefði ekki verið tiltækt og ekki hefði verði hægt að skerða notendur á skerðanlegum flutningi

Helstu rekstrartruflanir ársins

Tafla 3 sýnir þær truflanir sem voru yfir 0,50 straumleysismínútur árið 2020. Ef um fyrirvaralausa truflun er að ræða er tímalengd skerðingar í töflunni hér að neðan miðuð við tímabilið frá því að eining Landsnets leysir út þar til eining Landsnets kemur í rekstur aftur.  Í þeim tilvikum þar sem varaaflskeyrsla hefst innan skerðingartímabilsins er varaaflskeyrslan dregin frá útreiknaðri skerðingu. Truflun getur haft áhrif á fleiri en eina aðveitustöð og þar af leiðandi getur tímalengd forgangsskerðingar verið breytileg eftir aðveitustöðvum.

Tafla 3: Truflanir 2020 sem voru yfir 0,50 straumleysismínútur

Dags.Alvarleika-
stig
LýsingSkerðing -
forgangsorka
[MWst.]
Skerðing -
ótrygg orka
[MWst.]
KMSMS
14. jan.


Blöndulína 2 (BL2) leysti út ásamt teinatengi, vél 2 og vél 3 í Blöndu. Línan var spennusett aftur og leysti út aftur 5 mín seinna. Þá misstu stórnotendur út álag. Ástæða líklega vindur/ís.46,1274,201,171,36
10. feb.


Kópaskerslína 1 (KS1) leysti út, ástæða útleysingar var slitin tengibugt við eldingavara á endastæðu við Laxá. Straumleysi var á Lindabrekku (LIN) og Kópaskeri (KOP) allan tímann en á (Silfurstjörnu) SIL og Þórshöfn var ræst varaafl.28,640,730,84
14. feb.


Hafnarlína 1 (HA1) leysti út vegna krapa og seltu. Innsetning var upphaflega reynd en línan leysti aftur út ásamt Sigöldulínu 4 og spenni 4 í Sigöldu. Straumleysi út frá Hólum varði í um 5 klukkustundir56,91,591,67
14. feb.


Tengivirkið í Brennimel leysti út vegna seltu, ásamt tengivirkinu í Norðuráli og Klafastöðum. Ísal, Norðurál, Elkem leysti út álag. Einnig leysti út teinatengið í Blöndu en Prestbakkalína 1 á Hólum var úti. Skerðing varði í um 25 mín224,6835,405,736,61
20. feb.


Ísallína 2 (IS2) leysti út vegna vinnu Landsnets í Hamranesi. Ástæðan var að varnarbúnaður hafði ekki verið afvirkjaður. Álagsslækkun varði í um 11 mín.23,830,610,70
20.mar.Kerskáli hjá Norðurál keyrði óvænt niður og olli kerfissplitti á Hólum og í Blöndu. Afriðlaspennir 1 hjá Alcoa leysir út á undirtíðni ásamt vél 1 á Þeistareykjum. Skerðing hjá forgangsnotendum varði í um 51 mín.83,307,522,132,45
22.jún.


Tvær fyrirvaralausar útleysingar Laxárvatnslínu (LV1) í Hrútatungu. Blöndulína 1 (BL1) var úti vegna viðhalds á straumspenni í Blöndu og orsakaði þetta því að allt varð svart út frá Laxárvatni og aflrofi fyrir LV2 fer út.28,760,730,85
5.ágú.


Við skipulagt verk á Rangárvöllum átti að opna skilrofa en fyrir mistök var annar skilrofi undir spennu opnaður. Við það myndaðist ljósbogi í tengivirkinu sem olli því að skammhlaup varð á teininum.63,6511,351,621,87
16.ágú.


Svartsengislína 1 (SM1) og spennir 2 í Svartsengisstöð leystu út og við það varð rafmagnslaust í Grindavík og Svartsengisstöð, auk þess missti Verne út álag. Í ljós kom að eldingarvari á fasa L3 á SM1 hafði brotnað í sundur og skammhleypt L3 til jarðar.22,039,50,560,65

Samantakt eftir landshlutum

Áhugavert er að skoða hvernig truflanir ársins skiptust eftir landshlutum. Mynd 2 sýnir fjölda truflana í hverjum landshluta fyrir sig og útreiknaðar straumleysismínútur fyrir almenna notendur, þ.e. dreifiveitur. Hafa skal í huga að hér hafa straumleysismínútur verið reiknaðar niður á landshluta, þ.e. miðað er við heildarforgangsorkuúttekt almennra notenda á árinu í hverjum landshluta fyrir sig. Það er gert til þess að gefa betri mynd af því hvaða straumleysi forgangsnotendur upplifðu í hverjum landshluta. Þar af leiðandi eru SMS mun fleiri hér en í kaflanum „Afhendingaröryggi“ þar sem straumleysismínútur eru reiknaðar miðað við heildarforgangsálagsúttekt Íslands á árinu.

Kort af Íslandi
Mynd 2: Samantekt fyrirvaralausra truflana og straumleysismínútna í hverjum landshluta fyrir árið 2020, við útreikninga á straumleysismínútum var miðað við forgangsálag almennra notenda árið 2020