Tilgangur áhættustýringar er að styðja við grunnhlutverk fyrirtækisins, þ.e. að flytji raforku á samfelldan, hnökralausan, öruggan og hagkvæman hátt frá framleiðendum til viðskiptavina. Landsnet sinnir skyldu sinni með áherslu á að öryggi starfsmanna og viðskiptavina sé tryggt, sem og rekstur og uppbygging flutningskerfis, að fjárhagsleg staða fyrirtækisins sé traust og grunnhlutverk rækt í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag.


Áhættunálgun félagsins mótast ekki síst af því að það sinnir grunnþjónustu í samfélaginu og tekur þar af leiðandi litla eða hófsama áhættu. Því er bæði áhættuvilji (e. risk appetite) og áhættuþol (e. risk tolerance) félagsins lágt.


Þá er það markmið áhættustýringar félagsins að tryggja samfelldan rekstur við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma og stefna að ásættanlegri afkomu á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta í rekstrinum.


Landsnet vinnur að innleiðingu á áhættumatskerfi til að koma til móts við kröfur ISO-staðla. Þeir áhættuþættir sem geta skapast í starfsemi fyrirtækisins eru auðkenndir, könnuð möguleg áhrif þeirra á starfsemina og skipulagðar mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif þessara áhættuþátta og fylgjast með þróun þeirra.

Áhættusnið Landsnets skiptast í fjóra flokka:

  • Rekstraráhætta, áhættur sem geta truflað samfelldan rekstur raforkuflutnings til viðskiptavina.
  • Stjórnunaráhætta, áhættur sem kunna að hafa áhrif á stefnu, markmið og innleiðingu góðra stjórnunarhátta.
  • Fjárhagsáhætta, áhættur sem kunna að hafa áhrif á fjáreignir, sjóðstreymi og framboð fjármagns hverju sinni.
  • Váhætta, áhættur sem geta ógnað öryggi fólks, umhverfi og verðmætum fyrirtækisins.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?