Landsnet starfar á grundvelli orkulaga og setur Orkustofnun félaginu tekjumörk. Samkvæmt raforkulögum ber fyrirtækinu að stilla af gjaldskrár þannig að félagið skili eigi meiri tekjum en settum tekjumörkum.

Tekjumörk eru sett til fimm ára í senn og eru að meginhluta til byggð á sögulegum rekstrarkostnaði, afskriftum og arðsemi eigna. Þau taka þó ýmsum breytingum á tímabilinu þegar forsendur breytast, svo sem vegna verðlagsbreytinga, nýrra eigna, hækkunar eða lækkunar vaxta. Tekjumörkin eru gerð upp fyrir hvert ár og er sá munur sem verður til, annað hvort jákvæður eða neikvæður, færður til næsta árs.

Landsnet hefur skráð skuldabréf á verðbréfamarkaði og ber því upplýsingaskyldu um þá þætti sem geta haft áhrif á verð bréfa félagsins.

Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?