Mynd af Guðmundur Ingi Ásmundsson

Guðmundur Ingi Ásmundsson

forstjóri

Guðmundur Ingi Ásmundsson er menntaður rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í raforkuverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Guðmundur Ingi réðst til Landsvirkjunar árið 1982 og starfaði sem verkfræðingur á rekstrardeild, síðar yfirverkfræðingur og deildarstjóri kerfisdeildar frá árinu 1993. Kerfisstjóri Landsnets frá stofnun þess 1. janúar 2005. Framkvæmdastjóri kerfisstjórnar frá 1. nóvember 2005. Guðmundur Ingi var aðstoðarforstjóri Landsnets frá 1. janúar 2008 og forstjóri frá 1. janúar 2015

Mynd af Einar S. Einarsson

Einar S. Einarsson

framkvæmdastjóri

Stjórnunarsvið veitir þjónustu þvert á fyrirtækið og sinnir viðskiptavinum Landsnets. Sviðið er vettvangur sameiginlegrar þjónustu innan Landsnets, vinnur að verkefnum sem stuðla að aukinni samlegð, skilvirkni og samvinnu, heldur utan um samfélagsábyrgð og sinnir ytri og innri samskiptum. Framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs er Einar S. Einarsson. Hann er með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla. Einar var ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets árið 2014.

Mynd af Guðlaug Sigurðardóttir

Guðlaug Sigurðardóttir

framkvæmdastjóri

Fjármálasvið ber ábyrgð á fjármálum Landsnets, reikningshaldi, fjárstýringu, innkaupum, stjórnendaupplýsingum, tekjumörkum, áætlanagerð og gerð spálíkana. Innan fjármálasviðs er hagdeild sem styður við eignastýringu fyrirtækisins og styrkir fjárhagslegar greiningar og áreiðanleika spálíkana. Sviðið ber ábyrgð á áhættustjórnun Landsnets. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er Guðlaug Sigurðardóttir, sem jafnframt er staðgengill forstjóra. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti árið 2008.

Mynd af Nils Gústavsson

Nils Gústavsson

framkvæmdastóri

Framkvæmda- og rekstrarsvið heldur utan um og stýrir öllum framkvæmdum í flutningskerfi Landsnets, hvort sem þær eru unnar af starfsmönnum fyrirtækisins eða verktökum. Sviðið hefur umsjón með viðhaldi, eftirliti og viðgerðum á flutningsvirkjum Landsnets þar sem mat á ástandi flutningskerfisins er meðal lykilverkefna. Framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs er Nils Gústavsson. Hann er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í raforkuverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Nils starfaði sem verkfræðingur hjá Landsvirkjun frá 1993 og síðar sem yfirmaður stjórnstöðvar LV frá 2001. Deildarstjóri kerfisstjórnar Landsnet frá stofnun þess 2005 og deildarstjóri framkvæmda frá 2010.

Mynd af Sverrir Jan Norðfjörð

Sverrir Jan Norðfjörð

framkvæmdastjóri

Þróunar- og tæknisvið vinnur áætlanir um uppbyggingu og þróun flutningskerfis raforku fyrir allar framkvæmdir á vegum Landsnets. Sviðið stýrir rannsóknum, umhverfismati og undirbúningsverkum sem nauðsynleg eru til að taka ákvörðun um framkvæmdir. Innan sviðsins er tæknisetur sem undirbýr framkvæmdir og veitir tækniþjónustu þvert á svið. Framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs er Sverrir Jan Norðfjörð. Hann er menntaður rafmagnsverkfræðingur, með B.Sc. próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Sverrir hóf störf hjá Landsneti 2010 fyrst sem deildarstjóri Upplýsingatæknideildar, svo sem deildarstjóri Kerfisþróunardeildar, áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri.

Mynd af Þorvaldur Jacobsen

Þorvaldur Jacobsen

framkvæmdastjóri

Kerfisstjórnunarsvið ber ábyrgð á rekstri flutningskerfis Landsnets og kerfisstjórnun, sér til þess að alltaf sé jafnvægi á milli raforkunotkunar og raforkuvinnslu og tryggir að nægjanlegt reiðuafl sé fyrir hendi í raforkukerfinu. Kerfisstjórnun samræmir áætlanir um rof rekstrareininga sem hafa áhrif á rekstur raforkukerfisins, stýrir kerfisuppbyggingu eftir að rekstrartruflanir hafa átt sér stað, skerðir álag hjá notendum ef þörf krefur og bregst við flutningstakmörkunum. Kerfisstjórnunarsvið ber ábyrgð á upplýsingakerfum Landsnets og er miðstöð snjallnetsvæðingar raforkukerfisins. Framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs er Þorvaldur Jacobsen. Hann er menntaður rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá HÍ og lauk framhaldsnámi í rafmagnsverkfræði frá The University of Texas at Austin. Hann hefur undanfarin 16 ár starfað m.a. hjá Vís og Nýherja og nú síðast sem ráðgjafi hjá Valcon Consulting A/S ásamt því að sitja í stjórn Landsbankans og Sensa og frá 1. júlí 2019 sem framkvæmdastjóri Kerfisstjórnunarsviðs.