Við hjá Landsneti leggjum áherslu á einfalt og skilvirkt skipulag með sterkum meginstoðum og skýrum hlutverkum. þar sem ferli mála er skoðað á heildstæðan hátt. og Áhersla er  lögð á stöðugar umbætur til að einfalda ferla, auka skilvirkni og bæta hagkvæmni almennt.

Landsnet beitir skipulögðum starfsháttum og vinnur að stöðugum umbótum þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og uppfyllir viðeigandi kröfur, bæði lagalegar og aðrar sem tengjast starfseminni.

Til að ná þessum markmiðum hefur verið mótuð gæðastefna:

„Markmið Landsnets er að þjóna hagsmunum íslensks samfélags. Rafmagn er ein af undirstöðum atvinnulífs og hluti af daglegu lífi fólks. Mikilvægt er því að Íslendingar hafi öruggt aðgengi að rafmagni, í gæðum eins og best gerist ásamt því að gæði upplýsinga séu ítarleg og skiljanleg. Mikilvægur þáttur í starfseminni er að brugðist sé hratt við þjónustubresti eða neyðarástandi. Stöðugar umbætur og eftirfylgni ná til allra starfseminnar þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og kröfur, bæði lagalegar og samfélagslegar væntingar sem tengjast starfseminni. Stuðlað er að því að minnka áhættur í rekstri og traust er aukið. Samskipti okkar einkennast af gildum fyrirtækisins um ábyrgð, virðingu og samvinnu“.

Alþjóðlegir stjórnunarstaðlar:

Landsnet leggur mikla áherslu á faglega og örugga starfsemi. Því er það mikilvægt fyrir Landsnet að styðjast við alþjóðlega stjórnunastaðla í starfseminni. Stjórnunarkerfi fyrirtækisins hafa verið vottun samkvæmt þremur alþjóðlegum stjórnunarstöðlum og einum innlendum. Landsnet fékk árið 2007 vottun samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, og síðar bættust við vottun umhverfisstjórnar í samræmi við kröfur staðalsins ISO 14001 og vottun vinnuöryggis í samræmi við kröfur staðalsins OHSAS 18001. Þá hefur einnig vottað stjórnunarkerfi rafmagnsöryggismála. Innleiðing þessara stjórnunarstaðla hefur styrkt verulega allt skipulag, starfshætti og verkefnastjórnun hjá fyrirtækinu.

Tengiliður;

Engilráð Ósk Einarsdóttir
Verkefnisstjóri gæðamála og samfélagsábyrðar
engilrad@landsnet.is 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?