Við höfum það markmið að draga úr því kolefnisspori sem hlýst af starfseminni og höfum við greint þá þætti sem hafa áhrif á kolefnissporið okkar og skipt þeim niður í umfang 1,2 og 3 eftir stöðlum Greenhouse Gas Protocol.

Landsnet er frábrugðið mörgun félögum þegar kemur að losunarþáttum. Í umfangi 1 sem nær yfir beina losun frá starfseminni er meðal annars SF6 gas sem er einangrunarmiðill í rafbúnaði í tengivirkjum, í umfangi 2 sem er óbein losun er meðal annars flutningstöp sem eru þau töp sem verða við flutning raforku í flutningskerfinu. Umfang 3 nær yfir óbeina losun eins og flug starfsmanna og úrgang frá félaginu. SF6 og flutningstöp eru þeir losunarþættir sem valda mestri losun í starfsemi Landsnets.

Landsnet notast við grænt bókhald sem haldið er utan um kolefnislosun fyrirtækisins. Bókhaldið gefur yfirsýn yfir kolefnislosunina og gerir okkur kleift að fylgjast með þróun losunar í rekstrinum. Kolefnislosun er tekin saman árlega og greint er frá henni í ársskýrslu Landsnets. Ársskýrslu Landsnets má nálgast hér.

Í stefnu Landsnets kemur fram að félagið stefni að kolefnishlutleysi árið 2030 og er unnið að verkefninu kolefnishlutlaust Landsnet innan félagsins. Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu á þeim þáttum sem eru í útreikningi á kolefnisspori Landsnets og útbúa aðgerðaráætlun til næstu ára um hvernig félagið stefni að því að vera kolefnishlutlaust árið 2030.

Nálgast má nánari upplýsingar um umhverfisstefnu Landsnets hér.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig losunarþættir í starfsemi Landsnets skiptast í umfang 1, 2 og 3.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?