Við viljum byggja upp skýra ímynd sem tengist fagmennsku, trausti og því leggjum við hjá Landsneti mikla áherslu á samfélagsábyrgð.

Áhersla er lögð á að starfa sem nútímalegt og framsækið fyrirtæki sem skoðar ólíkar lausnir með opnum huga og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.
Stefna Landsnets byggir á hlutverki fyrirtækisins og framtíðarsýn og er ætlað að stuðla að því að það ræki hlutverk sitt af natni og í sem víðtækastri sátt við samfélag og umhverfi.

Lagning háspennulína hefur margvísleg áhrif umfram þá augljósu kosti sem felast í hlutverki þeirra sem lífæð samfélagsins sem miðlar orku frá framleiðendum til notenda og heldur atvinnulífinu og heimilum gangandi.

Á undanförnum misserum hafa skapast talsverðar umræður um möguleika þess að leggja flutningskerfi raforku sem jarðstrengi í stað loftlína til að draga úr sjónrænum áhrifum háspennulína.

Flutningsmannvirki sem tengjast raforkukerfinu hafa á liðnum árum opnað ýmsa möguleika fyrir ferðafólk til að stunda útivist á hálendinu.
Þá hefur Landsnet á síðustu árum tekið þátt í að stöðva uppblástur á örfoka svæðum í samvinnu við Landgræðslu ríkisins auk fornleifarannsókna á hálendinu sem farið hafa fram í tengslum við uppbyggingu í raforkukerfisins.

Af öðrum verkefnum sem samfélagið hefur notuð góðs af í tengslum við umsvif og rekstur Landsnets má nefna bætt fjarskipti víða á hálendinu.
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?