Við viljum byggja upp skýra ímynd sem tengist fagmennsku, trausti og leggjum við hjá Landsneti mikla áherslu á samfélagsábyrgð. Áhersla er lögð á að starfa sem nútímalegt og framsækið fyrirtæki sem skoðar ólíkar lausnir með opnum huga og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Stefna Landsnets byggir á hlutverki fyrirtækisins og framtíðarsýn og er ætlað að stuðla að því að það ræki hlutverk sitt að natni og í sem víðtækastri sátt við samfélagið og umhverfið.
Við höfum mótað okkur samfélagsábyrgðarstefnu, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum um samfélagsábyrgð og erum aðilar að Festu.
Hér að neðan má sjá mynd sem lýsir samfélagsábyrgð Landsnets og áherslum okkar, en stefnuna í heild sinni má nálgast hér.
Við hjá Landsneti leggjum okkur fram um að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Við leggjum áherslu á umhyggju í starfi og velferð starfsfólks okkar, vinnum markvisst að jafnréttismálum og leggjum okkur fram um framúrskarandi þekkingu á okkar sviði. Nálgast má mannauðs- og jafnréttistefnu Landsnets hér.
Öryggismál skipta okkur öllu og við leggjum okkur fram við að skapa öruggan og slysalausan vinnustað. Nálgast má nánar upplýsingar um öryggisstefnuna hér.
Við styðjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar og horfum við þá til málefna sem tengjast umhverfi, forvörnum og fræðslu. Nánari upplýsingar um styrki má finna hér.