Stefnan kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn og gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar, sátt við samfélag og umhverfi, skilvirkan rekstur, upplýsta umræðu og markvissa stjórnun og skipulag.

Loforðin eru: Öruggt rafmagn – gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar

Landsnet stuðlar að því að þegnar samfélagsins, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, hafi á hverjum tíma aðgang að rafmagni í því magni og þeim gæðum sem þörf er á. Forgangsáherslur til framtíðar eru skilgreindar og þau viðmið sem unnið er eftir varðandi áreiðanleika, öryggi og gæði. Landsnet vinnur að því að ná breiðri sátt um forsendur framkvæmda og fjárfestinga.

Í sátt við samfélag og umhverfi

Mikilvægt er að sátt ríki í samfélaginu um hlutverk Landsnets og áherslur og skilningur á því að flutningskerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Landsnet vinnur að því að skapa sátt um hlutverk, starfsemi og mikilvægi félagsins sem eins af burðarásum samfélagsins. Áherslan beinist að samfélagsábyrgð sem er samtvinnuð stefnu félagsins. Fyrirtækið á frumkvæði að stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Við uppbyggingu og rekstur flutningskerfisins eru óæskileg áhrif á umhverfið lágmörkuð.

Góð nýting fjármuna – skilvirkur rekstur

Styrking flutningskerfis og áhersla á útrýmingu flöskuhálsa stuðlar að heilbrigðu fjárfestingaumhverfi fyrir aðila á orkumarkaði og minni sóun í raforkugeiranum í heild. Áherslan er á flutningsnetið „frá vöggu til grafar“ í ákvörðunum um fjárfestingar og rekstur og tekið mið af þjóðhagslegum hagsmunum. Landsnet fer vel með þá fjármuni sem fyrirtækinu er trúað fyrir, sýnir ráðdeild, kostnaðarvitund og hagsýni við uppbyggingu og rekstur flutningskerfa.

Skýr ímynd

Landsnet vill byggja upp skýra ímynd sem tengist fagmennsku, trausti og samfélagsábyrgð. Áhersla er lögð á að starfa sem nútímalegt og framsækið fyrirtæki sem skoðar ólíkar lausnir með opnum huga og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Landsneti er umhugað um að upplýsingagjöf sé ítarleg, auðskiljanleg, heiðarleg og hreinskilin.

Markviss stjórnun og skipulag

Stjórnskipulag styður við hlutverk, stefnu og meginstarfsemi fyrirtækisins á skýran og markvissan hátt sem og þau loforð sem Landsnet gefur viðskiptavinum og samfélaginu. Áhersla er lögð á einfalt og skilvirkt skipulag með sterkum meginstoðum og skýrum hlutverkum þar sem ferli mála er skoðað á heildstæðan hátt. Samhliða er lögð áhersla á stöðugar umbætur til að einfalda ferla, auka skilvirkni og bæta hagkvæmni almennt. Landsnet beitir skipulögðum starfsháttum og vinnur að stöðugum umbótum þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og uppfyllir viðeigandi kröfur, bæði lagalegar og aðrar sem tengjast starfseminni.

Góður vinnustaður

Landsnet ber umhyggju fyrir sérhverjum starfsmanni og veitir honum tækifæri til að takast á við spennandi verkefni og þróast í faglegu og metnaðarfullu umhverfi. Landsneti er umhugað um að skapa góðan vinnustað þar sem menning og samskipti einkennast af gildum fyrirtækisins og starfsfólk fær tækifæri til að þróast og dafna. Ríkjandi er þjónustuhugsun og umhyggja fyrir þörfum viðskiptavina, starfsfólks, samfélagsins og umhverfisins. Stöðugt er unnið að heilsuvernd, persónuöryggi og rekstraröryggi og lögð áhersla á að starfsfólk hafi sameiginlega sýn á gildi, tilgang og hlutverk Landsnets

Hér er hægt að nálgast stefnuna, gildin, hlutverk og framtíðarsýn
TitillHlekkurTegund
UpplýsingaöryggisstefnaUpplýsingaöryggisstefnaHlekkur
Starfskjarasefna Landsnets hf.Starfskjarastefna Landsnets hf.Hlekkur
Stefna LandsnetsStefna LandsnetsHlekkur
Umhverfisstefna Umhverfisstefna Hlekkur
ÖryggisstefnaÖryggisstefna Hlekkur
GæðastefnaGæðastefna Hlekkur
Mannauðsstefna MannauðsstefnaHlekkur
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?