Landsnet leggur áherslu á að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni enda er það mannauðurinn sem leggur grunninn að velgengi fyrirtækisins. 
Markmið Landsnets er að ráða, efla og halda hæfu og ábyrgu starfsfólki og veita því tækifæri til að takast á við spennandi verkefni,  þróast og dafna í faglegu og metnaðarfullu umhverfi.  Lögð er rík áhersla á jafnræði og að allir fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.  

Landsnet er annt um vellíðan starfsmanna. Áhersla er lögð á að skapa jákvæða fyrirtækjamenningu með sterkri liðsheild þar sem samskiptin einkennast af gildum Landsnets, ábyrgð, samvinnu og virðingu, opnum og hreinskilnum skoðanaskiptum og öflugri miðlun upplýsinga.  Þannig taka allir þátt í að skapa umhverfi sem er laust við einelti, fordóma og kynferðislega áreitni.  
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?