Framtíðarsýn

Rafvædd framtíð í takt við samfélagið er kjarninn í framtíðarsýn Landsnets. Nútímasamfélög reiða sig í æ ríkari mæli á örugga afhendingu raforku og því er nauðsynlegt að treysta rekstur flutningskerfis raforku. Landsnet hefur sett sér það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að viðhalda jafnvægi milli framleiðslu og notkunar. Fyrirtækið ætlar að ná eins breiðri sátt og mögulegt er um þær leiðir sem farnar verða og taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna. Landnet einsetur sér jafnframt að stuðla að heilbrigðu markaðsumhverfi á raforkumarkaði og hagkvæmri nýtingu fjármuna.

Hlutverk

Tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfis raforku til lengri tíma og viðhalda jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar rafmagns á hverjum tíma.
Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins, en örugg og ótrufluð raforka er ein af meginstoðum nútímasamfélags. Þá ber Landsneti einnig að sjá til þess að í raforkukerfinu á hverjum tíma sé jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar rafmagns. Þannig gegnir Landsnet lykilhlutverki í því að íbúar og atvinnulíf njóti ávallt tryggrar raforku.

Stefna

Virðing – Samvinna - Ábyrgð
Stefna Landsnets byggir á hlutverki fyrirtækisins og framtíðarsýn og er ætlað að stuðla að því að það ræki hlutverk sitt af natni og í sem víðtækastri sátt við samfélag og umhverfi. Stefnan kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn og gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar, sátt við samfélag og umhverfi, skilvirkan rekstur, upplýsta umræðu og markvissa stjórnun og skipulag. 

 

Samþykktir fyrir Landsnet

 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?