Raforkuflutningskerfið er einn af burðarásum sjálfbærrar og umhverfisvænnar orkunýtingar í landinu og lykil innviður í rafvæddri framtíð landsins. Hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál samtímans og við leggjum okkur fram við að lágmarka kolefnisspor fyrirtækisins ásamt því að umgangast auðlindir af virðingu. Markmið Landsnets er að lágmarka óæskileg áhrif á umhverfið í allri starfsemi fyrirtækisins. Fylgst er með umhverfisáhrifum og umhverfisáhættum stýrt. Lagt er áherslu á að umgengni um mannvirki sé til fyrirmyndar, bæði í viðhaldi og í framkvæmd. Stöðugt er unnið að umbótum í umhverfismálum og umhverfistatvik greind. Stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og lagalegum kröfum fylgt. 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?