Framtíðarsýn
Rafvædd framtíð í takt við samfélagið
Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn Landsnets. Nútímasamfélög treysta á áreiðanlega raforku. Flutningskerfi Landsnets er þannig lykil innviður íslensks samfélags og þarf að vera bæði áreiðanlegt og traust. Á sama tíma þarf flutningskerfið að vera byggt upp með nútímalegum hætti og um það þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er. Þær leiðir sem farnar verða þurfa í senn að taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.
Stefna
Snjöll – Skilvirk - Ábyrg - Metnaðarfull
Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu, viðskiptavinum og eigendum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Til þess að styðja við það leggjum við megináherslu á þróun raforkumarkaðar, framsýna og skilvirka uppbyggingu raforkukerfisins og samfélagslega ábyrgð þar sem kolefnishlutleysi og lágmörkun umhverfisáhrifa er í fyrirrúmi. Við sýnum vilja í verki með því að þróa lausna- og árangursmiðaða menningu.
Við störfum í umhverfi þar sem kröfur eru að sífellt að aukast og tæknin að breytast. Við þurfum að vera tilbúin til að mæta tæknibreytingum sem eru framundan. Það gerum við m.a. með aukinni sjálfvirknivæðingu og stafrænum lausnum. Við treystum grundvöll ákvarðana með sífellt betri innsýn og greiningargetu. Sveigjanleiki notkunar og nýsköpun á raforkumarkaði verða í lykilhlutverki til að gera okkur kleift að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Við sjáum alltaf tækifæri í að gera betur og gerum okkur grein fyrir því að það er lykilatriði til að ná fram skilvirkni í ferlum og hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri raforkukerfisins.
Við viljum einfalda og skerpa hluti í þágu viðskiptavina og nýta fjármagn þeirra og okkar betur. Hluti af því er að velja umhverfisvænar lausnir því þannig nýtum við betur auðlindir okkar og heimsins.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og því fylgir mikil ábyrgð. Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar en samhliða því þarf ákvarðanataka að vera gagnsæ og byggja á öflugri upplýsingagjöf, samtali og samvinnu.
Við tryggjum samfelldan rekstur og stjórnum okkar verkum út frá áhættu. Umhverfismál eru í forgangi og við tökum aldrei áhættu varðandi persónuöryggi.
Við beitum skipulögðum starfsháttum. Við vinnum að stöðugum umbótum þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og uppfylltar eru viðeigandi kröfur, bæði lagalegar og aðrar sem tengjast starfseminni.
Við
viljum skapa eftirsóknarverðan vinnustað þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi starfsfólks er í fyrirrúmi. Vinnustaðamenning okkar er
metnaðarfull, framsækin og hvatar eru til að ná árangriog framgangi í starfi. Við erum þekkingarfyrirtæki og vinnum markvissst að því að
þekking og fræðsla starfsfólks sé framúrskarandi.
Útgefið 12.03.2020
Titill | Tegund |
---|---|
Persónuverndarreglur Landsnets - Ytri aðilar | |
Skjalastefna | Hlekkur |
Áhættustefna | Hlekkur |
Eignastjórnunarstefna | Hlekkur |
Samfélagsábyrgðarstefna | Hlekkur |
Jafnréttisáætlun Landsnets 2020-2022 | Hlekkur |
Upplýsingaöryggisstefna | Hlekkur |
Starfskjarastefna Landsnets hf. | Hlekkur |
Umhverfisstefna | Hlekkur |
Öryggisstefna | Hlekkur |
Gæðastefna | Hlekkur |
Mannauðs- og jafnréttisstefna | Hlekkur |