Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull 


Lögum samkvæmt ber Landsnet skyldu til að byggja flutningskerfi raforku á Íslandi upp á hagkvæman hátt og að taka tillit til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Markmið Landsnets er að fylgja skilgreindu verklagi eignastjórnunar (e:Asset Management) og styðjast við alþjóðlega staðla til að hámarka arð af eignum sínum með hagkvæmum rekstri þeirra að uppfylltum kröfum um áreiðanleika og öryggi. Með orðinu "Eignir" er átt við tengivirki, loftlínur, jarðstrengi, varaaflstöðvar, varaefni og tilheyrandi tölvu- og fjarskiptabúnað (ICT). Í Eignastjórnunarkerfi Landsnets er haldið utan um málefni eignastjórnunar og er þar með talið ritun lykilskjala, innleiðingu verklags, sem uppfyllir kröfur eignastjórnunar samkvæmt ISO 55001 og virka þátttöku starfsmanna. Eignastjórnun gengur þvert á fyrirtækið og styður við lykilþætti starfseminnar eins og öryggismál, umhverfismál, hagkvæmni, skilvirkni, áhættustjórnun og tryggir áreiðanleika flutningsvirkja og góða umhirðu þeirra. 

 

Útgefið 11.03.2020

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?