Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull

Markmið Landsnets er að þjóna hagsmunum íslensks samfélags og þörfum hagaðila. Öruggt rafmagn er ein af undirstöðum samfélags og atvinnulífs. Mikilvægt er því bæði samfélag og atvinnulíf hafi aðgengi að rafmagni, í gæðum og öryggi í samræmi við þarfir. Við erum í takti við samfélagið á hverjum tíma og vinnubrögð okkar einkennast af opnu og gagnsæju samtali og samráð. Við  höfum metnað fyrir því að upplýsingar sem við látum frá okkur eru skilmerkilegar og skiljanlegar.


Mikilvægur þáttur í starfseminni er að brugðist sé hratt við þjónustubresti eða neyðarástandi. Stuðlað er að áætlun, áhættumati og eftirliti með áhættum til að tryggja samfelldan rekstur. Stýring áhættu með gæðaskjölum sem lýsa rekstri félagsins og vinnulagi sem lagt er upp með til að tryggja að þörfum og væntingum hagaðila sé mætt. Stöðugar umbætur og eftirfylgni ná til allra starfseminnar þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og kröfur, bæði lagalegar og samfélagslegar væntingar sem tengjast starfseminni. Samskipti okkar einkennast af gildum fyrirtækisins um ábyrgð, virðingu og samvinnu. 

 

Útgefið 11.03.2020

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?