Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull
Við stefnum að því alla daga að skapa slysalausan vinnustað ásamt fyrirtækjamenningu sem styður starfsfólk í að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir slys, dauðsföll og veikindi. Við leggjum áherslu á heilsuvernd, persónu- og rekstraröryggi. Við beitum þekktum aðferðum til að koma auga á, meta og stjórna áhættum og ef verkið er ekki öruggt finnum við örugga leið. Við berum öll ábyrgð á eigin öryggi, skiljum þær öryggis, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáhættur sem fylgja starfsemi okkar og ábyrgð stjórnenda er skýr.
Starfsfólk er meðvitað um að öryggi þeirra hefur alltaf forgang.
Útgefið 11.03.2020