Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull 

Markmið Landsnets, með því að stunda rannsókna- og þróunarstarf, er að auka þekkingu, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Enn fremur að kynnast og vinna að nýjum lausnum til þess að styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins varðandi rekstur og uppbyggingu flutningskerfisins og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins. Undir það falla svið eins og umhverfismál, markaðs- og efnahagsmál (t.d. markaðsþróun), stafræn þróun flutningskerfisins, meðhöndlun og túlkun gagna, nýjungar í byggingartækni, raforku- og raffræðilegir þættir (t.d. nýjungar tengdar flutningi raforku), svo nokkur atriði séu nefnd.

Auk þessa er það eitt af markmiðum Landsnets, með þátttöku í rannsóknastarfi, að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að nýliðun og nýsköpun innan raforkugeirans.

Landsnet leitast við að eiga samstarf við ytri aðila, jafnt innanlands sem utan; s.s. ráðgjafafyrirtæki, háskóla, önnur orkufyrirtæki, í rannsókna- og þróunarverkefnum eftir því sem við á hverju sinni. Landsnet leggur sig fram um að vera eftirsóttur samstarfsaðili í rannsókna- og þróunarstarfi. Landsnet tekur virkan þátt í rannsóknasamstarfi norrænu flutningsfyrirtækjanna og enn fremur á vettvangi samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja (ENTSO-E).

Landsnet miðlar sem mestu af niðurstöðum rannsókna- og þróunarverkefna. Það er ýmist gert með útgáfu opinna skýrslna, frétta og/eða greina í fjölmiðlum, útgáfu ritrýndra greina í vísindatímaritum o.fl.

 

Útgefið 05.03.2021

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?