Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull

Við erum þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar og er kjarninn í framtíðarsýn þess rafvædd framtíð í takt við samfélagið. Félagið hefur veigamiklu hlutverki að gegna að viðhalda og reka eina af helstu grunnstoðum nútímasamfélags sem felst í flutningskerfi raforku. Stefna og megináherslur okkar í samfélagsábyrgð eru byggð á alþjóðlegum viðmiðum um samfélagsábyrgð. Samfélagsábyrgð félagsins hefur verið greind niður í þrjú áherslusvið með það að markmiði að fylgja eftir megináherslum stefnunnar, en það eru ábyrgir starfshættir, samfélag og umhverfi.


Í starfsemi okkar vinnum við markvisst að því að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og tekið er tillit til umhverfissjónarmiða varðandi uppbyggingu raforkukerfisins. Flutningskerfi raforku gegnir stóru hlutverki við minnkun gróðurhúslofttegunda og þar með að ná markmiðum Íslands varðandi  Parísarsamkomulagið. Við uppbyggingu, rekstur og viðhald mannvirkja er tekið tillit til landslags og verndun náttúru á hverjum stað. Stöðugt er unnið að umbótum í umhverfismálum og umhverfistatvik eru skilgreind.  


Orkunýting gegnir lykilhlutverki í efnahagsuppbyggingu samfélagsins og er nauðsynlegur þáttur í þróun og nýsköpun fyrirtækja um land allt. Í rekstri flutningskerfisins vinnum við markvisst að því að tryggja jafna stöðu orkuframleiðenda og orkusala inn í kerfið með það að markmiði að skapa forsendur fyrir samkeppni með hagsmuni neytenda að leiðarljósi, með öflugu samráði við hagaðila og upplýsingagjöf til samfélagsins. 


Uppbygging flutningskerfisins tekur mið af þróun og þörfum samfélagsins og unnið er markvisst að því. Okkur er umhugað um nærsamfélagið, mannauð, jafnrétti og styrkjum góð málefni sem styðja við áherslur í samfélagsábyrgð. Afhendingaöryggi er drifkrafturinn í störfum okkar og þjónustu við viðskiptavini.  

 

Útgefið 11.03.2020

 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?