Snjöll – Skilvirk - Ábyrg – Metnaðarfull

Gögn, upplýsingar, upplýsingakerfi og samskiptaleiðir skulu vera örugg, áreiðanleg, tiltæk og einungis aðgengileg þeim sem hafa til þess viðeigandi réttindi. Stjórnun upplýsingaöryggis er nauðsynleg leið til að draga úr rekstraráhættu og lágmarka hættu á tjóni af völdum atvika sem geta haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins og afhendingaröryggi. Við skuldbindum okkur til að vinna að stöðugum umbótum á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggismála.


Upplýsingaöryggisstefnan okkar styður við samfelldan rekstur og þjónustu og hámarkar öryggi kerfa, upplýsinga og annarra verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins. 


Upplýsingaöryggisstefnan er bindandi fyrir stjórn og starfsfólk Landsnets auk utanaðkomandi aðila og verktaka sem veita Landsneti þjónustu. Stefnan felur í sér skuldbindingu til aðila að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, glötun eða flutningi.

 

Útgefið 11.03.2020

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?