Umræða um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja verður sífellt meira áberandi í íslensku samfélagi.

Við hjá Landsneti gerum okkur glögga grein fyrir mikilvægi umhverfisvænna lausna og höfum mótað stefnu þar sem meðal annars er lögð áhersla á að vinna á kerfisbundinn hátt að málum sem snerta hollustuhætti, öryggi og umhverfisvernd.

Við leggjum okkar að mörkum
- Markmið Landsnets í loftslags- og úrgangsmálum


Landsnet vill leggja sitt af mörkum til að lágmarka áhrif mannsins á umhverfi sitt, m.a. með því að setja sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim markmiðum eftir með markvissum aðgerðum.

Hjá Landsneti er unnið eftir stefnu sem leggur áherslu á mikilvægi umhverfisvænna lausna. Með markvissri stjórnun umhverfismála lágmarkar Landsnet áhrif starfseminnar á umhverfið.

Fylgst er með umhverfisáhrifum rekstursins og gripið til aðgerða ef þörf krefur. Þannig leggur Landsnet sitt að mörkum til að bæta árangur samfélagsins í umhverfismálum.
Markmiðin sem hér eru sett fram verða endurskoðuð reglulega og unnið að stöðugum úrbótum til að tryggja að markmiðin náist.

Kolefnisspor

Kolefnisspor Landsnets árið 2015 var 10.112 tonn af CO2-ígildum. Þar af var bein losun frá starfseminni rúm 6.500 tonn en óbein losun rúm 3.500 tonn.
Stærstu þættirnir sem valda kolefnissporinu eru losun brennisteinshexaflúoríðs vegna leka af rafbúnaði, losun vegna framleiðslu þeirrar orku sem þarf vegna raforkutapa í flutningskerfinu og losun vegna keyrslu varaaflsstöðva vegna truflana í kerfinu.Árið 2015 féllu til 19,8 tonn af almennum úrgangi í starfsstöðvum Landsnets eða sem svarar til 165 kg á hvert stöðugildi.

  • Markmið í loftslagsmálum til ársins 2018
  • Losun brennisteinshexaflúoríðs (SF6) verði að hámarki 90 kg (samsvarar 2052 tonnum CO2-ígilda) á ári og leki af búnaði ekki meiri en 0,35%
  • Losun vegna varaaflskeyrslna verði í lágmarki. Nýtni véla í varaaflstöðvum LN verði ekki undir 35% við framleiðslu varaafls
  • Töpuð orka við flutning á raforku um flutningskerfið verði ekki meiri en 2% af heildar innmötun í kerfið
  • Nýtni véla í bílaflota Landsnet aukist um 3% á hvern ekinn kílómetra
  • Allt innanlandsflug verði kolefnisjafnað
  • Minnka rafmagnsnotkun í höfuðstöðvum Landsnets um 10%

Markmið og aðgerðir í úrgangsmálum til ársins 2018

  • Árlegt heildarmagn úrgangs (verkefnatengdur úrgangur undanskilinn) verði samtals að hámarki 300 kg/stöðugildi
  • Hlutfall flokkaðs úrgangs verði að lágmarki 70% af heildarmagni
  • Árlegt magn almenns úrgangs (urðaður úrgangur) frá starfsstöðvum Landsnets verði að hámarki 90 kg/stöðugildi

 

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?