![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Jafnréttisáætlun Landsnets 2020-2022
Stefnumið Jafnréttisáætlunarinnar endurspegla stefnumið Mannauðs- og jafnréttisstefnu Landsnets:
- Fjölbreytni, jafnræði og hæft starfsfólk
- Jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf
- Þekking og færni í takt við þarfir og öflug stjórnun
- Jákvæð menning og gott starfsumhverfi
Jafnréttisáætlun er undiráætlun Mannauðs- og jafnréttisstefnunnar. Mannauðsstjóri sem er ábyrgðaraðili stefnunnar er jafnframt ábyrgðaraðili jafnréttisáætlunarinnar.
Aðgerðum áætlunarinnar er skipt upp eftir því hvaða ár framkvæma á aðgerðina á árabilinu 2020 til 2022. Áætlunin verður endurskoðuð innan þriggja ára.
Stefnumið | Aðgerð | Ár | Ábyrgð | ||
1. | 1.1 Jafnréttisnefnd hittist reglulega og vekur athygli á málum sem kunna að þarfnast frekari umræðu á fundum framkvæmdastjórnar. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
1. | 1.2 Jafnréttis og mannauðsstefna og jafnréttisáætlunarhluti kynnt starfsfólki á fjölbreyttan hátt. |
Okt 2020 | Framkv.stj. Stjórnunarsviðs |
||
1. | 1.3 Að kynningarefni Landsnets endurspegli jafnréttisáætlunina. | Des 2020 | Framkv.stj. Stjórnunarsviðs |
||
1. | 1.4 Kynna hugtökin heildarvinnutími, virkur vinnutími, sveigjanlegur vinnutími og persónulegur tími á vinnutíma. |
Apr 2020 | Framkvæmda- stjórar |
||
1. | 1.5 Könnuð sé líðan starfsfólks varðandi samræmi milli vinnu og einkalífs. | Apr 2020 | Mannauðsstjóri | ||
1. | 1.6 Reglulega er fræðsla um heilsu og velferðarmál starfsfólks, þ.m.t. streita, kulnun og bjargráð. |
Des 2021 | Mannauðsstjóri | ||
1. | 1.7 Kanna hlutfall kvenna og karla sem nýta rétt sinn til fæðingar- og/eða foreldraorlofs. Réttur til fæðingarorlofs kynntur og komið til móts við þarfir starfsfólks hvað varðar sveigjanleika í fæðingarorlofi. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
1. | 1.8 Foreldrum séu kynnt réttindi um veikindi barna eins og kemur fram í kjarasamningum. Sveigjanleiki er til staðar ef um langtímaveikindi barna er að ræða. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
2. | 1.9 Jafnlaunavottun verði náð og henni viðhaldið. | Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
2. | 2.0 Upplýst verði reglulega um kynjahlutföll Landsnets bæði í heild og eftir starfshópum, t.d með mælikvarða eða í ársskýrslu. |
Feb 2021 | Mannauðsstjóri | ||
2. | 2.1 Ráða jafnt hlutfall kvenna og karla í sumarstörf. | Jún 2020 | Mannauðsstjóri | ||
2. | 2.2 Jafnlaunavottun gerir kröfur um ferla í kringum leiðréttingar ef óútskýrður launamunur er umfram sett markmið |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
3. | 2.3 Starfsfólk geti reglulega sótt fræðslu og endurmenntun í takt við þarfir starfsins. Það er bæði á ábyrgð stjórnenda og starfsfólks að tryggja þróun starfsfólks í starfi og að takast á við nýjar áskoranir. |
Des 2021 | Framkvæmda- stjórar |
||
4. | 2.4 Starfsfólk frætt um einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti. Slík fræðsla sé órjúfanlegur hluti af fræðsluáætlun Mannauðs og nýliðaþjálfun. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
4. | 2.5 Allt starfsfólk sé upplýst um hvar eigi að tilkynna um einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
4. |
2.6 Allt starfsfólk sé upplýst um aðgerðaráætlun í eineltismálum, vegna |
Des 2021 | Mannauðsstjóri | ||
4. | 2.7 Stofna jafnréttisnefnd með skýrt skilgreint hlutverk og ábyrgðarsvið. | Jún 2020 | Framkv.stj. Stjórnunarsviðs |
||
4. | 2.8. Að kynna mannauðs- og jafnréttisstefnu LN og jafnréttisáætlun fyrir nýju starfsfólki. Slík fræðsla sé órjúfanlegur hluti af fræðsluáætlun Mannauðs og nýliðaþjálfunar. |
Des 2020 | Mannauðsstjóri | ||
1. | 2.9 Árlega verður tekin saman skýrsla um stöðu jafnréttismála og hún kynnt starfsfólki. |
Feb 2022 | Mannauðsstjóri |
||
2. | 3.0 Stefnt að því að enginn óútskýrður kynbundinn launamunur verði á launum. |
Des 2022 | Forstjóri | ||
2. | 3.1 Sótt um Gullmerki PWC reglulega sem staðfestingu á árangri á vegferð fyrirtækisins. |
Des 2021 | Mannauðsstjóri | ||
2. | 3.2 Starfslýsingar skulu vera óháðar kyni og kröfur til starfsins skýrar. Störf eru til jafns ætluð öllum óháð kyni. Ávallt skal leitast við að ráða hæfasta einstaklinginn. |
Des 2021 |
Framkvæmda- stjórar |
||
3. |
3.3 Tekið skal tillit til starfa og bjóða leiðir til að afla fræðslu á fjölbreyttan hátt Dæmi um slíkt er fræðsla og endurmenntun sem fjarnámskeið og gera ráð fyrir námskeiðum í vinnutilhögun. |
Jún 2022 | Framkvæmda- stjórar |
||
4. |
3.4 Endurskoða siðareglur og kynna fyrir starfsfólki. | Des 2021 | Forstjóri | ||
2. |
3.5 Upplýsingar um kynbundinn launamun verði gerður sýnilegur, t.d. með mælikvarða. |
Jún 2022 | Mannauðsstjóri | ||
4. | 3.6. Greina vinnuumhverfi starfsstöðva út frá mismunandi þörfum allra kynja og koma með tillögur að umbótum með það að markmiði að það höfði betur til allra kynja og stuðli að jafnrétti. |
Des 2022 | Mannauðsstjóri |