Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Skemmtileg sumarvinna fyrir ungmenni

Viltu hafa gaman með okkur í sumar?

 

Við erum að leita að duglegum, virkum og framtakssömum ungmennum til að vinna með okkur í sumar að fjölmörgum verkefnum í umhverfinu okkar hjá Landsnet.

 

Verkefni sumarvinnu felst einkum í útivinnu s.s. við blóma- og trjárækt, jarðvinnu, málun, þrifum og almennri fegrun umhverfis í og við eignir Landsnets.


Sumarvinna ungmenna er ætluð ungmennum á framhaldsskólastigi.

Tekið er á móti umsóknum ungmenna fæddum á árunum 1998-2001 að báðum árgöngum meðtöldum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k.

Sækja um
Sumarstörf háskólanema - Viltu alvöru reynslu í sumar?

Vilt þú alvöru reynslu í sumar?

 

Við leitum að snjöllum háskólanemum til starfa. Við bjóðum upp á fjölbreytt sumarstörf og leggjum áherslu á að þú fáir að spreyta þig á raunhæfum verkefnum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Starfstímabil háskólanema er 3 mánuðir.

 

Við hvetjum stelpur jafnt sem stráka til að sækja um hjá okkur!


Menntunar og hæfniskröfur:

  • Að umsækjandi stundi nám á háskólastigi
  • Nákvæmni, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k.

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?