Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Starfsmaður á lager

Vilt þú starfa á rafmögnuðum vinnustað ?

 

 

Við erum að leita frábæru fólki til að vinna með okkur í aðfangakeðju Landsnets.

Um er að ræða starf á fjármálasviði sem gefur áhugasömum einstaklingum tækifæri til þess að vaxa í starfi og auka hagkvæmni í rekstri Landsnets.

 

Helstu verkefni

 • Móttaka og afhending á vörum
 • Skráning í birgðakerfi
 • Talningar
 • Móttaka spilliefna

Menntun, reynsla og þekking

 • Haldbær reynsla af lagerstörfum
 • Iðnnám kostur
 • Þekking á rafmagnsvörum kostur
 • Lyftara- og meirapróf er kostur

 

Umsóknarfrestur er til og með 26.apríl 2019. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Sækja um
Framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs

Ert þú framkvæmdastjóri framtíðarinnar


Við leitum að metnaðarfullum framkvæmdastjóra til að leiða kerfisstjórnunarsviðið okkar - leiðtoga sem hefur sterka framtíðarsýn, drifkraft til framkvæmda og fer með okkur inn í framtíðina.

 

Kerfisstjórnunarsvið ber ábyrgð á rekstri flutningskerfisins og kerfisstjórnun sem og upplýsingakerfum og öryggi. Sviðið spilar því lykilhlutverk í rekstraröryggi raforkuflutningskerfisins. Á sviðinu starfar reyndur hópur sérfræðinga sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, öfluga teymisvinnu og stöðugar umbætur.

 

Við búum yfir miklu frumkvæði og útsjónarsemi sem hefur gert okkur kleift að sinna mikilli nýsköpun fyrir flutningskerfi raforku. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi, ríkulegan stuðning, markvissa þjálfun og veitum stjórnendum svigrúm og tækifæri til mikilla áhrifa.

 

 

Starfssvið

 • Þátttaka í stefnumótun og ábyrgð á útfærslu hennar á sviðinu
 • Þróun og mótun orkumarkaðsviðskipta til framtíðar
 • Ábyrgð á upplýsingaöryggi, umbótavinnu og áhættustýringu
 • Áætlanagerð fjárhags og mannafla
 • Ábyrgð á daglegum rekstri sviðs
 • Leiða starfsfólk til árangurs

 

Menntunar- og hæfiskröfur

 • Háskólamenntun á svið tækni- og verkfræðigreina
 • Árangursrík stjórnunar- og rekstrarreynsla
 • Framúrskarandi leiðtogahæfleikar og drifkraftur
 • Brennandi áhugi orkumálum og viðskiptum
 • Víðtæk reynsla af breytingastjórnun
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Framsýni og þor til að ná árangri í starfi

 

 

Umsjón með ráðningu hefur Intellecta. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is. Henni skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is í síma 511-1225.

Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?