Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Spennandi sumarstörf fyrir iðn- og háskólanema

Spennandi reynsla framundan

 

 

Við leitum að snjöllum iðn- og háskólanemum til starfa í margvísleg sumarstörf við spennandi verkefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Starfstímabil nema er 3 mánuðir.

 

Störfin sem við bjóðum tengjast m.a. fjármálum, kerfisstjórnun, upplýsingatækni, kerfisvörnum og verklegum framkvæmdum. Hér er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja verða sér út um alvöru reynslu og hafa alvöru áhrif í starfi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Að umsækjandi stundi nám á iðn- eða háskólastigi
  • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Umsóknarfrestur er til og með 29.febrúar n.k.

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?