Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Sérfræðingur í reikningshaldi

VILTU VERA MEÐ Í SNJALLRI FRAMTÍÐ?

 

Við erum að leita að snjöllum einstaklingi til að starfa með okkur á fjármálasviði. Hjá okkur færð þú góða vinnufélaga, krefjandi verkefni, gott vinnuumhverfi, tækifæri til þróunar og góðan stuðnings í starfi.

 

SÉRFRÆÐINGUR Í REIKNINGSHALDI

Starfið er á fjármálasviði og innan teymis reikningshalds þar sem sérfræðingur í reikningshaldi vinnur að fjölbreyttum verkefnum

 

Starfssvið

 • Þátttaka í ársfjórðungslegum uppgjörum
 • Gerð mánaðarlegra uppgjöra og tengd verkefni
 • Umsjón með verkbókhaldi
 • Þáttaka í öðrum verkefnum á sviði reikningshalds


Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði. Framhaldsmenntun er kostur
 • Reynsla af uppgjörum skilyrði auk haldbærrar reynslu af verkbókhaldi
 • Þekking á skattalögum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
 • Mjög góð þekking og reynsla af notkun upplýsingakerfi, þekking á Dynamics AX kostur
 • Reynsla af greiningarvinnu og góð þekking á Excel
 • Drífandi hugur og frumkvæði
 • Sveigjanleiki og geta til að takast á við tímabundið álag


Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2019


Umsjón með ráðningu, Kristín Halldórsdóttir, yfirmaður reikningshalds, kristinh@landsnet.is og Valka Jónsdóttir mannauðsstjóri, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?