Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri

 

Við hjá Landsneti leggjum áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings, fær góða þjálfun og hefur tækifæri til þróunar í starfi.

 

Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi sem býr yfir jákvæðni og afar góðri hæfni í mannlegum samskiptum í samhent teymi okkar í viðskiptaþjónustu. Viðskiptastjóri er tengiliður okkar við viðskiptavini og er starfið og starfsumhverfið fjölbreytt og lifandi þar sem bregðast þarf við auknum kröfum í síbreytilegu viðskiptaumhverfi.

 

Menntunar og hæfniskröfur

 • Iðnaðarverkfræði eða sambærilegt tækninám sem nýtist í starfi
 • Áhersla á viðskipti eða verkefnastjórnun er kostur
 • Jákvæðni og samskiptahæfni
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
 • Tæknileg þekking á sviði raforku kostur
 • Framúrskarandi hæfni til að vinna í teymi

Starfssvið

 • Verkefnastýring erinda og verkefna, funda og þjónustu við viðskiptavini
 • Þróun þjónustu við viðskiptavini
 • Skipulag á stafrænni upplýsingagjöf til viðskiptavina
 • Þjónustumælingar
 • Þátttaka í samningargerð og vöktun samninga

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afendingu á raforku til framtíðar. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, tökum þátt í að skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar - samvinnu, ábyrgð og virðingu - að leiðarljósi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1.janúar 2019.

Nánari upplýsingar veita Svandís Hlín Karlsdóttir, yfirmaður viðskiptaþjónustu og -þróunar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Sækja um
Verk/Tæknifræðingur í stjórnstöð

VERK/TÆKNIFRÆÐINGUR

 

Okkur vantar liðsauka í stjórnstöð með brennandi áhuga á rekstri raforkukerfisins og góða öryggisvitund í öflugan hóp starfsmanna á kerfisstjórnunarsviði Landsnets á Gylfaflöt.

 

Stjórnstöðin er miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu raforkukerfisins. Við bjóðum fjölbreytt starf, samskipti við viðskiptavini og þátttöku í þróunar og nýsköpunarverkefnum sem stuðla að bættu afhendingaröryggi. Í stjórnstöðinni starfar reyndur hópur sérfræðinga sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, öfluga teymisvinnu og stöðugar umbætur. Starfið er unnið í dagvinnu og á vöktum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s.verkfræði, tæknifræði eða menntun á sviði raungreina
 • Mjög góð greiningarhæfni og færni til að setjafram upplýsingar á skýran hátt
 • Samskiptahæfni og drifkraftur til að gera betur
 • Útsjónarsemi og geta til að starfa undir álagi

 

Starfssvið

 • Stýring og vöktun raforkukerfisins
 • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
 • Þátttaka í úrbótaverkefnum og straumlínulögun ferla
 • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og snjallnetsþróun

Umsóknarfrestur er til og með 6.janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veita Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Sækja um
Rafvirki og rafveituvirki

Rafvirki og Rafveituvirki

 

 

Við leitum að ábyrgum einstaklingi til starfa hjá okkur, í boði er að starfa á Akureyri eða Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt starf við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi. Starfsvettvangur er um allt land.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Rekstur og viðhald á rafbúnaði í tengivirkjum.
 • Þátttaka í verkefnum við endurnýjun og nýbyggingar flutningsvirkja.
 • Undirbúningur og frágangur verkefna á starfsstöð.
 • Þátttaka í gerð viðbragðsáætlana og skipulags vakta.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun í rafiðnfræði, sveinspróf í rafvirkjun/rafveituvirkjun önnur menntun á rafmagnssviði sem nýtist í starfi.
 • Sterk öryggisvitund og fyrirmynd í öruggum vinnubrögðum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd

Nánari upplýsingar veita Smári Jónasson, forstöðumaður Netþjónustu og Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300 netfang: mannaudur@landsnet.is


Umsóknarfrestur er til og með 6.janúar 2019.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Um Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.

Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is

 

Sækja um
Fageftirlit rafbúnaðar

Fageftirlit rafbúnaðar

 

Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings, fær góða þjálfun og hefur tækifæri til þróunar í starfi.

 

 

Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt starf fageftirlits við uppsetningu rafbúnaðar í flutningsmannvirki Landsnets. Starfið er á framkvæmda- og rekstrarsviði sem sinnir uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi fyrirtækisins, í hóp reyndra verkefnastjóra og sérfræðinga. Starfstöð getur hvort sem er verið á Akureyri eða í Reykjavík.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Umsjón með eftirliti, úttektum og prófunum á rafbúnaði
 • Umsjón með efnisafhendingu verkkaupa í framkvæmdaverk
 • Þátttaka í verkefnateymi við hönnun og undirbúning framkvæmda

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Framhaldsmenntun á rafmagnssviði
 • Þekking á rafbúnaði orkukerfa
 • Reynsla af eftirliti er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 6.janúar 2019.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Nánari upplýsingar veita Unnur Helga Kristjánsdóttir, yfirmaður verkefnastjórnunar framkvæmda, 563 9300, unnur@landsnet.is og Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur, 563 9300, mannaudur@landsnet.is.Um Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.

Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is

Sækja um
Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Lausar nemastöður - Rafvirkjar og rafveituvirkjar

Viltu tryggja rafmagn á Íslandi? Okkur vantar nema!

 

Við viljum stelpur og stráka á samning og erum að leita að þér!

 

Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem nemar okkar hafa áhrif, njóta stuðnings, góðrar þjálfunar í starfi og hafa tækifæri til þróunar.

 

Okkur vantar tvo nema á samning hjá okkur. Við erum með lausar stöður fyrir:

 • Rafvirkjanema
 • Rafveituvirkjanema

 

Spennandi og skemmtileg verkefni eru í boði fyrir rétta einstaklinginn.

 

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, sköpum góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar - samvinnu, ábyrgð og virðingu - að leiðarljósi.

 

Umsóknarfrestur er til 16.desember

Nánari upplýsingar veita Smári Jónasson, forstöðumaður netþjónustu, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.isUmsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?