Viltu vinna með okkur?

 

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá okkur geta fyllt út umsókn hér á ráðningarvef Landsnets.

Laus störf eru auglýst sérstaklega.

Persónuverndarreglur Landsnets

 

Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins

Spennandi framtíð

 

Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins

 

Við leitum að metnaðarfullum samstarfsfélaga, með brennandi áhuga á orkugeiranum, í hóp frábærra sérfræðinga í stjórnstöð okkar. Stjórnstöðin ber ábyrgð á stjórnun raforkukerfisins, samhæfingu aðgerða í tengslum við truflanir og viðhald auk þess að halda utan um orkumarkað. Nýju starfsfólki er veitt öflug og markviss þjálfun en um er að ræða kreandi og ábyrgðarmikið starf. Hluti starfsins er vaktavinna.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Stýring og vöktun raforkukerfisins
  • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
  • Rekstur jöfnunarorkumarkaðs
  • Þátttaka í greiningar- og úrbótaverkefnum
  • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að starfa í teymi
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Öguð og nákvæm vinnubrögð
  • Sterk öryggis- og jafnréttisvitund
  • Háskólamenntun í raungreinum sem nýtist í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 27.september nk. Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar í síma 563-9300


Landsnet er þjónustufyrirtæki sem kappkostar að vinna í takt við samfélagið og hefur það að meginmarkmiði að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað, góðan starfsanda, frábært mötuneyti, aðgengi að líkamsræktaraðstöðu og stuðning við að viðhalda og sækja sér frekari þekkingu. Við erum þátttakandi í fjölmörgum rannsóknar- og samvinnuverkefnum innan Norðurlandanna og Evrópu.

Sækja um
Almenn starfsumsókn

Takk fyrir að sýna áhuga á að starfa með okkur hjá Landsneti. 

 

Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn en athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Að öllu jöfnu auglýsum við öll laus framtíðarstörf á vefnum, samfélagsmiðlum og í blöðum - en þó kemur fyrir að við leitum í almennum umsóknum.

 

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Sækja um
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?