07.11.2019

Ný kynslóð byggðalínunnar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar. Hólasandslína 3 er síðan fyrirhuguð frá Hólasandi til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið lokið og áætlað að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Þriðja línan er svo Blöndulína 3, og mun hún tengja Akureyri við Blönduvirkjun en undirbúningur að nýju umhverfismati er hafin.

07.11.2019

Opnir kynningarfundir um tengingu frá Blöndu til Akureyrar

Vegna breyttra áherslna er nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3 að hefjast og mun það leysa eldra umhverfismat af hólmi.

30.10.2019

Erum á réttri leið - Mat á umhverfiskostnaði vegna tengingar á milli Akureyrar og Hólasands

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Landsnet um mat á umhverfiskostnaði vegna Hólasandslínu 3 er Landsnet á réttri leið í umhverfismálum. Niðurstöður gefa m.a. til kynna að greiðsluvilji almennings fyrir mótvægisaðgerðir vegna Hólasandslínu sé ekki svo mikill að hann valdi breytingum á framkvæmdinni.

18.10.2019

Lagt til að Suðurnesjalína 2 verði lögð í lofti

Niðurstaða matsskýrslu og helstu athugasemdir vegna Suðurnesjalínu 2 eru nú hjá Skipulagsstofnun og bíða þar samþykkis. Þegar því er lokið verður farið í áframhaldandi viðræður við landeigendur og sótt um framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Skýrslan og helstu athugasemdir hafa verið kynntar hagsmunaaðilum um framkvæmdina, þar á meðal fulltrúum frá sveitarfélögum á svæðinu, náttúruverndarsamtökum og landeigendum.

04.10.2019

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

10.09.2019

Kerfisáætlun komin til Orkustofnunar

Ný tenging vegna vindmylluhugmynda komin inn í áætlunina.

27.08.2019

Meðalverð orku vegna flutningstapa lækkar

Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á 4. ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

14.08.2019

Sterk staða

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2019 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

10.07.2019

Breyting á gjaldskrá til stórnotenda

Þann 1.júli var gerð breyting á gjaldskrá til stórnotenda. Gjaldskráin var lækkuð tímabundið um 9,5% en fyrir sjáanlegt er að hún hækki aftur eftir 12 mánuði.

05.07.2019

Líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörkum ​árið 2022

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem var að koma út og birt er hér á vefnum kemur m.a. fram að líkur á aflskorti á Íslandi eru meiri en í fyrri útreikningum.