Raforkuverð vegna flutningstapa
Samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 ber Landsneti að útvega rafmagn í stað þess sem tapast í kerfinu
Nýir samningar um reglunaraflstryggingu á grundvelli útboðs
Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir árið 2021
Breyting á gjaldskrá Landsnets 1. janúar 2021
Þann 1. janúar breytist gjaldskrá Landsnets til stórnotenda, gjaldskrá til dreifiveitna ásamt gjaldskrá vegna flutningstapa og kerfisþjónustu.
Sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Undirbúningur fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir lengi og við hjá Landsneti höfum í mörg ár talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
Gjaldskrárbreytingar, aukið afhendingaröryggi og styrking flutningskerfisins
Landsnet hefur sent Orkustofnun tillögu að nýrri gjaldskrá sem áætlað er að taki gildi 1. janúar 2021, með fyrirvara um athugasemdir stofnunarinnar.
„Ég er í góðu sambandi við þvottavélina…“ #landsnetslífiðátímumCovid
Sagði Halldór Örn Svansson sem vinnur við fageftirlit rafbúnaðar hjá okkur, eða Dóri eins og hann er alltaf kallaður, þegar við heyrðum í honum í morgun og ræddum lífið hjá Landsneti á þessum sérkennilegu tímum.
„Spurning hvort við vinnum heima eða eigum heima í vinnunni“ #landsnetslífiðátímumCovid
Sagði Anna Sigga Lúðvíksdóttir sérfræðingur í innkaupum á fjármálasviðinu okkar þegar við heyrðum í henni í morgun og tókum morgunbollafjarfund um lífið í vinnunni þessa dagana sem er samofið lífinu heima.
Jafnstraumstengingar í raforkukerfum
Í haust leitaði Landsnet til Háskólans í Reykjavík til þess að skoða almennt möguleika á að nota jafnstraumstengingar (DC) í flutningskerfinu, þá sem hluta af möskvuðu kerfi eða sem hluta hringtengingar. Nú hefur Háskólinn skilað frá sér minnisblaði þar sem dregnar eru saman helstu upplýsingar um jafnstraumstengingar í raforkukerfum út frá tæknilegum og rekstrarlegum þáttum.
Fyrsti fundur í nýju verkefnaráði Lyklafellslínu, línu sem mun marka útlínur höfuðborgarsvæðisins
Þann 29. október fór fram fyrsti fundur í verkefnaráði Lyklafellslínu, nýrrar línu sem liggja mun frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Völlunum í Hafnarfirði. Í framhaldinu verða svo Hamraneslínur sem liggja um Heiðmörkina og Ísallínur teknar niður.
Þar sem lognið hefur lögheimili #landsnetslífiðátímumcovid
Morgunbollaspjallinu, Landsnetslífið á tímum Covid, hefur borist bréf frá verkefnastjóranum okkar í gæðamálum og samfélagsábyrgð, Engilráð Ósk, sem alltaf er kölluð Inga en hún er stödd á Ísafirði þessa dagana.