22.07.2021

Framkvæmdafréttir

Við erum á fullu í framkvæmdum og á síðustu vikum hafa fjölmörg ný flutningsvirki verið spennusett og tekin í rekstur, góður gangur er í Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 og ný hringtenging á Austfjörðum var tekin í rekstur í sumar og þar með var stórum áfanga náð í styrkingu kerfisins á svæðinu.

19.07.2021

Landsnet og Etix Everywhere Borealis skrifa undir viljayfirlýsingu um aukningu flutnings til gagnaversins

Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins.

30.06.2021

Rafrænn kynningarfundur um kerfisáætlun 2021-2030

Við bjóðum til kynningarfundar um kerfisáætlun 2021-2030 undir yfirskriftinni „Grunnur að grænni framtíð“ fimmtudaginn 1. júlí nk.

22.06.2021

Holtavörðuheiðarlína 1 - Hafðu áhrif – taktu þátt í að ákveða línuleiðina með okkur

Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.

14.06.2021

Landsnet tekur lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum

Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, um 6 milljarðar króna, til að fjármagna framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3.

10.06.2021

Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.

27.05.2021

Boðum til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1

Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní.

05.05.2021

Erum að framkvæma víðsvegar um landið

Fjölmörg framkvæmdaverkefni eru í gangi þessa dagana og spennusetningar nýrra virkja áætlaðar á næstu vikum.

26.04.2021

Landsnet kærir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um höfnun framkvæmdaleyfis

Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um. ​

12.04.2021

Ný útgáfa af skilmála um samskipti á raforkumarkaði

Auknar áherslur hafa verið á neytendavernd​ og að efla samkeppni á raforkumarkaði. Þær áherslur endurspeglast í nýrri útgáfu af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði sem öðlaðist gildi 8. apríl 2021.