03.01.2020

Jarðstrengslagnir í meginflutningskerfinu á Norðurlandi

Um miðjan desember birtist í samráðsgátt stjórnvalda skýrsla, sem unnin var að beiðni ráðuneyta Atvinnuvega- og nýsköpunarmála og Umhverfis- og auðlindamála. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður greininga á takmörkunum og áhrifum notkunar jarðstrengja á hæstu spennustigum flutningskerfa raforku. Í skýrslunni er til skoðunar meginflutningskerfi landsins, frá Brennimel í vestri norður um, austur og endað í Sigöldu.

01.01.2020

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. janúar var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

18.12.2019

Vel heppnað skuldabréfaútboð Landsnets í Bandaríkjunum

Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadollara (12,3 milljarðar króna) á gjalddaga eftir tíu til tólf ár. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöll.

17.12.2019

Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók

Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar.

16.12.2019

Ný skýrsla staðfestir miklar takmarkanir jarðstrengs möguleika

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið birtu í dag í samráðsgátt stjórnvalda skýrslu dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Ráðuneytin kölluðu eftir þessari úttekt í samræmi við þingsályktun 26/148, frá júní 2018, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

12.12.2019

Staðan í flutningskerfinu í dag

Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu.

04.12.2019

Raforkuverð vegna flutningstapa

Raforkuverð vegna flutningstapa verður 5,45 kr/kWst fyrir fyrsta ársfjórðung 2020

02.12.2019

Landsnets Hlaðvarpið komið í loftið

Fyrsti þàtturinn í nýju hlaðvarpi Landsnets fór í lofti í dag - Í þessum fyrsta þætti spjallar Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi við Svandísi Hlín Karlsdóttur forstöðumann viðskiptaþróunar.

25.11.2019

Spám um umhverfisáhrif fylgt eftir

Í mati á umhverfisáhrifum er unnið að því að spá fyrir um hvernig framkvæmdir geta breytt núverandi ástandi. Mikilvægt er að byggja matið á góðum upplýsingum um grunnástand og hvað helst muni einkenna áhrif framkvæmdarinnar, t.d. umfang rasks og ásýnd.

22.11.2019

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlun 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.