21.05.2019

Nýir samningar um reglunaraflstryggingu á grundvelli útboðs

Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2019 - apríl 2020.

13.05.2019

Hver er staðan í þinni heimabyggð ?

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku fyrir tímabilið 2019-2028. ​Umsagnarferlið, sem stendur til 24. júní, er tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á uppbyggingu raforkukerfisins, að koma að gerð áætlunarinnar og eru allir hvattir til að kynna sér innihald og koma umsögnum á framfæri.

09.05.2019

Spennandi að hitta fólk eins og okkur

„Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að hitta fólk sem vinnur í sama umhverfi og við og eru að glíma við sömu vandamálin en raforkukerfin eru auðvitað misstór og stjórnstöðvarnar líka“ segir Margrét Eva Þórðardóttir sérfræðingur í stjórnstöðinni okkar á Gylfaflötinni. Hún ásamt Benedikt Kristjáni Magnússyni, sem líka vinnur sem sérfræðingur í stjórnstöðinni, eiga veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar EPCC The International Workshop on Electric Power Control Centers sem haldin verður dagana 12.-15. maí á Hilton Nordica.

03.05.2019

Mælum með innleiðingu þriðja orkupakkans

Landsnet hefur skilað inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn, þskj. 1237 á 777 sem snýr að innleiðingu á þriðja orkupakkanum.

03.04.2019

Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár - kerfisgreining

Í þessari skýrslu er til kerfislegrar skoðunar hugsanlegur nýr tengipunktur Landsnets við Ísafjarðardjúp og tenging hans við meginflutningskerfi raforku, sem horft er til að liggi suður í Kollafjarðabotni að Mjólkárlínu 1.

02.04.2019

Ný flutningsgjaldskrá tók gildi 1.apríl

Breytingin felur í sér 18,8% lækkun á gjaldskrá flutningstapa frá fyrri ársfjórðung.

01.04.2019

Upprunaábyrgðir - ný gjaldskrá

Ný gjaldskrá vegna útgáfu upprunaábyrgða tekur gildi í dag 1.apríl 2019

26.03.2019

Samorka styður innleiðingu þriðja orkupakkans

Á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, þann 6. mars 2019 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

15.03.2019

Afhendingaröryggi lakast á Vestfjörðum

Afhendingaröryggi Landsnets til almennra notenda er misjafnt eftir landshlutum. Í mörg ár hefur ​afhendingaröryggið verið lakast á Vestfjörðum. Þar voru straumleysismínútur að meðaltali um 164 á ári, síðustu 5 árin. Straumleysismínútunum hefur fækkað fyrir vestan með tilkomu varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík og snjallnetsins á Vestfjörðum, sem eru að jafnaði að bregðast við um 90 sekúndum eftir að truflun á sér stað. Eftir sem áður er afhendingaröryggi enn lakast á Vestfjörðum.

12.03.2019

Langtímahugsun skilar auknu öryggi ​

Vorfundur Landsnets fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þriðjudag. Yfirskrift fundarins var „Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins“.