24.06.2019

Nýtt tengivirki í Ólafsvík

Við höfum unnið að styrkingu flutningskerfisins á Snæfellsnesi undanfarið til að bæta afhendingaröryggi svæðisins.

14.06.2019

Þorvaldur Jacobsen ráðinn framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs

Landsnet hefur ráðið Þorvald Jacobsen í starf framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets þar sem hann mun fara fyrir öflugum hópi sem ber ábyrgð á rekstri flutningskerfisins og upplýsingatæknimálum og þeirri þróun sem á sér stað í átt að snjallari rafrænni framtíð hjá Landsneti.

12.06.2019

Af hverju þarf að byggja nýja línu á milli Hafnarfjarðar og Reykjaness?

Landsnet áformar byggingu 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2 milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur. Línan hefur verið lengi í undirbúningi en nauðsynlegt er að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

05.06.2019

Suðurnesjalína 2 - Niðurstaða rannsóknarvinnu, samtals og samráðs

Vinnu við frummatsskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 er nú lokið og framundan er að kynna niðurstöðuna. Skýrslan og niðurstaða hennar er afrakstur viðamikillar rannsóknarvinnu, samtals og samráðs þar sem við lögðum meiri áherslu en áður á samtal við nærumhverfið. Í skýrslunni voru meginþættirnir, sem hafa áhrif á hvaða leið er lögð til, metnir út frá umhverfi, afhendingaröryggi, stefnu stjórnvalda, skipulagi sveitarfélaga og kostnaði. Niðurstaðan er sú að lagt er til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu loftlína.

27.05.2019

Raforkuverð fyrir þriðja ársfjórðung 2019 verður 4,06 kr/kWh

Nýverið voru tilboð opnuð í rafrænu útboði Landsnets fyrir raforku sem áætlað er að muni tapast á 3. ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið býður út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

21.05.2019

Nýir samningar um reglunaraflstryggingu á grundvelli útboðs

Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2019 - apríl 2020.

13.05.2019

Hver er staðan í þinni heimabyggð ?

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku fyrir tímabilið 2019-2028. ​Umsagnarferlið, sem stendur til 24. júní, er tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á uppbyggingu raforkukerfisins, að koma að gerð áætlunarinnar og eru allir hvattir til að kynna sér innihald og koma umsögnum á framfæri.

09.05.2019

Spennandi að hitta fólk eins og okkur

„Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að hitta fólk sem vinnur í sama umhverfi og við og eru að glíma við sömu vandamálin en raforkukerfin eru auðvitað misstór og stjórnstöðvarnar líka“ segir Margrét Eva Þórðardóttir sérfræðingur í stjórnstöðinni okkar á Gylfaflötinni. Hún ásamt Benedikt Kristjáni Magnússyni, sem líka vinnur sem sérfræðingur í stjórnstöðinni, eiga veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar EPCC The International Workshop on Electric Power Control Centers sem haldin verður dagana 12.-15. maí á Hilton Nordica.

03.05.2019

Mælum með innleiðingu þriðja orkupakkans

Landsnet hefur skilað inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn, þskj. 1237 á 777 sem snýr að innleiðingu á þriðja orkupakkanum.

03.04.2019

Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár - kerfisgreining

Í þessari skýrslu er til kerfislegrar skoðunar hugsanlegur nýr tengipunktur Landsnets við Ísafjarðardjúp og tenging hans við meginflutningskerfi raforku, sem horft er til að liggi suður í Kollafjarðabotni að Mjólkárlínu 1.