11.11.2015

Landsnet kaupir rafmagn fyrir ríflega hálfan annan milljarð

Landsnet hefur samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar um kaup á 347 gígavattstundum (GWst) af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ári.

06.11.2015

Laust starf bókara

Landsnet hf. leitar eftir reyndum bókara í 80% starf við almenn bókhaldsstörf á fjármálasviði.

04.11.2015

Nýtt truflanaflokkunarkerfi tekið í gagnið hjá Landsneti

Stjórnstöð Landsnet er að innleiða nýtt flokkunarkerfi sem segir til um alvarleika rekstrartruflana í raforkukerfinu. Tilgangur þess er að tryggja skjótari og skilvirkari upplýsingagjöf til viðskiptavina, jafnt notenda raforku sem framleiðanda, ekki síst í þeim aðstæðum að grípa þarf til flutningstakmarkana eða raforkuskerðinga í kjölfar umfangsmikilla raforkutruflana.

30.10.2015

Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu liggur fyrir

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður- og Suðurlands, til formlegar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna og sent Skipulagsstofnun fyrir 17. nóvember 2015.

22.10.2015

Sjö tilboð bárust í undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Alls bárust sjö tilboð í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis.

19.10.2015

Landsnet semur við Thorsil um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets er um 2,5 milljarðar króna.

16.10.2015

Flutningskerfi raforku og orkuöryggi

Fjárfestingar í raforkuframleiðslu og flutningskerfi raforkunnar verða að haldast í hendur ef ávinningur á að skila sér. Skortur á fjárfestingu í öðrum þættinum dregur úr ávinningi fjárfestingar í hinum þættinum sagði Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, í erindi um íslenska raforkuflutningskerfið á vel sóttri ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.

15.10.2015

Helstu sérfræðingar heims ræða orkuöryggi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík

Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, heldur erindi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi fimmtudaginn 15. október nk., ásamt helstu sérfræðingum MIT, Harvard og Tufts háskólanna, Brookings-stofnunarinnar, Háskólans í Reykjavík og Landsvirkjunar.

13.10.2015

Þörf á víðtækri sátt um farmtíð flutnings raforku

Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, hvetur til víðtækrar samfélagssáttar um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfis raforku í grein í Morgunblaðinu um helgina og við birtum í heild sinni hér:

13.10.2015

Lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur miðar vel

Við lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur, sem staðið hefur yfir í sumar var í fyrsta sinn notast við sérstakan strenglagningarbúnað sem Landsnet festi kaup á í vor vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í lagningu jarðstrengja á vegum fyrirtækisins.