08.10.2015

Loftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður

Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Landsnets við að fjarlægja gömlu loftlínuna milli Hellu og Hvolsvallar. Hellulína 2 var ein sú elsta í raforkukerfinu hérlendis, reist árið 1948, og lauk hún hlutverki sínu á dögunum þegar 13 km langur 66 kV jarðstrengur sem lagður var í sumar leysti hana af hólmi.

06.10.2015

Umhverfisvernd og orkumál

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101.

05.10.2015

Nýr samstarfssamningur Landnets, Landsvirkjunar og RARIK

Síðastliðin föstudag var endurnýjaður samstarfsamningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landsnets, Landsvirkjunar og RARIK til næstu þriggja ára.

01.10.2015

Efnislegar og góðar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsnet

Að mati Landsnets koma fram efnislegar og góðar ábendingar í nýútkominni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi félagsins sem leitt geta til aukinnar skilvirkni í raforkumálum og stuðlað að bættu verklagi.

28.09.2015

Raforkutilskipun ranglega sögð brotin á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem fram komu fyrir helgi þar sem íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir, þ.á.m. Landsnet, voru sökuð um lögbrot í raforkumálum.

18.09.2015

Landsnet leitar að öflugum verkefnastjórum

Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmdaverkefna á Framkvæmda- og rekstrarsvið og verkefnastjóra áætlana á Þróunar- og tæknisvið.

18.09.2015

Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins.

18.09.2015

Upphafi framkvæmda á Bakka fagnað

Fulltrúar Landsnets voru meðal þátttakenda í fjölmennum hátíðarhöldum í gær í tilefni af upphafi framkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík enda raforkutenging svæðisins við Þeystareykjavirkjun og meginflutningskerfið umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem þar er að hefjast.

15.09.2015

Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi

Landsnet hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um útboðshönnun tveggja nýrra 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi sem tengja annars vegar nýja virkjun á Þeistareykjum við meginflutningskerfi Landsnets og hins vegar virkjunina við iðnaðarsvæði á Bakka.

11.09.2015

Landsnet til liðs við áhugavert nýsköpunarverkefni

Landsnet hefur gerst bakhjarl nýsköpunarverkefnis POLG (Power On-Line Generator) og ætlar að leggja frekari þróun þess lið með það að markmiði að þróa vöru fyrir alþjóðlegan markað.