10.09.2015

Brýnt að Landsnet vinni að sátt með öllum hagsmunaaðilum

„Ef við horfum á stöðuna eins og hún er núna og þá út frá forsendum eftirspurnar eftir rafmagni þá getur stór hluti landsins einfaldlega ekki þróast eðlilega áfram vegna takmarkana kerfisins. Fólk hefur ekki það aðgengi að rafmagni sem þyrfti að vera,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

09.09.2015

Viðhaldsvinna vestra

Viðhaldsvinna vestra hefur áhrif á rafmagnsklukkur Rafmagnsklukkur á Vestfjörðum geta flýtt sér næstu daga. Ástæðna er ónákvæmari tíðni í raforkukerfinu þar vegna viðhaldsvinnu sem nú stendur yfir á Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1.

08.09.2015

Búið að spennusetja nýjan jarðstreng Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar

Hellulína 2, 13 km langur jarðstrengur Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar er nú kominn í rekstur. Hann leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu og eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

08.09.2015

Afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum

Landsnet hefur farið fram á skýringar frá HS Veitum á stöðu varaafls í Vestmannaeyjum en eins og flestir í Eyjum hafa orðið varir við hafa truflanir á afhendingu rafmagns valdið notendum þar töluverðum óþægindum undanfarið.

04.09.2015

Ástæða útleysingar í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í gær

Talið er að útleysing á spenni í Rimakoti hafi orsakast af álagi sem skapaði þrýsting í búnaði í spenninum. Spennirinn hefur verið undir töluverðu álagi síðan hann var tengdur til bráðabirgða í stað spennis sem bilaði þann 11.ágúst síðastliðinn.

03.09.2015

Rafmagnsleysi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi

Bilun varð í spenni í tengivirkinu Rimakoti rétt upp úr kl. 16 í dag og við það var ekki hægt að flytja rafmagn til Vestmanneyja.

25.08.2015

Athugasemdartími kerfisáætlunar framlengdur

Landsnet hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu um tvær vikur og stendur hann nú til og með 15. september nk.

24.08.2015

Endurbætur á tengivirki Landsnets við Sigöldu

Endurbætur standa nú yfir á tengivirki Landsnets við Sigöldu sem hafa það að markmiði að draga úr óstöðugleika byggðalínunnar í truflunartilvikum og styrkja orkuafhendingu á Austurlandi.

17.08.2015

Varaspennir kominn í gagnið í Rimakoti

Varaspennir sem leysir af hólmi spenni sem bilaði í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi í síðustu viku var tengdur við kerfið í gærkvöldi. Flutningsgeta hans er helmingi minni en spennisins sem bilaði og því eru skerðingar áfram í gildi til notenda í Vestmannaeyjum sem eru með samninga um skerðanlegan flutning.

14.08.2015

Vel sóttur kynningarfundur um uppbyggingu flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem kynnt var á opnum fundi á Hótel Natura föstudaginn 14. ágúst en frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.