16.07.2015

Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem nú hefur verið lögð fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun og Landsneti ásamt umhverfisskýrslu.

09.07.2015

Landsnet og Hafnarfjarðarbær semja um niðurrif Hamraneslínu eigi síðar en 2018

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifuðu í dag undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis fyrirtækisins innan Hafnarfjarðar.

03.07.2015

Lagning jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur að hefjast

Áætlað er að hefja lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur í næstu viku.

03.07.2015

IWAIS ráðstefnan haldin í Uppsala í Svíþjóð

Dagana 29. júní til 3. júlí síðastliðinn var IWAIS ráðstefnan haldin í Uppsala í Svíþjóð. IWAIS stendur fyrir “International workshops on atmospheric icing of structures”.

01.07.2015

Ógildingu eignarnámsheimilda hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landsnet og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið af öllum kröfum fimm landeigenda á Reykjanesi um ógildingu eignarnámsheimilda á jörðum þeirra vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

15.06.2015

Rafmagn komið á að nýju á Akranesi

Straumlaust varð í um 40 mínútur fyrir hádegi á Akranesi og í nærsveitum þegar Vatnshamralína 2 leysti út í kjölfar þess að vöruflutningabíll lenti upp í línuni.

09.06.2015

Framkvæmdir hafnar við jarðstrengslagnir Landsnets á Suðurlandi

Framkvæmdir eru hafnar við lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja Landsnets á Suðurlandi, Selfosslínu 3 og Hellulínu 2. Strengirnir eru samtals um 41 km að lengd og auka bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á Suðurlandi en ráðgert er að spennusetja þá síðar á árinu.

07.06.2015

Öllum fyrirvörum aflétt vegna samkomulags Landsnets við PCC

Öllum fyrirvörum vegna samnings Landsnets og PCC Bakki Silicon um flutning raforku til fyrirhugaðs kísilvers á Bakka við Húsavík hefur verið aflétt af hálfu PCC og stjórnar Landsnets. Orkuafhending miðast við nóvembermánuð 2017 og fer undirbúningur framkvæmda nú á fullan skrið hjá Landsneti.

05.06.2015

Laust starf - Launafulltrúi

Landsnet hf. leitar að reynslumiklum launa­fulltrúa í 80% starf.

02.06.2015

Landsnet semur við Rafeyri um uppsetningu háspennubúnaðar í Helguvík

Landsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016.