04.05.2018

Breytingar í Búrfelli

Vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar og tengingar nýrrar vélar hennar við flutningskerfið þurfti að stækka tengivirki Landsnets í Búrfelli. Samhliða stækkuninni þurfti að endurnýja stjórnkerfi stöðvarinnar. Tengivirkið í Búrfelli er eitt stærsta og mikilvægasta tengivirki landsins og þurfti að ráðast í þessar breytingar með virkið í fullum rekstri. Framkvæmdin var því afar vandasöm og krafðist mikils undirbúnings, skipulags og aga.

26.04.2018

Metdagur á Grundarfirði ​

Vinna við Grundarfjarðarlínu 2, jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, er hafin að nýju.

26.04.2018

Halldór og Rán nýir formenn NordBer

Halldór Halldórsson hjá Landsneti og Rán Jónsdóttir hjá Orkustofnun tóku í morgun við formennsku hjá NordBER sem eru sameiginleg samtök raforkuflutningsfyrirtækja og orkustofnana á öllum Norðurlöndum.

24.04.2018

Suðurnesjalína 2 - tillaga að matsáætlun í kynningu

Frestur til athugasemda er til 11. maí 2018.

01.04.2018

Ný gjaldskrá tekur gildi í dag, 1. apríl 2018.

Breytingin felur í sér 7,5% hækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa.

27.03.2018

Hætt við útboð á framkvæmdum vegna Lyklafellslínu

Í kjölfarið á niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála í máli nr. 84/2017, kæra á samþykkt bæjarstjórnar Hafnafjarðarbæjar frá 21. júní 2017 um veitingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Lyklafellslínu, þar sem framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar er fellt úr gildi hefur Landsnet hætt við öll útboð vegna neðangreindra framkvæmda.

27.03.2018

Jarðstrengskostir voru skoðaðir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.

26.03.2018

Sigrún Björk áfram stjórnarformaður Landsnets

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var ​föstudaginn 23. mars 2018 var stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður , Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson.

15.03.2018

99,99% afhendingaröryggi raforku

Gætum við hugsað okkur lífið án rafmagns? Alls ekki, enda teljum við sjálfsagt í dag að hafa gott aðgengi að rafmagni hvar sem við erum stödd á landinu, hvort sem það er í atvinnurekstri eða til að hlaða síma, tölvur og bíla.

15.03.2018

Ársskýrslan 2017

Árið 2017 var eitt mesta framkvæmdaár í sögu okkar hjá Landsneti. Í fyrsta skipti í mörg ár lauk framkvæmdum við stórar loftlínur þegar Þeistareykjalína 1 og Kröflulína 4 voru teknar í notkun.