03.04.2020

„Höfum æft við aðstæður ekki ósvipaðar þeim sem við erum í núna“

segir Halldór Halldórsson öryggisstjórinn okkar í netspjalli dagsins en hann segir Landsnet tilbúið að vinna undir þessum kringumstæðum eins lengi og þörf er á. ​

02.04.2020

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. apríl var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

01.04.2020

Framkvæmdir halda áfram

„Örugg afhending raforku er mikilvægasta viðfangsefni okkar hjá Landsneti og fyrir okkur skiptir líka miklu máli að geta haldið framkvæmdum gangandi eins og mögulegt er, en að sjálfsögðu er heilsa fólks og persónuöryggi númer eitt.“ segir Nils Gústavsson framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs en við tókum við hann létt kaffibollaspjall yfir netið í morgun en hann eins og stór hluti okkar starfsfólks vinnur heima þessa dagana.

26.03.2020

Ársskýrsluvefurinn kominn í loftið

Árið 2019 var fyrir margar sakir áhugavert ár, þetta var ár spennandi verkefna. Við lögðum áherslu á undirbúning og greiningar fyrir áskoranir framtíðarinnar.

26.03.2020

Hvernig eru umhverfisáhrif raflína metin ?

Viljum vekja athygli ykkar á nýrri skýrslu sem var að koma á vefinn hjá okkur. Ætlunin er að sú aðferð sem við kynnum hér, varpi betra ljósi á hvernig komist er að niðurstöðu um vægi áhrifa af framkvæmdum fyrirtækisins á einstaka umhverfisþætti.

16.03.2020

Katrín Olga og Magnús Þór ný í stjórn Landsnets

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var ​föstudaginn 13. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Þór Ásmundsson´, ​Ólafur Rúnar Ólafsson, og Svava Bjarnadóttir.

10.03.2020

Gylfaflötinni lokað tímabundið

Í ljósi útbreiðslu COVID-19 veirunnar höfum við tekið fyrir allar heimsóknir á Gylfaflötina og skrifstofum okkar, stjórnstöð og netþjónustu hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi aðilum til að minnka smitthættuna og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist.

09.03.2020

Samið við þrjá aðila

Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á öðrum ársfjórðungi en Landsnet býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

05.03.2020

Vorfundi og árshátíð frestað

Við hjá Landsneti berum ábyrgð á rekstri flutningskerfis raforku. Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar og því fylgir mikil ábyrgð. Í ljósi þess höfum við gripið til viðeigandi aðgerða þegar kemur að því að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar innan okkar hóps og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist.

17.02.2020

Stöðugur rekstur í krefjandi aðstæðum

Ársreikningur Landsnets 2019 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 17. febrúar 2020.