Slæmar veðurhorfur tefja framkvæmdir við sæstreng
Djúp lægð sem væntanleg er upp að sunnanverðu landinu á föstudag setti strik í þau áform Landsnets að hefja lagningu nýs sæstrengs, Vestmannaeyjastrengs 3, milli Landeyjafjöru og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Vonir standa til að hægt verði að leggja strenginn þegar líður á næstu viku.
Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja
Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja - Vestmannaeyjastreng 3 - og er stefnt að því að klára verkið í júlí og tengja, eða spennusetja hann síðsumars eða í haust.
Opnun tilboða BOL-03 - Jarðvinna
Tilboð í "jarðvinnu" skv. útboðsgögnum BOL-03 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 25. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14.03
Opnun tilboða STU-01 Tengivirkið Stuðlum, byggingarvirki
Tilboð í tengivirkið Stuðlum, byggingarvirki skv. útboðsgögnum STU-01 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 7. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14:00
Opnun tilboða ISA-01 Tengivirki á Ísafirði, byggingavirkið
Tilboð í "Tengivirki á Ísafrirði, byggingavirki" skv. útboðsgögnum ISA-01 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 7. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 10:15
Útboð BOL- 32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
Landsnet óskar eftir tilboðum í afhendingu og uppsetningu á 6 stk. díselrafstöðvum ásamt fylgibúnaði fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn BOL-32. Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32
Opnun tilboða - Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning
Tilboð í Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning voru opnuð kl. 14:00, 21. maí 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
Útboð STU-01 Tengivirki Stuðlum Byggingarvirki
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu undirstaða og spenniþróa vegna stækkunar tengivirkis í landi Stuðla við Reyðarfjörð og vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum STU-01.
ÚTBOÐ ISA-01 Tengivirki á Ísafirði
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.