Tveir 100 MVA varaspennar Landsnets komnir til landsins
Vegna langs framleiðslutíma og til að stytta viðgerðartíma spenna hefur Landsnet nú fjárfest í tveimur 100 MW aflspennum, 220/132 kV, sem eru hannaðir með þeim hætti að þeir geta leyst af sambærilega spenna í flutningskerfinu.
Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan vegna lélegs vatnsbúskapar
Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.
Konur taka yfir Stjórnstöð Landsnets
Opinn kynningarfundur Landsnets 19. mars 2013
Samfélagslegt hlutverk og rekstrarumhverfi Landsnets í brennidepli
Álag á orkuflutningskerfi Landsnets í sögulegu hámarki
Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW.
Framkvæmdir við nýjan sæstreng
Öruggt dreifikerfi - líka á Suðurnesjum
Grein eftir Þórð Guðmundsson forstjóra Landsnets sem birtist í Fréttablaðinu 28.02.2013
Fyrirvaralaus álagsbreyting olli straumleysi norðan- og austanlands
Mikil álagslækkun á Suðvesturlandi um hádegisbil laugardaginn 23. febrúar olli yfirlestun á byggðalínunni og bilun í framleiðslueiningu á Norðausturlandi skömmu síðar olli því að rafmagnslaust varð á nánast öllu Norðausturlandi um tíma.