image
22.07.2015

Líkur á aflskorti eftir tvö ár miðað við óbreytt raforkukerfi

Líkur eru á aflskorti í íslenska raforkukerfinu innan tveggja ára miðað við óbreytt raforkukerfi. Þetta kemur fram í tillögu að nýrri kerfisáætlun 2015-2024 sem lögð hefur verið fram til kynningar hjá Landsneti.

Kerfisáætlun Landsnets fjallar um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri raforkuflutningskerfinu og uppbyggingu sem ráðgerð er á næstu 10 árum. Í tillögu að nýrri kerfisáætlun er áhugaverð greining á líkum á aflskorti á gildistíma áætlunarinnar, miðað við óbreytt raforkukerfi og orkueftirspurn samkvæmt raforkuspá. Hún sýnir að álagsaukning er ekki möguleg í íslenska raforkukerfinu eftir árið 2016 ef ekki kemur til aukning framleiðslu á raforku. Til að bregðast við þessu dugar þó ekki einungis að auka framleiðsluna heldur þarf einnig að styrkja flutningskerfið svo hægt sé að flytja raforkuna frá framleiðanda til notanda.

Aflþörf samkvæmt raforkuspá
Á meðfylgjandi mynd sést hvernig aflþörf fer jafnt og þétt vaxandi samkvæmt raforkuspá og í lok tímabilsins, árið 2024, þyrftu að vera komin til 140 megavött (MW) af nýju virkjuðu afli til að anna álagsaukningunni.


Líkindi þess að aflskortur verði er samspil aflþarfar raforkunotenda og bilunar vinnslueininga eða annars búnaðar í aflstöð. Aflþörf er breytileg og að vissu leyti ófyrirsjáanleg en viðmiðunarregla Landsnets er að aflskortur í raforkukerfinu skuli vera innan við ein klukkustund á ári. Svokallað líkindaafllíkan var notað við útreikningana og miðast þeir annars vegar við samninga sem þegar hafa verið gerðir um álagsaukningu og hins vegar að ekki komi neinar nýjar virkjanir í rekstur á umræddu tímabili. Þá skal áréttað að álag stórnotenda, sem fá orku afhenta beint frá flutningskerfi Landsnets, er ekki með í þessum útreikningum.

Sjá nánar í tillögu að kerfisáætlun 2015-2024

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?