image
06.08.2015

Uppbygging flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Landsnet býður til opins kynningarfundar um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst 2015, kl. 9-10:30, í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir).

Landsnet gerir árlega áætlun um uppbyggingu flutningskerfisins og með breytingum sem Alþingi gerði í vor á raforkulögum var lagagrundvöllur kerfisáætlunarinnar festur í sessi og hlutverk hennar skýrt enn frekar.

Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum kerfisáætlunar 2015-2024 og umhverfisskýrslunnar á fundinum á Hótel Natura og fyrirspurnum svarað.

Dagskrá:

  • Inngangsorð - Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
  • Kynning á kerfisáætlun 2015-2024 - Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets.
  • Kynning á umhversfisskýrslu kerfisáætlunar – Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf.
  • Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs.

Allir eru velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku á hér eða í síma 563 9300.

Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á Hótel Natura, geta fylgst með beinni útsendingu á heimasíðu Landsnets. Hér á heimasíðunni eru einnig aðgengileg drög að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslunni. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar er til og með 1. september 2015.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?