image
22.10.2015

Sjö tilboð bárust í undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Alls bárust sjö tilboð í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis.

Verkið felur í sér gerð nýrrar vegslóðar með línunni að hluta til, gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, jarðvinnu vegna undirstaða og stagfesta ásamt efnisútvegun og framleiðslu undirstaða og stagfesta. Verkinu skal að fullu lokið fyrir septemberlok 2016 en línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða 100 talsins.


Lægsta boð tæplega 70 milljónum undir áætlun

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á tæplega 390 milljónir króna. Útboðið var auglýst í september og voru tilboðin sjö sem bárust í verkið opnuð á skrifstofu Landsnets s.l. þriðjudag. Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta boðið, en eftirfarandi tilboð bárust:

 Bjóðandi Upphæð 
Íslenskir aðalverktakar   319.974.416.-
LNS Saga  323.765.667.-
Ístak hf.  367.137.521.-
Urð og grjót ehf.   499.826.181.-
Borgarverk ehf.  510.678.686.-
Þjótandi ehf.   549.095.138.-
Ellert Skúlason ehf.   689.667.354.-
   
Kostnaðaráætlun   389.535.559.-

Næstu skref
Sérfræðingar Landsnets fara nú yfir tilboðin og bera þau saman. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu verður síðan gengið til samninga við þann aðila sem er með lægsta tilboðið, að því gefnu að hann uppfylli kröfur um hæfi. Næst liggur svo fyrir að bjóða út eftirlit með framkvæmdinni og verður það auglýst á næstunni.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?