image
04.11.2015

Nýtt truflanaflokkunarkerfi tekið í gagnið hjá Landsneti

Stjórnstöð Landsnet er að innleiða nýtt flokkunarkerfi sem segir til um alvarleika rekstrartruflana í raforkukerfinu. Tilgangur þess er að tryggja skjótari og skilvirkari upplýsingagjöf til viðskiptavina, jafnt notenda raforku sem framleiðanda, ekki síst í þeim aðstæðum að grípa þarf til flutningstakmarkana eða raforkuskerðinga í kjölfar umfangsmikilla raforkutruflana.

Flokkunarkerfið byggir á skilgreiningum Samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja (ENTSO-E) um alvarleika truflana, auk þess sem bætt hefur verið við flokkum sem taka til séraðstæðna í íslenskra raforkukerfinu. Jafnframt er búið að aðlaga það að öðrum íslenskum viðbragðskerfum og er t.d. alvarleikastig rekstrartruflana í raforkukerfinu flokkað eftir sama litakóða og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra notar. Grænn litur er tákn fyrir stig 0 eða minniháttar atburði, gult táknar stig 1, umfangsminni atburði, rautt er einkennislitur stigs 2 sem eru umfangsmiklir atburðir og svart táknar stig 3, sem eru mjög alvarlegir atburðir sem geta endað í algeru kerfishruni.

Flokkunarkerfið er búið að vera í þróun frá því síðsumars 2014, þegar ljóst var að eldsumbrota væri að vænta í norðanverðum Vatnajökli, og standa vonir til þess að það það muni bæta stýringu aðgerða í truflanarekstri frá stjórnstöð Landsnets og samræma viðbragð rekstraraðila.

Alvarleikastig truflana.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?