image
05.07.2019

Líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörkum ​árið 2022

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem var að koma út og birt er hér á vefnum kemur m.a. fram að líkur á aflskorti á Íslandi eru meiri en í fyrri útreikningum.

Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs segir að tilgangur skýrslunnar sé að reikna út líkur á afl- og orkuskorti með því að bera saman  afl- og orkugetu virkjana og notkun raforku næstu fimm árin. Slíkt mat er mikilvægt bæði fyrir Landsnet en ekki síður fyrir aðra aðila á raforkumarkaði, hvort sem það eru framleiðendur raforku eða notendur. Niðurstaða skýrslunnar sýnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með sveiflunni sem er í útreikningum á milli ára til að geta brugðist við í tíma.

Líkur á aflskorti eru metnar lágar fram til ársins 2021 en hækka svo eftir það. Það stafar af því að notkunin mun væntanlega aukast hraðar en aukning á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára.

Ef horft er til meðalálags á því tímabili sem fjallað er um í skýrslunni er ekki hægt að segja til um það hvort einhver landshluti verði frekar fyrir orkuskerðingum en annar enda eru flöskuhálsar og flutningsmörk á milli svæða álagsháð. Álagið er breytilegt frá augnabliki til augnabliks þannig að skerðingar vegna flutningstakmarkana yrðu þá, líkt og í dag, háðar því hvert hámarksálag er á hverjum stað á hverjum tíma.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

 

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?