image
14.08.2019

Sterk staða

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2019 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets:

"Staða fyrirtækisins er sterk, eiginfjárstaða góð og við erum að fylgja eftir góðum árangri undanfarinna ára. Á fyrri hluta ársins eru fjárfestingar lægri en áætlað var, helsta ástæða þess er að stór verkefni fóru seinna af stað en við reiknuðum með vegna tafa á leyfisveitingum. Það er mjög mikilvægt að hraða málsmeðferðinni og gera leyfisveitingaferlið skilvirkara. Tafir eins og við höfum staðið frammi fyrir eru kostnaðarsamar ekki bara fyrir Landsnet heldur líka þá sem eru að nota orkuna. Eins og staðan er í dag tapast mikil orka í kerfinu, virkjanir nýtast ekki sem skyldi og neytendur hafa ekki tryggan aðgang að orku alls staðar á landinu. Þetta er ekki góð staða þegar við horfum til umhverfis- og samfélagslegra þarfa. Sem fyrirtæki er Landsnet vel í stakk búið til að takast á við þessar áskoranir."

Helstu atriði árshlutareiknings:

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT)1 nam 29,9 m. USD (3.719,9 millj.kr ) samanborið við 29,2 m. USD (3.637,8 millj.kr ) árið áður og er daglegur rekstur félagsins stöðugur. Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 19,8 m. USD (2.458,5 millj.kr) fyrstu 6 mánuði ársins 2019 samanborið við 16,2 m. USD (2.020,4 millj.kr ) á sama tímabili árið 2018.

Heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 850,5 m. USD (105.859,3 millj.kr) samanborið við 846,3 m. USD (105.334,5 millj.kr ) í lok árs 2018. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 467,8 m. USD (58.219,3 millj.kr) samanborið við 476,0 m. USD (59.246,6 millj.kr) í lok árs 2018. Síðasti gjalddagi af stofnláni frá móðurfélagi er 21. mars 2020. Lánið var með einum gjalddaga en hefur að stórum hluta verið greitt niður á síðustu árum.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 45,0% samanborið við 43,8% í lok ársins 2018. Eigið fé í lok tímabilsins nam 382,8 m. USD (47.640,1 millj.kr) samanborið við 370,3 m. USD (46.087,9 millj.kr) í lok árs 2018.
Lausafjárstaða Landsnets er sterk, handbært fé í lok júní nam 43,5 m. USD (5.415,5 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 37,5 m. USD (4.666,0 millj. kr).

Hér er hægt að nálgast árshlutareikninginn. 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?