image
05.03.2020

Vorfundi og árshátíð frestað

Við hjá Landsneti berum ábyrgð á rekstri flutningskerfis raforku. Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar og því fylgir mikil ábyrgð. Í ljósi þess höfum við gripið til viðeigandi aðgerða þegar kemur að því að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar innan okkar hóps og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist.

Heimsóknir til okkar hafa verið takmarkaðar, fundum fækkað, ferðum erlendis frestað og starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa m.a. í stjórnstöðinni til að koma í veg fyrir smit.
Vorfundinum okkar, Leggjum línur fyrir framtíðina, sem halda átti þann 19. mars í Hörpunni hefur verið frestað sem og árshátíð sem fara átti fram í lok mars.

Aðgerðir okkar eru í samræmi við aðgerðir flutningsfyrirtækja á Norðurlöndum og í samræmi við viðbragðsáætlanir okkar.

Við munum eins og aðrir fylgjast vel með, bregðast við eftir því hvernig málum vindur fram og bendum á að áreiðanlegustu upplýsingarnar um stöðuna er að finna á www.almannavarnir.is  og www.landlaeknir.is

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?