image
26.03.2020

Hvernig eru umhverfisáhrif raflína metin ?

Viljum vekja athygli ykkar á nýrri skýrslu sem var að koma á vefinn hjá okkur. Ætlunin er að sú aðferð sem við kynnum hér, varpi betra ljósi á hvernig komist er að niðurstöðu um vægi áhrifa af framkvæmdum fyrirtækisins á einstaka umhverfisþætti.

Leitast er við að viðmiðin sem lögð eru til grundvallar hverjum umhverfisþætti séu skýr og undirbyggi rökstuðning fyrir niðurstöðunni sem sýnd er með myndrænni framsetningu. Við væntum þess að aðferðin skapi frekari grundvöll fyrir gagnlegum skoðanaskiptum um það mat sem við leggjum fram hverju sinni.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?