image
29.04.2020

Raforkunotkun minnkar á milli ára

Raforkunotkun á síðasta ári minnkaði frá fyrra ári sem er óvenjulegt því flest öll fyrri ár hefur notkun aukist á milli ára.

Árið 2019 nam raforkuvinnsla í landinu samtals 19.489 GWh og minnkaði um 1,7% frá fyrra ári en þetta kemur fram í frétt raforkuhóps orkuspárnefndar sem finna má hér á vef Orkustofnunar. 


Sveiflur á milli ára

Sverrir Jan  Norðfjörð,  framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs hjá Landsneti og formaður raforkuhópsins, segir ástæðuna fyrir minni raforkunotkun vera margþætta og má sem dæmi nefna rekstrarvandamál hjá einu álveranna, hærri lofthita á árinu, loðnubrest og almennan samdrátt í mörgum framleiðslugreinum.

„Það eru alltaf einhverjar sveiflur á milli ára og við sáum eitt og annað í almennri raforkunotkun á síðasta ári sem orsakaði minni orkunotkun en við höfðum spáð. Síðasta ár var heilt yfir hlýrra en meðal ár en það dregur úr almennri raforkuþörf. Einnig hafa tækniframfarir skilað betri orkunýtingu eins og til lýsingar. Ekki má gleyma að sveiflur eru í atvinnulífinu, loðnubresturinn á síðasta ári hefur áhrif til orkulækkunar þar sem afli fer ekki í frystingu eða fiskimjölsvinnslu. Einnig eru nokkuð margar innlendar framleiðslugreinar sem hafa dregist saman sem leiðir til minni orkunotkunar. Áskoranir í rekstri álvera leiddi til minni notkunar á raforku á meðan nýir stórnotendur eins og gagnaver auka raforkunotkun.“

 

Hér er hægt að nálgast frétt raforkuhópsins.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?