image
12.06.2020

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 komin í umsagnarferli

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins. Áætlunina ásamt fylgiskjölum má finna á landsnet.is.

Áhugasömum er boðið til opinna funda þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum á áætluninni:

Reykjavík Miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00-16.00 Grand Hótel

Akureyri Fimmtudaginn 25. júní kl. 16.00-18.00 KEA Hótel

Ísafjörður Miðvikudaginn 8.júli  kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður 

Komdu og kynntu þér hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður.

Á fundunum verða flutt erindi og spurningum svarað í kjölfarið:

Veðrið, veiran og við hjá Landsneti.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri / Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Flutningskerfið og launaþróun.

Jón Skafti Gestsson, sérfræðingur á fjármálasviði.

Kerfisáætlun 2020 – 2029.

Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana raforkukerfisins.

Fundarstjóri Elín Sigríður Óladóttir, samráðsfulltrúi.

Fundurinn 24. júní verður í beinni útsendingu á www.landsnet.is og á Facebooksíðu Landsnets þar sem upptaka af fundinum verður aðgengileg.

 

Hér er hægt að nálgast vefútgáfu.

Hér hægt að fylgjast með Reykjavíkurfundinum. 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?