image
05.08.2020

Rafmagnsleysi á Norðurlandi í dag

Nokkrar truflanir urðu í morgun í tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri sem rekja má til vinnu sem þar fór fram við spenni. Við innsetningu spennisins urðu mistök sem mynduðu ljósboga í tengivirkinu.

Starfsmaður Landsnets sem var við vinnu nálægt búnaðinum var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Meiðsli hans virðast ekki alvarleg en þó mun hann vera á sjúkrahúsinu yfir nótt undir eftirliti.

Minniháttar skemmdir urðu á búnaði. Rafmagnsleysið varði frá um klukkan ellefu þar til tókst að koma rafmagni á til allra notenda milli korter yfir eitt og hálf tvö.

Rafmagnsleysið var víðtækt, en Akureyri og nágrannabæjarfélög og -sveitir voru án rafmagns þennan tíma.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?