image
01.10.2020

Kerfisáætlun send til samþykkis hjá ​Orkustofnun

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.

Er það gert í kjölfarið á ítarlegu samráðsferli þar sem einstaklingar og hagaðilar fengu tækifæri til leggja fram umsagnir og athugasemdir um kerfisáætlunina. Alls bárust umsagnir frá 20 aðilum sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Brugðist hefur verið við öllum ábendingum og viðbrögðin birt á hér á vefnum. 

Inntak umsagna sem bárust snéru meðal annars að afhendingaröryggi, áhyggjum af hækkandi flutningsgjaldi og athugasemdir um einstakar framkvæmdir.

Í framkvæmdaáætluninni koma fram breyttar áherslur m.a. til að bregðast við átaki stjórnvalda um uppbyggingu innviða í kjölfar óveðra síðasta vetur. Þessi aukni framkvæmdahraði sætti talsverðri gagnrýni meðal umsagnaraðila og eru ekki allir á eitt sáttir um þörfina fyrir uppbyggingu flutningskerfisins. Við þessum athugasemdum ásamt öðrum hefur nú verið brugðist og má finna viðbrögð við þeim í skýrslu sem er nú hluti af kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029.

Í kjölfar innsendra umsagna hafa kerfisáætlun og umhverfisskýrsla verið uppfærðar eftir atvikum.

Uppfærðar áætlanir, umhverfisskýrslu og umsagnir má finna hér.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?