image
10.02.2021

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2021-2030

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlun 2021-2030 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.

Í matslýsingu er meðal annars gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð. Fram kemur hvaða þættir áætlunarinnar eru taldir að verði helst fyrir áhrifum, í hverju valkostagreining mun felast, hvaða gögn verða lögð til grundvallar ásamt matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins.

Hér má nálgast Matslýsingu fyrir Kerfisáætlun 2021-2030

Athugasemdafrestur:

Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 19. mars 2021

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?