image
25.03.2021

Af hættustigi yfir á neyðarstig vegna COVID-19

Í kjölfarið á því að almannavarnarstig í landinu hefur verið fært úr hættustigi yfir á neyðarstig vegna COVID-19 höfum við hjá Landsneti fært starfsemina okkar yfir á neyðarstig.

Örugg afhending raforku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar og því fylgir mikil ábyrgð. Í ljósi þess var strax gripið til viðeigandi aðgerða þegar ljóst var að smitum væri að fjölga aftur í þjóðfélaginu bæði til að koma í veg fyrir smit innan okkar hóps og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist. Stór hluti af okkar starfsfólki vinnur nú meira og minna í heimavinnu en netreksturinn og stjórnstöð undir ströngum sóttvörnum.

Við hjá Landsneti höfum verið með starfsemi okkar meira og minna á neyðar- eða hættustigi síðan í desmber 2019 vegna heimsfaraldurs, jarðhræringa, eldgoss og óveðurs. Þessu fylgja áskoranir og að ferlar séu skilvirkir, skýrir og öruggir – við erum á vaktinni og vinnum í samráði við Almannavarnir. #teamlandsnet

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?