image
12.04.2021

Ný útgáfa af skilmála um samskipti á raforkumarkaði

Auknar áherslur hafa verið á neytendavernd​ og að efla samkeppni á raforkumarkaði. Þær áherslur endurspeglast í nýrri útgáfu af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði sem öðlaðist gildi 8. apríl 2021.

Svandís Hlín Karlsdóttir forstöðukona viðskiptaþjónustu og -þróunar segir breytingarnar til bóta fyrir markaðinn.

„Það er ánægjulegt að sjá breytingarnar öðlast gildi þar sem þær eru til hagsbóta fyrir neytendur á raforkumarkaði ásamt því að breytingarnar efla samkeppni og liðka fyrir aðkomu nýrra aðila á smásölumarkaði raforku. Breytingar á skilmálum okkar eru ekki algengar, það liggur mikil vinna að baki nýrri útgáfu hjá okkur og við erum mörg sem komum að þróunarvinnunni. Við leggjum líka mikla áherslu á opið samráð með viðskiptavinum okkar og hvetjum þá til að taka þátt í samtalinu“ segir Svandís Hlín.

Breytingar hafa orðið á raforkumarkaði með t.d. nýjum raforkusöluaðilum og breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar sem tók gildi í desember 2019. Skilmáli okkar endurspeglar og útfærir þær breytingar sem hafa orðið og styður við breyttar áherslur. Þriðja útgáfa af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði tók gildi 8. apríl 2021 eftir samþykki Orkustofnunar.

Nánar er hægt að kynna sér áherslur og áhrif á neytendur og samkeppnisaðila á heimasíðu okkar hér og nýja útgáfu af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði hér.Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?