image
10.06.2021

Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.

Helsta breytingin  frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun styrking meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 kV tenging frá Suðurnesjum og  Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum.

Nýtt framkvæmdaár

Við framkvæmdaáætlun hefur bæst við eitt nýtt framkvæmdaár, 2024. Helstu fjárfestingar eru áframhaldandi endurnýjun og yfirbyggingar tengivirkja. Engin stór línuframkvæmda bætist við að þessu sinni, en endurnýjun Kolvíðarhólslínu 1 á milli Hellisheiðar og Reykjavíkur er komin á áætlun. Um er að ræða endurnýjun leiðara og mastra línunnar á sömu undirstöðum í þeim tilgangi að auka flutningsgetu hennar og létta þannig á flöskuhálsum til höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar um framkvæmdir, tímaramma og hagræn áhrif má finna á hér á www.landsnet.is .

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.

Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí næstkomandi.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?