Lýsing verkefna á árinu 2021

Suðurnesjalína 2

Verkefnið snýr að nýrri tengingu í meginflutningskerfinu á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Um er að ræða aðra tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið en núverandi tenging er um Suðurnesjalínu 1 sem er 132 kV loftlína á milli Hamraness í Hafnarfirði og Fitja í Reykjanesbæ. Ekki er um N-1 afhendingaröryggi að ræða á Suðurnesjum þrátt fyrir að næg vinnslugeta sé á svæðinu, en vegna eðlis virkjana á svæðinu, sem eru jarðvarmavirkjanir, er eyjarekstur á Suðurnesjum illmögulegur. Áhrif þess að Suðurnesjalína 1 fari skyndilega úr rekstri er því nær undantekningarlaust straumleysi á Suðurnesjum þ.m.t. á Keflavíkurflugvelli, hjá heimilum og fyrirtækjum.
Einnig hefur það sýnt sig að aukinn flutningur til Suðurnesja á 132 kV, t.d. í frávikstilfellum, mun auka áraun á 132 kV kerfið á höfuðborgarsvæðinu. Hafa kerfisgreiningar sýnt að líkur á útleysingum í kerfi Veitna munu aukast til muna verði flutningur til Suðurnesja á 132 kV til framtíðar.

Tilurð verkefnis og meginmarkmið

Verkefnið er eitt af mikilvægari fjárfestingum í meginflutningskerfinu sem eru í langtímaáætlun Landsnets. Mat á umhverfisáhrifum Suðurnesjalínu 2 var hluti af verkefninu Suðvesturlínur, og lálit Skipulagsstofnunar fyrir haustið 2009. Framkvæmdir við verkefnið hófust árinu 2016 en í kjölfar dóma um ógildingu á heimild til eignarnáms og leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2, ásamt ógildingu á framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga voru framkvæmdir stöðvaðar fljótlega eftir að þær hófust. Í kjölfar þess var ákveðið að ráðast í nýtt umhverfismat á framkvæmdinni.
Markmið framkvæmdarinnar eru að koma á annarri tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið á suðvesturhorninu í þeim tilgangi að koma á N-1 rekstri á Suðurnesjum og auka þannig afhendingaröryggi á Suðurnesjum og einnig á höfuðborgarsvæðinu. Einnig að auka flutningsgetu á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins til að mæta kröfum um aukinn flutning raforku í framtíðinni vegna almennrar fjölgunar íbúa, fjölgunar og stækkunar fyrirtækja á Suðurnesjum, áætlana um ýmis iðjuver og gagnaver, ásamt vexti Keflavíkurflugvallar.
Önnur tenging við meginflutningskerfið mun auka sveigjanleika raforkukerfisins á Suðurnesjum m.a. til að mæta aukinni orkuframleiðslu á svæðinu og til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum og öðrum breytileika í bæði framleiðslu og notkun á raforku. Núverandi staða með einfalda tengingu hefur þau áhrif að erfitt er að sinna eðlilegu viðhaldi á flutningsmannvirkjum ef taka þarf Suðurnesjalínu 1 úr rekstri.
Verkefnið er á skilgreindu forgangssvæði samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.
Varðandi frekari upplýsingar um framkvæmdina, t.d. markmið og forsendur, er vísað á umhverfismat framkvæmdarinnar .

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í janúar 2019 með kerfisáætlun 2018-2027. Síðan kerfisáætlun 2018-2027 var lögð fram hafa orðið breytingar á verkefninu sem snúa að heildarkostnaði.
Uppfært kostnaðarmat vegna framkvæmdarinnar var lagt fram með kerfisáætlun 2019-2028, sem samþykkt var af Orkustofnun þann 12. febrúar 2020.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
Tafla 3-34 : SN2 – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-34 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu ásamt niðurstöðu valkostagreiningar er lýst nánar í eftirfylgjandi köflum.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 220 kV raflínu á milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels á Suðurnesjum. Raflínan verður byggð sem loftlína að stærstum hluta og mun liggja að mestu samsíða núverandi loftlínu, Suðurnesjalínu 1. Hér á eftir fer lýsing á þeim búnaði sem felst í framkvæmd verkefnisins.

Raflína

Tafla 3-35 : SN2 – lýsing framkvæmdar, raflína

Mastragerð

Framkvæmdin miðast við stöguð stálröramöstur, svokölluð M-möstur. Möstrin eru af sömu gerð og voru m.a. notuð í Kröflulínu 4. Þau eru sambærileg að lögun og möstur Suðurnesjalínu 1, nema hærri og breiðari, þar sem þau eru gerð fyrir 220 kV spennu. Nánar er fjallað um mastragerð í umhverfismati framkvæmdarinnar.
Mynd 3-17 : Fyrirhuguð mastragerð SN2 ásamt teikningu af mastri SN1
Mynd 3-17, til vinstri, sýnir teikningu af þeirri mastragerð sem ætlunin er að nota við lagningu Suðurnesjalínu 2. Meðalhæð mastra er um 22,6 metrar með 20 metra langri ofanáliggjandi brú, sem upphengibúnaður og leiðarar línunnar hanga í. Hægra megin á myndinni má svo sjá teikningu af þeirri mastragerð sem notuð er í Suðurnesjalínu 1.

Yfirlitsmynd línuleiðar/ eða tengivirkis

Mynd 3-18 : Einlínumynd Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesi að Rauðamel
Mynd 3-18 sýnir einlínumynd af áætlaðri Suðurnesjalínu 2. Línan fylgir núverandi línum að mestu leyti, nema í nágrenni Hamraness þar sem hún liggur í gegnum mögulegt framtíðartengivirki við Hrauntungur.

Hamranes tengivirki

Tafla 3-36 : SN2 - lýsing framkvæmdar, Hamranes

Rauðimelur tengivirki

Tafla 3 37 : SN2 – lýsing framkvæmdar, Rauðimelur

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið

Tafla 3-38 : SN2 – fjárhagslegar upplýsingar
Tafla 3-38 inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 2.329 mkr.
Erfitt er að leggja mat á kostnað vegna skertrar afhendingar á Suðurnesjum vegna framleiðslueininga sem þar eru, en Landsnet hefur ekki forsendur til að meta það tekjutap sem orkuframleiðendur verða fyrir ef núverandi tenging fer úr rekstri. Sem dæmi um annan kostnað sem samfélagið verður fyrir af völdum straumleysis á Suðurnesjum má nefna truflun sem varð þann 6. febrúar 2015, þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli straumleysi í 30 mínútur. Útreiknaður samfélagskostnaður af því atviki er rúmlega 100 milljónir ef notaðar eru tölur frá START-hópnum um kostnað vegna rafmagnsleysis og er þá ekki tekið tillit til þess kostnaðar sem orkuframleiðendur urðu fyrir.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun árs ð 2021 og að þeim ljúki seinni hluta árs 2022. Spennusetning er áætluð seinni hluta ársins 2022 og öllum frágangi á verkstað á að verða lokið á árinu 2022.
SN2_time.PNG

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga.
FM3-19.png
Mynd 3-19 : SN2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða
Mynd 3-19 sýnir mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Samkvæmt matinu hefur framkvæmdin mikil jákvæð áhrif á Öryggi, Áreiðanleika afhendingar og Hagkvæmni en einnig jákvæð áhrif á Gæði raforku og Skilvirkni. Ástæður þess eru þær að framkvæmdin leiðir beint af sér N-1 rekstur á Suðurnesjum, sem hefur mjög jákvæði áhrif á afhendingaröryggi. Einnig eykst stöðugleiki og kerfisstyrkur, auk þess sem sveigjanleiki kerfisins eykst með aukinni flutningsgetu. Skilvirkni eykst einnig til muna þar sem um tvær tengingar verður að ræða til Suðurnesja.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Tafla 3-39 : SN2 - samræmi við stefnu um línugerð
Tafla 3-39 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, en samkvæmt henni ber að meta jarðstrengskosti í meginflutningskerfinu þar sem ofangreind viðmið eiga við.
Vakin er athygli á því að kostnaðarhlutfall jarðstrengs í þéttbýli á aðeins við þann hluta jarðstrengsins sem liggur innan þéttbýlis í Hafnarfirði um 1,4 km að lengd. Kostnaður við þann strengbút hefur verið metinn sérstaklega og reyndist hlutfallið á þessum stað vera 1,45 x það sem loftlína á sama stað kostar. Þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni og stýrist af t.d. lengd, landslagsgerð, endabúnaði, mögulegum útjöfnunarbúnaði og fleira og því er ekki hægt að yfirfæra þetta hlutfall á aðra hluta þessarar leiðar, eða yfir á önnur verkefni. Í slíkum verkefnum er verð á jarðstrengslögnum og loftlínum alltaf metið sérstaklega og borið saman.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-40 : SN2 - samræmi við almenn atriði í stefnu

**	Minjar sem njóta verndar skv. 61. gr. eru: Votlendi, birkiskógar, eldhraun o.fl. jarðminjar, fossar og hverir.

Tafla 3-40 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Umhverfisáhrif valkosta

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif eru á landslag og ásýnd, jarðminjar og ferðaþjónustu. Áhrif á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg

FM3-20.png

Mynd 3-20 : Samantekt um áhrif aðalvalkostar um Suðurnesjalínu 2. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir miklum jákvæðum áhrifum.

Umhverfismat allra framlagðra valkosta má finna í matsskýrslu, en þar er fjallað um umhverfismat allra valkosta. Umhverfismati framkvæmdarinnar er lokið og nálgast má matsskýrslu á heimasíðu Landsnets.


Húsavík – ný tenging

Verkefnið snýr að uppsetningu á nýjum afhendingarstað fyrir raforku á Húsavík. Núverandi tenging Húsavíkur frá Laxá, Húsavíkurlína 1, er með allra elstu flutningslínum í kerfinu og hefur um nokkurn tíma staðið fyrir dyrum að endurnýja tenginguna við bæinn. Nokkrir valkostir hafa verið skoðaðir í þeim efnum og stóð valið um að tengja bæjarfélagið frá nýjum afhendingarstað við væntanlegt iðnaðarsvæðið á Bakka, leggja nýja línu frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla, eða endurnýja núverandi tengingu frá Laxá.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er endurnýjunaráætlun Landsnets, en núverandi tenging Húsavíkur við flutningskerfið er eitt af elstu mannvirkjum í eignastofni fyrirtækisins og hefur verið afskrifuð að fullu frá árinu 2009.

Umfang verkefnis

Verkefnið snýr að uppsetningu á 11 kV aflrofum í tengivirkinu á Bakka.

Rökstuðningur fyrir verkefni

Tafla 3-41 : Húsavík – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-41 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í Tafla 3-43 og Tafla 3-44.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í færslu á afhendingarstað Landsnets frá núverandi tengivirki á Húsavík yfir í nýtt tengivirki Landsnets að Bakka og að afhenda raforku á 11 kV spennu.

Tengivirki á Bakka

Tafla 3-42 : Húsavík - breytingar í tengivirki á Bakka

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-21 : Húsavík – einlínumynd verkefnis

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-43 : Húsavík – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á síðari hluta árs 2020 og að þeim ljúki ári seinna.
HUS_time.PNG

Markmið raforkulaga

Á Mynd 3-22 sést að framkvæmdin hefur verulega jákvæði áhrif á öryggi. Það er tilkomið vegna þess að hún leiðir beint af sér N-1 rekstur á Húsavík. Einnig eykst afhendingaröryggi á Húsavík sem leiðir til þess að framkvæmdin er metin hafa verulega jákvæð áhrif á markmið um áreiðanleiki afhendingar. Áhrif á gæði raforku eru metin óverulega jákvæð og er ástæða þess sú að spennusveiflur gætu haft áhrif á spennugæði á Húsavík. Hvað varðar markmið um skilvirkni eru áhrifin metin verulega jákvæð af þeirri ástæðu að ný mannvirki á Bakka, í grennd við Húsavík eru nýtt sem viðbót við núverandi flutningslínu. og auka þannig skilvirkni kerfisins.
Óvissa ríkir um hvaða áhrif rekstur kísilvers hefur á spennugæði á Bakka, en mælingar á spennugæðum standa yfir.
FM3-22.png
Mynd 3-22 : Húsavík – uppfylling markmiða

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Ekki er hægt að meta aukið afhendingaröryggi á Húsavík með sömu stuðlum og gert er fyrir línuframkvæmdir. Þó er ljóst að afhendingaröryggi mun aukast til muna, þar sem um verður að ræða N-1 afhendingu á Húsavík eftir að framkvæmdinni lýkur.

Samræmi við stefnu stjórnvalda línugerð

Stefna stjórnvalda um lagningu raflína á ekki við, þar sem einungis er um uppsetningu rofa í tengivirki að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-44 : Húsavík – samræmi við almenn atriði í stefnu
Einungis sex almenn atriði eiga við um framkvæmdina. Af þeim hafa fjögur verulega jákvæð áhrif, eitt jákvæð og eitt óveruleg. Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmd liggur um iðnaðarsvæði og síðan opið svæði. Raflínan fer ekki nærri íbúðabyggð, nema við tengivirkið í Húsavík. Engin verndarsvæði eru á línuleiðinni. Áhrifin eru verulega jákvæð á atvinnuuppbyggingu en óveruleg á aðra umhverfisþætti.

Vopnafjarðarlína 1 - endurbætur á línu

Verkefnið snýr að endurbótum á Vopnafjarðarlínu 1 sem er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að breyta línunni, sem er 66 kV háspennulína, er liggur frá tengivirkinu við Lagarfoss að tengivirki rétt við Vopnafjarðarbæ, í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi á Vopnafirði og einnig til að minnka slysahættu við rekstur og viðhald línunnar. Línan er tréstauralína og er heildarlengd rúmlega 58 km. Hún liggur meðfram Lagarfljóti og Jökulsá Brú í Hróarstungu í átt til sjávar. Línan þverar Hellisheiði eystri og fer niður Skinnugil og upp Búrið, sem er afar torfarið og hættulegt á veturna. Ofan af Hellisheiði eystri liggur línan inn Vopnafjörð og í tengivirkið norðan megin við fjörðinn. Línan var tekin í notkun árið 1980.

Tilurð og markmið verkefnis

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets og snýr að hlutaendurnýjun á 66 kV háspennulínu. Á Hellisheiði eystri er Vopnafjarðalína 1 sem er eina tenging Vopnafjarðar við meginflutningskerfið. Línan er útsett fyrir mikilli ísingu á köflum ásamt því að liggja um svæði þar sem búast má við snjóflóðum. Í ljósi þessara ástæðna hefur verið skoðað, hvort auka megi persónuöryggi starfsmanna, sem sinna viðhaldi og rekstri línunnar, ásamt því að fækka rekstrartruflunum og minnka kostnað vegna erfiðra og áhættusamra viðgerða við slæmar aðstæður. Línan liggur yfir fjallgarð með bröttum hlíðum og hafa skapast afar erfiðar aðstæður við lagfæringar á línunni, þegar hún hefur skaðast í slæmum veðrum. Einkum er erfitt að ferðast að línunni á svokölluðu Búri þar sem fara þarf um brattar fjallshlíðar og oft í miklum snjó með tilheyrandi snjóflóðahættu.
Línan er tæplega 40 ára gömul og á enn töluvert eftir af skilgreindum líftíma (50 ár). Reiknaður heilsufarsstuðull bendir til að línan sé í þokkalegu ástandi, en hún hefur þó farið nokkru sinnum úr rekstri vegna veðurs og skemmda á undanförnum árum. Undanfarin 10 ár hafa verið nokkrar truflanir og bilanir á línunni, en árið 2014 var erfitt rekstrarár, þegar línan bilaði átta sinnum og þurfti að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á henni. Viðvarandi ísinga- og stormverður var á NA-landi frá áramótum og fram í apríl það ár. Aðstæður til viðgerða voru afar erfiðar, mikil snjóflóðahætta og mjög erfitt að komast um svæðið með búnað til viðgerða. Persónuöryggi starfsmanna var ógnað og urðu tafir á viðgerðum af þeim völdum.
Framkvæmt var áhættumat fyrir línuna, þar sem metnar voru líkur á bilunum ákveðnum hlutum hennar og afleiðingar þeirra út frá áhættumatsferli Landsnets.
Niðurstaða matsins sýnir, að veruleg áhætta er á, að alvarleg slys geti átt sér stað við rekstur línunnar og áframhaldandi rekstrartruflunum, ef ekkert verður að gert. Alls voru 7 atvik á rauðu (hæsta alvarleikastig) og 5 atvik af næst hæsta alvarleikastigi. Áhættumatið var svo endurtekið þegar búið var að gera ráð fyrir jarðstreng samkvæmt tillögu sem lýst er í aðalvalkosti, frá stæðu nr. 196 og að stæðu 274. Endurtekið áhættumat sýnir að verulega dregur úr hættu starfsmanna og mögulegum rekstrartruflunum við strenglagningu línunnar á þessum stað og eru engin atvik lengur af tveimur alvarlegustu alvarleikastigum.

Umfang verkefnis

Verkefnið snýst um að leggja jarðstreng frá stæðu 196 rétt norðan við veginn yfir Hellisheiði, að mestu meðfram veginum yfir heiðina að stæðu númer 274 undir Vindfellshálsi. Leiðin er u.þ.b. 9,6 km löng, þar sem hún fer yfir Hellisheiði eystri og niður í Vopnafjörð. Að breyta línunni að hluta í jarðstreng er í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og eykur persónuöryggi þeirra starfsmanna er sinna línu viðhaldi. Gera má ráð fyrir að áhrif veðurs á rekstur línunnar minnki og þar með er öryggi raforkuflutnings aukið.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og er í samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína hefur verið valinn sem framlagður aðalvalkostur í framkvæmdaáætlun. Það er einnig sá valkostur sem hefur í för með sér mest jákvæð áhrif á persónuöryggi starfsmanna sem sinna viðhaldi og viðgerðum á línunni sem er ein af aðalástæðum þess að ákveðið var að ráðast í framkvæmdina.

Tafla 3-45 : VP1 – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-45 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í Tafla 3-47, Tafla 3-48 og Tafla 3-49.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í að leggja hluta línunnar í jörð, þar sem hún fer yfir Hellisheiði eystri, samtals um 10 km. Tveimur möstrum í línunni verður breytt í endamöstur þar sem línan fer úr loftlínu í jarðstreng og síðan aftur í loftlínu. Settur verður upp samtengibúnaður fyrir loftlínu og jarðstreng á þessum tveimur stöðum.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-23 : Einlínumynd af VP1 sem verkefnið nær yfir
Mynd 3-23 sýnir einlínumynd af Vopnafjarðarlínu 1. Jarðstrengsleiðin fylgir að mestu núverandi þjóðvegi, þar sem hann fer yfir heiðina, en þverar veginn á nokkrum stöðum til að krækja hjá giljum og bröttu landi. Vestan við Dalsá, norðan við Eyvindarstaði, mun strengurinn liggja eftir gömlum vegi að þeim stað sem hann tengist loftlínunni.

Raflína

Tafla 3-46 : VP1 – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Ekki er þörf á sérstökum búnaði til launaflsútjöfnunar.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-47 : VP1 – fjárhagslegar upplýsingar
Tafla 3-47 sýnir fjárhagsleg áhrif af fjárfestingunni sem fylgir verkefninu. Áhrifin koma eingöngu fram í gjaldskrá til dreifiveitna, þar sem að Vopnafjarðarlína 1 er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum. Heildarkostnaður við verkefnið er 490 milljónir króna.
Vopnafjarðarlína hefur verið úti í tæpa 18 sólarhringa síðan 2007. Á tímabilinu janúar – febrúar 2014 var línan úti í tæpa 10 sólarhringa af þessum 18. Heildarkostnaður vegna þessa er skv. tölum frá START hópnum um 175 milljónir króna. Ástæðan fyrir því að kostnaðurinn er ekki hærri en raun ber vitni, er sú að á Vopnafirði er 6 MW varaaflsstöð. Hún hefur á þessum tíma framleitt um 1.100 MWh með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda. Beinn kostnaður vegna þessa er áætlaður um 32 milljónir króna.
Heildarkostnaður vegna útleysinga á VP1 er því rúmar 200 milljónir króna síðan 2007.

Tímaáætlun

Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2021 og línan verði spennusett þá um haustið. Lokafrágangi eftir framkvæmdir mun ljúka á vordögum 2022.
VP1_time.PNG

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig báðir valkostir uppfylla markmið raforkulaga.
FM3-24.png
Mynd 3-24 : VP1 - Uppfylling markmiða Raforkulaga
Mynd 3-24 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Framkvæmdin er talin hafa jákvæð áhrif á markmið um öryggi og áreiðanleika afhendingar þar sem afhendingaröryggi eykst vegna þess að gert er ráð fyrir verulegri fækkun truflana vegna veðurs. Áhrif á gæði raforku og skilvirkni eru talin vera óveruleg.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Framkvæmdin hefur ekki áhrif á flutningstöp.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Þeir stuðlar sem notaðir eru við að meta afhendingaröryggi breytast ekki þar sem eingöngu er um hlutaendurnýjun línu að ræða. Þó má reikna með bættu afhendingaröryggi á Vopnafirði þar sem erfiðum hluta línunnar sem er útsettur fyrir ísingu verður breytt í jarðstrengslögn.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Tafla 3-48 : VP1 – samræmi við stefnu um línugerð
Tafla 3-48 staðfestir að strenglagning lína í svæðisbundnu flutningskerfunum við endurnýjun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Skv. stefnunni má jarðstrengslögn ekki vera meira en tvisvar sinnum dýrari en sambærileg loftlína. Verðið er fengið úr verðbanka Landsnets og miðast við kostnað vegna lagningar nýrrar 66 kV loftlínu við svipaðar aðstæður og eru á viðkomandi verkstað. Skv. verðbankanum er verð nýrrar loftlínu 485 milljónir króna sem er 103% af verði jarðstrengslagnarinna. Jarðstrengslagningin er því í samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-49 : VP1 – samræmi við almenn atriði í stefnu
Verkefnið er í samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Áhrif þess eru metin frá því að vera óveruleg og upp í það að vera verulega jákvæð.

Umhverfisáhrif valkosta

Framkvæmd kann að hafa neikvæð áhrif á lífríki. Árif á aðra umhverfisþætti er líklegt til að vera óveruleg.
FM3-25.png
Mynd 3-25 : Samantekt um áhrif Vopnafjarðarlínu. Óvissa er um menningarminjar. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Reykjanesvirkjun – Stækkun tengivirkis

HS-Orka hefur í hyggju að stækka núverandi gufuaflsvirkjun á Reykjanesi um eina vél. Til að hægt sé að tengja vélina við flutningskerfið stendur til að byggja nýtt tengivirki á Reykjanesi.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Vegna aukinnar raforkunotkunar á Suðurnesjum er 132 kV flutningskerfið á SV-horninu orðið þungt lestað. Innmötunargeta af 220 kV kerfinu inn á 132 kV kerfið (á Geithálsi og í Hamranesi) stefnir í það að verða takmarkandi. Undirbúningur er hafinn að stækkun Reykjanesvirkjunar, en fyrirhugað er að taka 30 MW lágþrýstivél í rekstur um áramótin 2021/2022. HS Orka hefur óskað eftir tengisamningi við Landsnet vegna þessarar stækkunar og er samningur í vinnslu.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að byggingu nýs tveggja rofa tengivirkis við hlið núverandi virkis.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem uppfyllir markmið framkvæmdarinnar ásamt því að uppfylla best markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda hefur verið valinn sem framlagður valkostur.
Tafla 3-50 : REY – rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis við hlið núverandi virkis þar sem settir verða upp tveir nýir rofareitir fyrir nýju vélina ásamt tengingu við eldra virki.

Tengivirki á Njarðvíkurheiði

Tafla 3-51 : REY – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-26 : Einlínumynd af tengivirkinu í Reykjanesvirkjun
Mynd 3-26 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Suðurnesjum með stækkun Reykjanesvirkjunar.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-52 : REY – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist seinni hluta árs 2021 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2022.
REY_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna stækkunar á Reykjanesvirkjun. Auk aðalvalkosts var skoðuð sú lausn að bæta rofa við núverandi virki fyrir nýju vélina en einnig að byggja nýtt tengivirki svipað og í aðalvalkosti nema á 132 kV spennu og flytja allt gamla virkið yfir í það nýja.
Tafla 3-53 : REY – lýsing á valkostum

Fjárhagslegur samanburður valkosta

Tafla 3-54 : REY – fjárhagslegur samanburður valkosta
Valkostur 3 var ekki metin út frá markmiðum raforkulaga þar sem honum var hafnað af viðskiptavini Landsnets vegna þess að hann uppfyllti ekki þær kröfur sem viðskiptavinur setti um áreiðanleika og tiltæki.

Markmið raforkulaga

Grunnástand kerfisins er metið með Suðurnesjalínu 2 í rekstri á 132 kV spennu.
Öryggi
Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.
Tafla 3-55 : REY – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi
Tafla 3-55 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið lágt sökum þess að Reykjanesvirkjun tengist flutningskerfinu með einni flutningslínu RM1. Það er einnig ástæða þess að grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing á virkjuninni getur valdið talsverðum óstöðugleika sem getur komið af stað keðjuverkandi útleysingum á svæðinu, þ.m.t. á Höfuðborgarsvæðinu. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn nokkuð lágur þar sem Rauðimelur er nokkuð nálægt Skógfellahrauni skv. korti frá Veðurstofu Íslands en Rauðimelur er mjög mikilvægt tengivirki fyrir kerfið á Suðurnesjum.
Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti sem ná yfir öryggi metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-56 : REY – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi
Tafla 3-56 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostsins á Tvítengingar afhendingarstaða metin lítil. Ástæður þess eru að virkjunin verður áfram bara tengd með einni línu, RM1. Stöðugleiki mun aukast lítillega við framkvæmdina í báðum valkostum sökum þess að líkur á því að virkjunin leysi öll út munu minnka þar sem verið er að fjölga vélum og það minnkar líkurnar á keðjuverkandi útleysingum á svæðinu. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin lág fyrir báða valkosti ný mannvirki verða áfram nærri áhrifasvæðinu.
Áreiðanleiki afhendingar
Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Sem liður í því mati er lagt mat á grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru við mat á markmiði um áreiðanleika afhendingar.
Tafla 3-57 : REY – grunnástand matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-57 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í næstlægsta flokki vegna flutningstakmarkana í skertu kerfi. Með því að reka SN2 á 132 kV er talið að eingöngu sé hægt að auka forgangsálag um 30 MW. Grunnástand fyrir Ótiltæki er einnig metið í næstlægsta flokki þar sem ótiltæki eininga kallar á skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er hins vegar metið nokkuð hátt þar sem truflanir valda eingöngu skerðingum á skerðanlegum flutning.
Með kerfisgreiningum eru áhrif valkostanna á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-58 : REY – áhrif valkosta á áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-58 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif valkostanna á flöskuhálsa eru metin lág þar sem stækkun virkjunar hefur lítil áhrif á flöskuhálsa vegna fyrirkomulagi á flutningslínum. Áhrif á ótiltæki er miðlungs þar sem stækkun virkis verður með tvöföldum tein í báðum valkostum. Áhrif valkosta 1 og 2 á áreiðanleikastuðla eru sömuleiðis metin vera miðlungs. Þess má geta að fyrirkomulag valkostanna á tiltæki vegna viðhalds fer úr 1 af 7 í 4 af 7 samkvæmt viðmiðum Cigre 585.
Gæði raforku
Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Sem liður í því mati hefur grunnástand verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.
Tafla 3-59 : REY – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku
Tafla 3-59 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Fitjar en það er metið miðlungs. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið talsvert þar sem mælt spennuþrep er innan marka. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið miðlungs og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er undir 1 pu á Fitjum.
Til að meta áhrif skoðaðra valkosta á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla gæði raforku hafa verið framkvæmdar kerfisgreiningar þar sem áhrif allra valkosta á matsþættina eru rannsökuð. Niðurstaða matsins er eftirfarandi:
Tafla 3-60 : REY – áhrif valkosta á gæði raforku
Tafla 3-60 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk metin nokkuð lág þar sem skammhlaupsaflið á Fitjum hækkar um 5% í báðum valkostum. Áhrif beggja valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin lítil þar sem grunnástandið fyrir þessi atriði voru mæld innan marka og valkostirnir breyta ástandinu á því lítið.
Skilvirkni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.
Tafla 3-61 : REY – grunnástand matsþátta fyrir skilvirkni
Tafla 3-61 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir Skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið talsvert. Flutningstöp voru reiknuð fyrir allar helstu línurnar á Reykjanesi (SN1, MF1, SM1 og RM1) og voru þau rúmlega helmingi lægri en meðaltöp kerfisins alls. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið miðlungs. Erfitt reyndist að meta kostnað vegna truflana og skerðinga þar sem ekki er komin reynsla á kerfið með SN2 í rekstri. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið sem nokkuð lágt af þeirri ástæðu að flutningskerfið takmarkar ekki keyrslu núverandi virkjana á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, en aftur á móti eru möguleikar fyrirhuguðum stækkunum virkjana á svæðinu takmarkaðir.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-62 : REY – einkenni áhrifa valkosta á skilvirkni
Tafla 3-62 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosts eru á matsþætti fyrir Skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin miðlungs í valkosti 1 og lág í valkosti 2. Mestu áhrifin voru á RM1 í valkosti 1 þar sem sú lína var spennuhækkuð og minnkuðu töpin í þeirri línu um rúm 50%. Áhrifin voru hverfandi á aðrar línur. Áhrif beggja valkosta á Truflanir og skerðingar metin miðlungs. Ástæða þess er að það minnka líkur á því að Reykjanesvirkjun fari út í heilu lagi með nýju fyrirkomulagi.. Áhrif allra valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana er einnig metin miðlungs vegna þess að með framkvæmdinni, óháð valkostum, eykst orkuvinnslu á svæðinu.
Hagkvæmni
Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.
Tafla 3-63 : REY – grunnástand matsþátta fyrir hagkvæmni
Tafla 3-63 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um Hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda metið miðlungs vegna takmarkaðra möguleika á orkuskiptum. Grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta er metið lágt þar sem rýmdin er undir 100% á Reykjanesi.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-64 : REY – áhrif valkosta á hagkvæmni
Tafla 3-64 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á matsþáttinn Rýmd í flutningskerfinu metin nokkuð lág þar sem hún eykst lítillega en er ennþá undir 100%.
Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin miðlungs fyrir valkost 1 en nokkuð lág fyrir valkost 2 og er ástæða þess sú að þeir styðja báðir við rafvæðingu samgangna og fiskimjölsiðnaðar en mismikið.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-27.png
Mynd 3-27 : REY – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1
FM3-28.png
Mynd 3-28 : REY – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Tafla 3-65 : Reykjanesvirkjun - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmd er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti. Deiliskipulag lóðar fyrir tengivirki við Reykjanesvirkjun er á Aðalskipulagi Grindavíkur.

Niðurstaða valkostagreiningar

Báðir skoðaðir valkostir uppfylla meginmarkmið framkvæmdarinnar sem snýr að aukinni flutningsgetu inn á flutningskerfið á Reykjanesi, ásamt því að styðja við orkuskipti á svæðinu. Niðurstaða kerfislegrar áhættugreiningar sýnir að stækkun tengivirkis á 220 kV spennu kemur betur út heldur en að keyra virkjunina á 132 kV. Á grundvelli samanburðar á kerfislegum og hagrænum þáttum er því lagt til að byggt verði 220 kV tengivirki við Reykjanesvirkjun með gaseinangruðum rofabúnaði.

Hrútatunga – Endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýst um það að endurnýja tengivirkið í Hrútatungu, en tengivirkið er eitt af mikilvægustu tengivirkjum á Byggðalínunni. Að hluta til heldur það saman hringtengingu flutningskerfisins ásamt því að tengja Vestfirði við meginflutningskerfið. Því er ljóst að hlutverk virkisins er mikilvægt í að tryggja orkuafhendingu á svæðinu og stöðugleika raforkukerfisins. Búnaður í tengivirkinu í Hrútatungu er að mestu leyti upphaflegur frá árinu 1979 og 1981 og er kominn á skilgreindan lífaldur sinn, 40 ár. Aflrofinn fyrir Laxárvatnslínu 1 (LV1) var þó endurnýjaður 2016.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Ástand eldri búnaðar í tengivirkinu í Hrútatungu er almennt ekki gott og hefur gengið misvel að reka búnað þennan í gegnum tíðina. Nú er svo komið, að hvorki er hægt að fá varahluti né sérfræðiþjónustu fyrir búnaðinn sökum aldurs. Þá er umtalsverð hætta á rekstrartruflunum vegna aukinna líka á bilunum í þetta gömlum búnaði eins og sýndi sig í miklu seltuveðri í desember 2019. Áreiðanleiki flutnings raforku um tengivirkið í Hrútatungu fer því minnkandi með auknum aldri og viðbragð við bilunum er takmarkað vegna aðgengis að varahlutum og sérþekkingu. Auk þessa hefur Landsnet þurft að glíma við spennuvandamál tengd Hrútatungu í truflanatilvikum sem hægt væri að laga með tilkomu þéttis í virkið.

Framlagður aðalvalkostur

Heildarendurnýjun á 132 kV tengivirki Hrútatungu með fimm yfirbyggðum rofareitum ásamt teinatengi og þétti.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að byggja nýtt yfirbyggt 132 kV tengivirki í stað þess gamla. Meginmarkmið verkefnisins er að stuðlað að bættu afhendingaröryggi á Vestfjörðum og á stöðum tengdum byggðalínunni.
Tafla 3-66 : Hrútatunga – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-66 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-81, Mynd 3-30 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í byggingu nýs tengivirkis í Hrútatungu og tengingu núverandi lína og spennis við tengivirkið ásamt niðurrifi á eldra tengivirki.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-29 : Hrútatunga – einlínumynd

Tengivirki

Tafla 3-67 : Hrútatunga – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-68 : Hrútatunga – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þriðja ársfjórðungi 2021 og að þeim ljúki í byrjun árs 2023. Spennusetning er ráðgerð á fyrsta ársfjórðungi 2023 og verður frágangi við lóð lokið á svipuðum tíma.
HRU_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir tveir meginvalkostir til skoðunar sem báðir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
Tafla 3-69 : Hrútatunga – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

Tafla 3-70 : Hrútatunga – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.
Tafla 3-71 : Hrútatunga – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi
Tafla 3-71 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið nokkuð hátt þar sem Hrútatunga er hluti af byggðalínuhringnum og því með tvær tengingar auk Vesturlínu. Grunnástand Stöðugleika er metið miðlungs þar sem byggðalínan er frekar viðkvæm þrátt fyrir að vera að hluta til möskvuð. Grunnástand fyrir Náttúruvá er metið nokkuð lágt þar sem ekki er um að ræða augljósa hættu af völdum náttúrvár á áhrifasvæði framkvæmdarinnar en tengivirkið er mjög útsett fyrir veðri, sérstaklega seltu.
Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-72 : Hrútatunga – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi
Tafla 3-72 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni hefur valkostur 1 miðlungs áhrif á tvítengingu þar sem gert verður ráð fyrir tvöföldum tein í nýju virki sem hefur líka miðlungs áhrif á stöðugleika. Áhrif valkostar 1 á náttúruvá er með nokkuð hátt þar sem virkið verður yfirbyggt. Valkostur 2 hefur lítil áhrif á grunnástandið en þó eykst stöðugleikinn aðeins þar sem verið er að skipta út gömlum búnaði fyrir nýjan.
Áreiðanleiki afhendingar
Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.
Tafla 3-73 : Hrútatunga – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-73 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið nokkuð lágt þar sem Snið IIIb hefur takmarkandi áhrif á flutningsgetu til Hrútatungu. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið lágt þar sem ótiltæki virkisins í Hrútatungu veldur algjöru straumleysi á Vestfjörðum og í Dalabyggð. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er einnig metið lágt þar sem truflanir í Hrútatungu voru mjög miklar í desember 2019 þegar allt virkið fór út í nokkur skipti vegna seltu og ísingaveðurs.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-74 : Hrútatunga – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-74 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif beggja valkosta á Flöskuhálsa eru metin lítil þar sem tengivirkið hefur engin áhrif á flöskuhálsa. Áhrif á Ótiltæki eru metin há fyrir valkost 1 en nokkuð lág fyrir valkost 2 þar sem ótiltækistuðull fyrir yfirbyggðan búnað er lægri en fyrir úti búnað. Sama má segja um áhrif valkostanna á Áreiðanleikastuðla þar sem valkostur 1 mælist betri en valkostur 2.
Gæði raforku
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.
Tafla 3-75 : Hrútatunga – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku
Tafla 3-75 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir kerfisstyrk er nokkuð lítið, þar sem skammhlaupsaflið í Hrútatungu er lægra en 1000 MVA. Grunnástand fyrir Spennusveiflur/spennuþrep er metið miðlungs þar sem kerfið á staðnum ræður vel við spennusetningu núverandi lína. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið nokkuð hátt og er ástæða þess sú að spennuvandamál eru ekki til staðar á svæðinu.
Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-76 : Hrútatunga – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku
Tafla 3-76 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk, Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér.
Skilvirkni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.
Tafla 3-77 : Hrútatunga – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni
Tafla 3-77 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést í töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Ástæða þessa er sú að töpin á byggðalínunni eru rétt yfir meðaltöpum í kerfinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið lágt þar sem þó nokkuð er um truflanir og START-kostnaður vegna þeirra er yfir meðallagi. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið nokkuð lágt og er helsta ástæða þess að kerfið tengt Hrútatungu á erfitt með að taka við nýjum virkjunum vegna flutningstakmarkana.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-78 : Hrútatunga – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni
Tafla 3-78 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Flutningstöp og Nýtingu virkjana lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér. Áhrif valkostanna á Truflanir og skerðingar metin há fyrir valkost 1 og miðlungs fyrir valkost 2. Ástæða þess er að það eru minni truflanir á yfirbyggðum tengivirkjum en á útivirkjum.
Hagkvæmni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.
Tafla 3-79 : Hrútatunga – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni
Tafla 3-79 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda metið nokkuð lágt og er ástæða þess að keyrsla varaafls á Vestfjörðum er þó nokkur. Grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta er metið lágt og er ástæða þess sú að rýmdin á svæðinu er undir 100%.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-80 : Hrútatunga – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni
Tafla 3-80 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda metin nokkuð lág fyrir valkost 2 og er ástæða þess sú að hann bætir ástandið að einhverju leyti með nýjum búnaði en er ennþá útsettur fyrir veðri. Hins vegar munu truflanir verða mun minni fyrir valkost 1 og þannig eru áhrif hans metin nokkuð há á Losun gróðurhúsalofttegunda þar sem minni truflanir minnka keyrslu varaafls. Áhrif valkosta á matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta eru lítil vegna þar sem framkvæmdin hefur engin áhrif á mögulega aukningu í kerfinu.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-30.png
Mynd 3-30 : Hrútatunga – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga
FM3-31.png
Mynd 3-31 : Hrútatunga – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við þar sem einungis er um byggingu tengivirkis að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-81 : Hrútatunga - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í meginflutningskerfinu. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið tveir valkostir við endurnýjun virkisins. Valkostur 1 sem er yfirbyggt nýtt tengivirki í stað þess gamla kemur töluvert betur út úr samanburðinum á niðurstöðu mats á uppfyllingu markmiða raforkulaga. Valkostur 2 er ódýrari en hefur lítil áhrif á grunnástandið.
Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 1 sé sá valkostur sem betur uppfylli öll markmið og samræmist stefnu stjórnvalda.

Njarðvíkurheiði – Nýtt tengivirki

Verkefnið snýr að byggingu nýs 220 kV tengivirkis í meginflutningskerfinu á Reykjanesi. Samkvæmt áætlunum Landsnets þá er fyrirhuguð spennusetning á Suðurnesjalínu 2 í lok árs 2021. Línan verður byggð sem 220 kV loftlína og til þess að reka hana á því spennustigi er nauðsynlegt að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Reykjanesi. Upphaflega stóð til að reka Suðurnesjalínu 2 á 132 kV spennu fyrstu árin, en þar sem bygging hennar hefur dregist um mörg ár, er komið að þeim tímapunkti að nauðsynlegt verður að reka hana strax á 220 kV spennu. Heppileg staðsetning fyrir slíkt tengivirki er þar sem Suðurnesjalína 1 og Fitjalína 1 mætast á Njarðvíkurheiði.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Vegna aukinnar raforkunotkunar á Suðurnesjum er 132 kV flutningskerfið á SV-horninu orðið þungt lestað. Innmötunargeta af 220 kV kerfinu inn á 132 kV kerfið (á Geithálsi og í Hamranesi) stefnir í það að verða takmarkandi. Undirbúningur er hafinn að tengingu stækkunar Reykjanesvirkjunar, en fyrirhugað er að taka 30 MW lágþrýstivél í rekstur í upphafi árs 2021. Auk þess er áformuð endurnýjun í Svartsengi sem mun auka vinnslugetuna þar um 12 – 15 MW frá og með árinu 2022. Eins og kunnugt er liggur einungis ein flutningslína til Suðurnesja. Suðurnesjalína 1 er 132 kV lína milli Hamraness og Fitja og flutningsgeta hennar er um 100 MVA. Til þess að ráða bót á því vinnur Landsnet nú að undirbúningi Suðurnesjalínu 2, sem verður 220 kV lína milli Hamraness og Rauðamels. Til þess að það hægt sé að reka hana á 220 kV verður að byggja nýtt tengivirki á Reykjanesi.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að byggingu nýs tengivirkis, sem mun bera heitið Njarðvíkurheiði (NJA). Í virkinu verður 220 kV gaseinangraður (GIS) rofabúnaður með fjórum rofareitum ásamt möguleika á að stækka um tvo reiti. Í virkinu verða einnig tveir 220/132 kV aflspennar. Fjórir 132 kV GIS rofareitir verða í tengivirkinu og mögulegt að stækka 132 kV rofabúnaðinn.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem uppfyllir markmið framkvæmdarinnar ásamt því að uppfylla best markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda hefur verið valinn sem framlagður valkostur.
Tafla 3-82 : NJA – rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis á Njarðvíkurheiði þar sem settir verða upp fjórir 220 kV rofareitir og fimm 132 kV rofareitir ásamt tveimur 220/132 kV millisambandsspennum. Tengivirkisbyggingin verður reist með nægjanlegt rými til að bæta við rofareitum síðar.

Tengivirki á Njarðvíkurheiði

Tafla 3-83 : NJA – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-32 : Einlínumynd af flutningsvirkinu á Njarðvíkurheiði
Mynd 3-32 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Suðurnesjum með nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði þar sem SN1 og MF1 mætast.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-84 : NJA – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist mitt árið 2021 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2022.
NJA_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna styrkingar á flutningskerfinu á Reykjanesi. Auk aðalvalkosts var skoðuð sú lausn að tengja Suðurnesjalínu 2 í Rauðamel og hækka rekstrarspennu tengivirkisins þar í 220 kV. Að lokum var skoðaður sá möguleiki að stækka tengivirkið á Fitjum og bæta þar við 220 kV búnaði til þess að geta rekið SN2 á 220 kV.
Tafla 3-85 : NJA – lýsing á valkostum

Fjárhagslegur samanburður valkosta

Tafla 3-86 : NJA – fjárhagslegur samanburður valkosta
Nauðsynlegt var að útiloka Valkost 3 þar sem tengivirkið Rauðimelur er byggt á vatnsverndarsvæði. Það er því ekki mögulegt að setja þar upp millisambandsspenna þar sem þeir þurfa að vera olíufylltir en slíkt er með öllu bannað á vatnsverndarsvæðum. Þessir spennar eru hins vegar nauðsynlegir til þess að tengja saman fyrirhugaðan 220 kV búnað og núverandi 132 kV flutningskerfi.

Markmið raforkulaga

Til þess að meta grunnástand matsþátta fyrir markmið raforkulaga þá er gert ráð fyrir að búið sé að byggja Suðurnesjalínu 2 og hún rekin á 132 kV spennu.
Öryggi
Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.
Tafla 3-87 : NJA – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi
Tafla 3-87 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í næsthæsta flokki sökum þess að Suðurnesin tengjast flutningskerfinu með tveimur tengingum eftir tilkomu SN2. Ástæða þess að það er ekki metið í hæsta flokki er að virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi eru báðar áfram tengdar með einni línu. Það er einnig ástæða þess að grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing á annari virkjuninni getur valdið talsverðum óstöðugleika sem getur komið af stað keðjuverkandi útleysingum á svæðinu, þ.m.t. á Höfuðborgarsvæðinu. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn nokkuð lágur þar sem Rauðimelur er nokkuð nálægt Skógfellahrauni skv. korti frá Veðurstofu Íslands en Rauðimelur er mjög mikilvægt tengivirki fyrir kerfið á Suðurnesjum.
Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti sem ná yfir öryggi metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-88 : NJA – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi
Tafla 3-88 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostsins á Tvítengingar afhendingarstaða metin miðlungs. Ástæður þess eru að Suðurnesjalína 2 verður rekin á hærri spennu sem styrkir tvítengingu svæðisins í báðum valkostum. Stöðugleiki mun einnig aukast talsvert við framkvæmdina í öllum valkostum sökum þess að líkur á útleysingum vegna yfirálags munu minnka og það minnkar líkurnar á keðjuverkandi útleysingum á svæðinu. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin lág fyrir báða valkosti ný mannvirki verða áfram nærri áhrifasvæðinu.
Áreiðanleiki afhendingar
Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Sem liður í því mati er lagt mat á grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru við mat á markmiði um áreiðanleika afhendingar.
Tafla 3-89 : NJA – grunnástand matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-89 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í næstlægsta flokki vegna flutningstakmarkana í skertu kerfi. Með því að reka SN2 á 132 kV er talið að eingöngu sé hægt að auka forgangsálag um 30 MW. Grunnástand fyrir Ótiltæki er einnig metið í næstlægsta flokki þar sem ótiltæki eininga kallar á skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er hins vegar metið nokkuð hátt þar sem truflanir valda eingöngu skerðingum á skerðanlegum flutning.
Með kerfisgreiningum eru áhrif valkostanna á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-90 : NJA – áhrif valkosta á áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-90 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif valkostanna á flöskuhálsa eru metin há, þar sem SN2 rekin á 220 kV mun auka verulega aflgetu inn á svæðið. Áhrif á ótiltæki er talsvert í valkostunum þar sem ótiltækistuðlar fyrir 220 kV línur er lægri en hjá 132 kV línum. Einnig verða tveir 220/132 kV aflspennar í báðum valkostum og hefur það því ekki áhrif til hækkunar þrátt fyrir að ótiltækistuðlar fyrir þá séu hlutfallslega háir. Áhrif valkosta 1 og 2 á áreiðanleikastuðla eru ekki mælanleg og því metin vera lítil.
Gæði raforku
Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Sem liður í því mati hefur grunnástand verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.
Tafla 3-91 : NJA – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku
Tafla 3-91 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Fitjar en það er metið miðlungs. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið talsvert þar sem mælt spennuþrep er innan marka. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið miðlungs og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er undir 1 pu á Fitjum.
Til að meta áhrif skoðaðra valkosta á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla gæði raforku hafa verið framkvæmdar kerfisgreiningar þar sem áhrif allra valkosta á matsþættina eru rannsökuð. Niðurstaða matsins er eftirfarandi:
Tafla 3-92 : NJA – áhrif valkosta á gæði raforku
Tafla 3-92 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk metin nokkuð lág þar sem skammhlaupsaflið á Fitjum hækkar um 5% í báðum valkostum. Áhrif beggja valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin lítil þar sem grunnástandið fyrir þessi atriði voru mæld innan marka og valkostirnir breyta ástandinu á því lítið.
Skilvirkni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.
Tafla 3-93 : NJA – grunnástand matsþátta fyrir skilvirkni
Tafla 3-93 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir Skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið talsvert. Flutningstöp voru reiknuð fyrir allar helstu línurnar á Reykjanesi (SN1, MF1, SM1 og RM1) og voru þau rúmlega helmingi lægri en meðaltöp kerfisins alls. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið miðlungs. Erfitt reyndist að meta kostnað vegna truflana og skerðinga þar sem ekki er komin reynsla á kerfið með SN2 í rekstri Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið sem nokkuð lágt af þeirri ástæðu að flutningskerfið takmarkar ekki keyrslu núverandi virkjana á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, en aftur á móti eru möguleikar fyrirhuguðum stækkunum virkjana á svæðinu takmarkaðir.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-94 : NJA – einkenni áhrifa valkosta á skilvirkni
Tafla 3-94 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosts eru á matsþætti fyrir Skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin nokkuð lág. Mestu áhrifin voru á RM1 þar sem sú lína var spennuhækkuð og minnkuðu töpin í þeirri línu um rúm 50%. Áhrifin voru hverfandi á aðrar línur. Áhrif beggja valkosta á Truflanir og skerðingar metin miðlungs. Ástæða þess er að skerðingar á Reykjanesi munu minnka talsvert við framkvæmdina óháð valkosti. Áhrif allra valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana er einnig metin miðlungs vegna þess að með framkvæmdinni, óháð valkostum, mun myndast svigrúm fyrir aukna orkuvinnslu á svæðinu.
Hagkvæmni
Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.
Tafla 3-95 : NJA – grunnástand matsþátta fyrir hagkvæmni
Tafla 3-95 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um Hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er einnig metið miðlungs vegna takmarkaðra möguleika á orkuskiptum. Grunnástand fyrir matsþáttinn Aukning flutningsmagns er metið nokkuð lágt þar sem ekki er mögulegt að bæta við 50 MW stórnotanda á svæðið.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-96 : NJA – áhrif valkosta á hagkvæmni
Tafla 3-96 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru Hlutfallsleg afhendingargeta eru metin há vegna þess að valkostirnir hafa báðir bein áhrif á mögulega aukningu í kerfinu, afhendingargeta afhendingarstaða á svæðinu eykst upp í rúmlega 200% rýmd.
Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin töluverð og er ástæða þess sú að þeir styðja báðir við rafvæðingu samgangna og fiskimjölsiðnaðar. Áhrif valkosta á matsþáttinn Aukning flutningsmagns

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-33.png
Mynd 3-33 : NJA – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1
FM3-34.png
Mynd 3-34 : NJA – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Tafla 3-97 : NJA – Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmd er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti. Deiliskipulag lóðar fyrir tengivirki á Njarðvíkurheiði er á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar en það var samþykkt 21.5.2013.

Niðurstaða valkostagreiningar

Báðir skoðaðir valkostir uppfylla meginmarkmið framkvæmdarinnar sem snýr að aukinni flutningsgetu inn á flutningskerfið á Reykjanesi, ásamt því að styðja við orkuskipti á svæðinu. Niðurstaða kerfislegrar áhættugreiningar sýnir að bygging nýs tengivirkis við Njarðvíkurheiði kemur eins út og stækkun tengivirkis á Fitjum. Njarðvíkurheiði er þó talin álitlegri kostur vegna kostnaðar og meiri nálægðar Fitja við byggð. Á grundvelli samanburðar á hagrænum þáttum er því lagt til að byggt verði 220/132 kV tengivirki á Njarðvíkurheiði með gaseinangruðum rofabúnaði.

Fitjar – Endurnýjun tengivirkis

Tengivirkið Fitjar er ekki lengur endavirki í flutningskerfinu heldur er það orðið hluti af meginflutningskerfinu. Tengivirkið Fitjar gegnir mjög mikilvægu hlutverki því í gegnum það er afhending raforku til sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Sandgerðis, Garðs og Hafna. Einnig eru mikilvægar ríkisstofnanir tengdar Fitjum eins og alþjóðaflugvöllurinn, Landhelgisgæslan, alþjóðlega flugumsjónar¬svæðið, ratsjárkerfið og Nató.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Landsnet fékk leyfi Orkustofnunar þann 28. mars 2018 til þess að stækka tengivirkið á Fitjum vegna tengingar gagnavers ADC. Stækkunin gerði ráð fyrir að hægt yrði að flytja eldri búnað yfir í nýja hluta virkisins. Fyrirkomulag eldri hluta virkisins gerir það að verkum að flutningstakmörk til Reykjanesbæjar eru í kringum 80 MW. Þetta á við í því tilviki að sinna þurfi viðhaldi á FI2 rofareit. Í því tilfelli þarf að taka út nýja 60 MVA spenna og tengivirkið Stakk. Til þess að bregðast við þessu þarf því að klára verkefnið og flytja eldri búnað yfir í nýja hlutann ásamt því að bæta við tengingu til Fitja.

Framlagður aðalvalkostur

Setja þarf upp fimm nýja 132 kV rofareiti á Fitjum ásamt því að leggja nýjan 132 kV jarðstreng milli Fitja og Njarðvíkurheiðar.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að setja upp nýjan 132 kV búnað ásamt 132 kV jarðstreng. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi og auka flutningsgetu í Reykjanesbæ.
Tafla 3-98 : Fitjar – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-98 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-114, Tafla 3-115, Mynd 3-50 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í uppsetningu á fimm nýjum 132 kV rofareitum á Fitjum ásamt því að leggja nýjan 132 kV jarðstreng milli Fitja og Njarðvíkurheiði.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-35 : Fitjar – einlínumynd

Tengivirki

Tafla 3-99 : Fitjar – lýsing framkvæmdar, tengivirki

Raflína

Tafla 3-100 : Fitjar – lýsing framkvæmdar, raflína

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-101 : Fitjar – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok árs 2021 og að þeim ljúki í byrjun árs 2023. Spennusetning er ráðgerð á fyrsta ársfjórðungi 2023.
FIT_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir tveir meginvalkostir til skoðunar sem báðir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
Tafla 3-102 : Fitjar – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

Tafla 3-103 : Fitjar – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Til þess að meta grunnástand matsþátta fyrir markmið raforkulaga þá er gert ráð fyrir að búið sé að byggja Suðurnesjalínu 2 og hún rekin á 132 kV spennu.
Öryggi
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.
Tafla 3-104 : Fitjar – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi
Tafla 3-104 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í næsthæsta flokki sökum þess að Suðurnesin tengjast flutningskerfinu með tveimur tengingum eftir tilkomu SN2. Ástæða þess að það er ekki metið í hæsta flokki er að virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi eru báðar áfram tengdar með einni línu. Það er einnig ástæða þess að grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing á annari virkjuninni getur valdið talsverðum óstöðugleika sem getur komið af stað keðjuverkandi útleysingum á svæðinu, þ.m.t. á Höfuðborgarsvæðinu. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn nokkuð lágur þar sem Rauðimelur er nokkuð nálægt Skógfellahrauni skv. korti frá Veðurstofu Íslands en Rauðimelur er mjög mikilvægt tengivirki fyrir kerfið á Suðurnesjum.
Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-105 : Fitjar – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi
Tafla 3-105 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Tvítengingar afhendingarstaða metin nokkuð há þar sem verið er að bæta við nýrri 132 kV tengingu milli FIT og NJA. Í báðum valkostum er einnig gert ráð fyrir tvöföldum tein sem hefur líka nokkuð há áhrif á stöðugleika. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin lág fyrir báða valkosti ný mannvirki verða áfram nærri áhrifasvæðinu.
Áreiðanleiki afhendingar
Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.
Tafla 3-106 : Fitjar – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-106 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í næstlægsta flokki vegna flutningstakmarkana í skertu kerfi. Grunnástand fyrir Ótiltæki er einnig metið í næstlægsta flokki þar sem ótiltæki eininga kallar á skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er hins vegar metið nokkuð hátt þar sem truflanir valda eingöngu skerðingum á skerðanlegum flutning.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-107 : Fitjar – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar
Tafla 3-107 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif beggja valkosta á Flöskuhálsa, Ótiltæki og Áreiðanleikastuðla eru metin há þar sem nýtt fyrirkomulag tengivirkis og tilkoma nýrrar tengingar kemur í veg fyrir skerðingar, ótiltæki eininga og eykur áreiðanleika.
Gæði raforku
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.
Tafla 3-108 : Fitjar – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku
Tafla 3-108 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Fitjar en það er metið miðlungs. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið talsvert þar sem mælt spennuþrep er innan marka. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið miðlungs og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er undir 1 pu á Fitjum.
Til að meta áhrif skoðaðra valkosta á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla gæði raforku hafa verið framkvæmdar kerfisgreiningar þar sem áhrif allra valkosta á matsþættina eru rannsökuð. Niðurstaða matsins er eftirfarandi:
Tafla 3-109 : Fitjar – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku
Tafla 3-109 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk metin nokkuð lág þar sem skammhlaupsaflið á Fitjum hækkar um lítillega í báðum valkostum. Áhrif beggja valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin lítil þar sem grunnástandið fyrir þessi atriði voru mæld innan marka og valkostirnir breyta ástandinu á því lítið.
Skilvirkni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.
Tafla 3-110 : Fitjar – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni
Tafla 3-110 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið talsvert. Flutningstöp voru reiknuð fyrir allar helstu línurnar á Reykjanesi (SN1, MF1, SM1 og RM1) og voru þau rúmlega helmingi lægri en meðaltöp kerfisins alls. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið miðlungs. Erfitt reyndist að meta kostnað vegna truflana og skerðinga þar sem ekki er komin reynsla á kerfið með SN2 í rekstri. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið sem nokkuð lágt af þeirri ástæðu að flutningskerfið takmarkar ekki keyrslu núverandi virkjana á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, en aftur á móti eru möguleikar fyrirhuguðum stækkunum virkjana á svæðinu takmarkaðir.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-111 : Fitjar – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni
Tafla 3-111 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin nokkuð lág. Mestu áhrifin voru á MF1 þar sem ný tenging samhliða henni minnkar töpin í þeirri línu talsvert. Áhrifin voru hverfandi á aðrar línur. Áhrif beggja valkosta á Truflanir og skerðingar metin miðlungs. Ástæða þess er að skerðingar á Reykjanesi munu minnka talsvert við framkvæmdina óháð valkosti. Áhrif allra valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana er einnig metin miðlungs vegna þess að með framkvæmdinni, óháð valkostum, mun myndast svigrúm fyrir aukna orkuvinnslu á svæðinu.
Hagkvæmni
Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.
Tafla 3-112 : Fitjar – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni
Tafla 3-112 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er einnig metið miðlungs vegna takmarkaðra möguleika á orkuskiptum. Grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta er metið lágt þar sem ekki er mögulegt að auka rýmd um 100%.
Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:
Tafla 3-113 : Fitjar – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni
Tafla 3-113 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru
Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin töluverð og er ástæða þess sú að þeir styðja báðir við rafvæðingu samgangna og iðnaðar. Áhrif valkosta á matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta eru metin nokkuð lág vegna þess að valkostirnir hafa báðir áhrif á mögulega aukningu í kerfinu, afhendingargeta afhendingarstaða á svæðinu eykst úr appelsínugulu í grænt, sem er samt sem áður undir 100%.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-36.png
Mynd 3-36 : Fitjar – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga
FM3-37.png
Mynd 3-37 : Fitjar – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Tafla 3-114 : Fitjar – samræmi við stefnu um línugerð
Tafla 3-114 sýnir mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu stjórnvalda um línugerð. Raflínan er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Reykjanesi og samkvæmt stefnunni á að meta jarðstrengslagnir í slíkum tilfellum. Skv. kostnaðarviðmiði í stefnunni á að leggja jarðstreng ef kostnaður við jarðstreng er undir tvisvar sinnum kostnaði við sambærilega loftlínu. Samkvæmt verðbönkum Landsnets er kostnaður við 132 kV loftlínu 165 milljónir. Samkvæmt samanburði á kostnaðarmati eru báðir valkostir því í fullu samræmi við stefnu um línugerð og falla undir kostnaðarviðmið sem sett er í stefnunni.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-115 : Fitjar - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í meginflutningskerfinu. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið tveir valkostir við endurnýjun 132 kV búnaðar á Fitjum. Báðir valkostir eru kerfislega sambærilegir og koma því eins út úr niðurstöðu mats á uppfyllingu markmiða raforkulaga. Valkostur 1 er þó töluvert hagkvæmari og einfaldari í framkvæmd þar sem þegar er búið að byggja hús fyrir búnaðinn og ekki þarf að gera neinar ráðstafanir varðandi dreifiveitu á staðnum.
Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 1 sé sá valkostur sem betur uppfylli öll markmið og samræmist stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.