Lýsing verkefna á árinu 2022

Lyklafell – tengivirki

Verkefnið snýr að byggingu nýs tengivirkis í meginflutningskerfinu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fyrirhugað tengivirki verður staðsett við Lyklafell í landi Mosfellsbæjar og er framtíðarhlutverk þess að létta af tengivirkinu Geithálsi en þar hefur megintengipunktur höfuðborgarsvæðisins verið um áratugaskeið. Hið nýja tengivirki verður byggt sem 220 kV tengivirki og mun það innihalda sex rofareiti.

Tilurð og markmið verkefnis

Tilurð verkefnisins er sá að lega núverandi Hamraneslína 1 og 2 samræmist ekki skipulagi byggðar í Hafnarfirði og hamlar uppbyggingu. Verkefnið snýr einkum að því að aðlaga flutningskerfið nærri höfuðborgarsvæðinu að framtíðarskipulagi og fylgir verkefninu ekki aukið flutningsmagn þó svo að við hönnun línanna sé miðað við flutningsþörf skv. álagsþróun á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Önnur verkefni sem tengjast byggingu tengivirkisins Lyklafells og deila sama uppruna eru:

  • Lyklafellslína 1
  • Nýr teinatengisrofi í álverinu í Straumsvík

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í apríl 2016 með kerfisáætlun 2015-2024. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar á umfangi verkefnisins frá þeim tíma. Áætlað var að verkefnið færi af stað á fyrri hluta árs 2018, en í kjölfarið á niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. mars 2018 var framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fellt úr gildi og framkvæmdum við línulögnina frestað í framhaldinu.

Rökstuðningur fyrir verkefni

Mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda er eftirfarandi:

Tafla 3-116 : Lyklafell – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-116 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar á Mynd 3-39 og Tafla 3-119.

Lýsing á framkvæmd

Fyrirhugað er að byggja nýtt tengivirki við Lyklafell, nálægt Sandskeiði, sem í framtíðarsviðsmyndum mun létta af tengivirkinu að Geithálsi en þar hefur megintengipunktur höfuðborgarsvæðisins verið um áratugaskeið. Hið nýja tengivirki verður 220 kV tengivirki með sex rofareitum. Framtíðarsviðsmyndir gera ráð fyrir að síðar geti risið 400 kV tengivirki við hlið þess þegar 400 kV línur á SV-landi, sem nú eru reknar á 220 kV, verða spennuhækkaðar ef aukin flutningsþörf kallar á það. Stærð grunnflatar hins nýja 220 kV tengivirkis er áætluð 325 m2. Tengivirkið er innan skilgreinds grannsvæðis vatnsverndar og þegar er búið að gera áhættumat m.t.t. vatnsverndar. Engir aflspennar verða staðsettir í 220 kV tengivirkinu.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-38 : Einlínumynd af Lyklafelli

Mynd 3-38 sýnir einlínumynd tengivirkisins og þær breytingar á línum sem verða við tengivirkið.

Tengivirkið Lyklafell

Tengivirkið Lyklafell hefur verið verkhannað sem gaseinangrað (GIS) yfirbyggt tengivirki á 220 kV spennu með sex rofareitum og tengjast inn í það eftirfarandi línur:

  • Kolviðarhólslína 1 (KH1).
  • Búrfellslína 3 (BU3), byggð fyrir 400 kV.
  • Lyklafellslína 1 (LY1), ný lína.
  • Lyklafellslína 2 (LY2), áður KH1.
  • Lyklafellslína 3 (LY3), áður BU3B.
  • Brennimelslína 1 (BR1), tengd síðar við Lyklafell, nú tengd Geithálsi.

Tafla 3-117 : Lyklafell - lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefni

Tafla 3-118 : Lyklafell - fjárhagslegar upplýsingar

Tafla 3-118 inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Heildarkostnaður við verkefnið er 1.770 milljónir króna og verkefnið hefur áhrif á gjaldskrá hjá bæði stórnotendum og dreifiveitum.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á síðari hluta árs 2022 og að þeim ljúki með spennusetningu í byrjun árs 2024. Gert er ráð fyrir lokafrágangur og lúkning fyrir verkefnið ásamt tengdum verkefnum verði í gangi fram árið 2024.

LYK_time.PNG

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga.

FM3-39.png

Mynd 3-39 : Lyklafell – Uppfylling á markmiðum Raforkulaga

Mynd 3-39 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Grunnástandið er metið miðlungs og hefur framkvæmdin lítil áhrif á það. Varðandi öryggi og áreiðanleika afhendingar þá verða færri línur að Geithálsi en nýtt yfirbyggt tengivirki annar höfuðborgarsvæðinu á móti. Skammhlaupsafl lækkar lítillega, en hefur þó óveruleg áhrif á kerfisstyrk. Áhrif á flutningstöp, flutningsgetu og sveigjanleika eru lítil og tengivirkið eykur ekki aðgengi nýrra virkjanakosta að flutningskerfinu.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Framkvæmdin hefur ekki áhrif á flutningstöp.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Áhrif á afhendingaröryggi var metið ásamt framkvæmdinni Lyklafellslínu 1 (með niðurrifi Hamraneslína 1 og 2). Niðurstaða greiningarinnar leiddi í ljós að ótiltæki á 220 kV á Geithálsi tvöfaldast (fer úr 7,63 mín/ári í 15,24 mín/ári) og ótiltæki fjórfaldast á 132 kV á Geithálsi (fer úr 2,51 mín/ári í 10,13 mín/ári). Útreiknað ótiltæki eftir framkvæmdir gefur einungis 10-15 mínútur ári sem er stuttur tími (0,002%-0,003% af árinu). Því má segja að útreikningur á ótiltæki skili ásættanlegum niðurstöðum í þeim kerfishluta þar sem raunverulegt ótiltæki hefur verið afar fátítt síðustu áratugina. Í ljósi þess má reikna með að áhrif framkvæmdanna á markmið Landsnets um straumleysismínútur (SMS), kerfismínútur (KM) og stuðul um rofið álag (SRA) verði afar lítil.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Á ekki við, þar sem stefna stjórnvalda um lagningu raflína nær ekki yfir tengivirki.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-119 : Lyklafell - samræmi við almenn atriði í stefnu

Tafla 3-119 sýnir hvernig verkefnið samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda. Af henni má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í samræmi við almenn atriðið í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Umhverfisáhrif tengivirkis

Talið er að nýtt tengivirki hafi óveruleg umhverfisáhrif í för með sér, þar sem það verður staðsett á mannvirkjabelti raflína.

Lyklafellslína 1

Verkefnið snýr að byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu. Tilgangur með byggingu línunnar er að tryggja möguleika á niðurrifi Hamraneslína 1 og 2 og Ísallína. Til þess að þetta verði kerfislega mögulegt þarf að reisa nýja línu frá Lyklafelli og að Hamranesi.

Tilurð og markmið verkefnis

Tilurð verkefnisins er frá skipulagsáætlunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Skv. þeim skal stefnt að því að færa flutningsmannvirki raforku fjær byggðinni en nú er.
Landsnet hefur unnið lengi að undirbúningi að útfærslu fyrir framtíðarfyrirkomulag flutningskerfis raforku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þörf á breytingum hefur verið fyrirsjáanleg um nokkurn tíma og kemur til af þörf á að styrkja flutningskerfi raforku vegna breyttrar og aukinnar flutningsþarfar. Þessi áform fara saman við áform sveitarfélaganna á svæðinu um byggðaþróun og uppbyggingu innan viðkomandi sveitarfélaga.

Undirbúningur að fyrirhuguðum breytingum/færslu hófst árið 2005 og þar var litið víðtækt á verkefnið og fjallað um enduruppbyggingu á flutningskerfi raforku á Suðvesturlandi. Samhliða og í framhaldi af skilgreiningu verkefnisins var gert umhverfismat á framkvæmdum sem var samþykkt árinu 2009. Á grundvelli umhverfismatsins og viðbótargagna var óskað eftir framkvæmdaleyfum. Þann 26. mars 2018 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar og taldi nefndin að ekki væri hægt að byggja útgáfu leyfa á fyrirliggjandi mati á umhverfisáhrifum. Í kjölfarið hefur Landsnet fundað með Skipulagsstofnun um hvert skuli stefna um áframhaldandi málsmeðferð og er niðurstaðan sú að vænlegast sé að ráðast í nýtt mat á umhverfisáhrifum fyrir Lyklafellslínu 1.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í apríl 2016 með kerfisáætlun 2015-2024. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar á umfangi verkefnisins frá þeim tíma. Áætlað var að verkefnið færi af stað á fyrri hluta árs 2018, en í kjölfarið á niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. mars 2018 var framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fellt úr gildi og framkvæmdum við línulögnina frestað í framhaldinu.

Umfang verkefnis

Skoðaðir voru tveir valkostir um línuna áætlunarstigi og þeir metnir eftir markmiðum raforkulaga og m.t.t. stefnu stjórnvalda uppbyggingu flutningskerfisins og um lagningu raflína.

Ekki hefur ennþá verið lokið við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og er vel mögulegt að niðurstaða þeirrar valkostagreiningar sem þar verður unnin skili annarri niðurstöðu en hér er lýst. Verði það tilfellið mun viðkomandi valkostur verða kynntur í næstu útgáfu framkvæmdaáætlunar eða þá að lýsing á breyttu umfangi verður send Orkustofnun til kynningar og afgreiðslu.

FT3-120.PNG
Tafla 3-120 : LY1 – umfang verkefnis

Rökstuðningur verkefnis

Mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda er eftirfarandi:
FT3-121.PNG

Tafla 3-121 : LY1 – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-121 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í Tafla 3 124 og Tafla 3 125.

Lýsing á framkvæmd

Um er að ræða byggingu 220 kV loftlínu. Gert er ráð fyrir að hún muni í upphafi liggja frá fyrirhuguðu tengivirki við Lyklafell að tengipunkti í Straumsvík, alls 27,3 km. Sá línuhluti sem liggur frá Hrauntungum að Straumsvík (2,7 km) var í umhverfismati nefnt Ísallína 4. Þegar tengivirki verður reist í Hrauntungum mun línan tengjast þar inn og línuhlutinn milli Hrauntungna og Straumsvík mun þá fá heitið Ísallína 4.

Lengst af mun Lyklafellslína 1 liggja samsíða núverandi 220 kV Búrfellslínu 3, þ.e. frá Lyklafelli að Stórhöfða í Hafnarfirði. Leitast er eftir því eins og kostur er að láta möstur standast á og hafa samræmt útlit.

Raflína

FT3-122.PNG

Tafla 3-122 : LY1 – lýsing framkvæmdar

Mastragerð

Endanleg ákvörðun um mastragerð verður tekin í umhverfismati framkvæmdarinnar. Í þessari umfjöllun er miðað við stöguð stálröramöstur, svokölluð M-möstur. Meðalhæð mastra er um 23 metrar með 20 metra langri ofanáliggjandi brú, sem upphengibúnaður og leiðarar línunnar hanga í.

Mynd 3-40: Stagað stálröramastur af M-gerð

Mynd 3-40 sýnir teikningu af þeirri mastragerð sem lýsingin miðast við, stagað stálröramastur af M-gerð. Möstrin standa á tveimur fótum sem eru settir á steyptar undirstöður. Hornmöstur verða að öllu jöfnu þrjár stagaðar stálsúlur, sem standa á steyptum undirstöðum eða bergboltum. Þar sem takmarkað pláss er fyrir stög verða hins vegar notaðir frístandandi fjórfótungar með undirstöðu undir hverju horni.

Mynd 3-41 : Frístandandi stálröramöstur

Á rúmlega 3 km löngum kafla milli Hrauntungna og Straumsvíkur er til skoðunar að línan verði borin uppi af frístandandi stálröramöstrum, sjá Mynd 3-41. Það er gert sökum þess að svæðið er í grennd við byggð og plássleysi hamlar notkun mastra sem þurfa breiðara helgunarsvæði.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-42 : Yfirlitsmynd línuleiðar Lyklafellslínu 1

Mynd 3-42 sýnir einlínumynd Lyklafellslínu 1 frá tengivirkinu við Lyklafell og að tengipunkti í Straumsvík. Línan liggur að mestu leyti samhliða Búrfellslínu 3 (LY3), að Stórhöfða í Hafnarfirði en tekur þar sveig til Straumsvíkur.

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefni

FT3-123.PNG

Tafla 3-123 : LY1 – fjárhagslegar upplýsingar

Tafla 3-123 inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Heildarkostnaður við verkefnið er 2.100 milljónir króna. Verkefnið er í meginflutningskerfinu og hefur því áhrif á tekjumörk bæði fyrir stórnotendur og dreifiveitur.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á síðari hluta árs 2022 og að þeim ljúki með spennusetningu í byrjun árs 2024. Gert er ráð fyrir lokafrágangur og lúkning fyrir verkefnið ásamt tengdum verkefnum verði í gangi fram árið 2024.

LY1_time.PNG

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framlagðir valkostir uppfylla markmið raforkulaga.
FM3-43.png

Mynd 3-43 : LY1 – uppfylling markmiða

Mynd 3-43 sýnir mat á því hvernig Lyklafellslína uppfyllir markmið raforkulaga. Samkvæmt matinu eru áhrif framkvæmdarinnar áreiðanleika afhendingar, gæði raforku og skilvirkni óveruleg. Aðeins fyrir öryggi er framkvæmdin talin hafa jákvæð áhrif þar sem að orka til stærsta notandans á svæðinu verður flutt um tvö aðskilin sett af möstrum í stað flutnings með tveggja rása möstrum eins og staðan er í dag.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Á Mynd 3-44 má sjá áhrif byggingar Lyklafellslínu 1 og tengdra breytinga á flutningstöpin. Hlutfallsleg töp eru lægri fyrir nýju kerfismyndina, hvort sem um ræðir loftlínu eða jarðstreng.

FM3-44.png

Mynd 3-44 : Samanburður á hlutfallslegum flutningstöpum

Mynd 3-44 sýnir samanburð á töpum á línuleiðinni á milli Lyklafells og til álversins í Straumsvík sem fall af fluttu afli, bæði þegar notast er við núverandi línukerfi og eins þegar búið er að byggja Lyklafellslínu 1. Í núverandi kerfi flæðir aflið um Hamraneslínur 1 og 2 og eru hlutfallslega töp 0,12% við 300 MW, 0,2 MW við 400 MW og 0,2% við 500 MW. Við flutning um nýja loftlínu minnka þessi töp niður í 0,1% við 300 MW flutning, 0,1% við 400 MW og 0,2% við 500 MW. Þetta er samtals minnkun um 16% óháð fluttu afli.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Áhrif á afhendingaröryggi var metið ásamt byggingu nýs tengivirkis við Lyklafell (með niðurrifi Hamraneslína 1 og 2). Niðurstaða greiningarinnar leiddi í ljós að ótiltæki á 220 kV á Geithálsi tvöfaldast (fer úr 7,63 mín/ári í 15,24 mín/ári) og ótiltæki fjórfaldast á 132 kV á Geithálsi (fer úr 2,51 mín/ári í 10,13 mín/ári). Útreiknað ótiltæki eftir framkvæmdir gefur einungis 10-15 mínútur ári sem er stuttur tími (0,002%-0,003% af árinu). Því má segja að útreikningur á ótiltæki skili ásættanlegum niðurstöðum í þeim kerfishluta þar sem raunverulegt ótiltæki hefur verið afar fátítt síðustu áratugina. Í ljósi þess má reikna með að áhrif framkvæmdanna á markmið Landsnets um straumleysismínútur (SMS), kerfismínútur (KM) og stuðul um rofið álag (SRA) verði afar lítil.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-124 : LY1 – valkostir, samræmi við almenn atriði í stefnu

Tafla 3-124 inniheldur niðurstöðu mats á því hvernig bygging Lyklafellslínu samræmast almennum atriðum í stefnu stjórnvalda.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Tafla 3-125 : LY1 – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-125 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu um línugerð.

Umhverfisáhrif valkosta

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Lyklafellslínu 1 eru á landslag og ásýnd en einnig eru neikvæð áhrif á , ferðaþjónustu, lífríki og vatnafar. Jákvæð áhrif eru á atvinnuuppbyggingu. Áhrifamat kann að breytast þegar nýjar rannsóknir liggja fyrir og umhverfismat framkvæmda er lokið.

FM3-45.png

Mynd 3-45 : LY1 – Mat á umhverfisáhrifum


Straumsvík nýr teinatengisrofi

Verkefni snýst um uppsetningu á rofa í aðveitustöð álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið er bygging nýrrar línu frá Lyklafelli í álverið í Straumsvík áætluð. Línunni er ætlað að leysa af hólmi tvær línur, Hamraneslínur 1 og 2, sem liggja nú frá Geithálsi í Hamranes. Til þess að svo megi verða þarf tenging að vera til staðar milli teina í álverinu í Straumsvík svo aflflutningur geti orðið í gegnum spennustöð álversins inn í Hamranes og öfugt. Landsnet mun því setja upp rofabúnað fyrir tengingu á milli teinanna. Þessi tenging er nauðsynleg til að viðhalda áreiðanleika kerfisins eftir að Lyklafellslína 1 hefur tekið við hlutverki Hamraneslína 1 og 2.

Tilurð og markmið verkefnis

Tilurð verkefnisins er hinn sami og Lyklafellslínu 1, en verkefnið er nátengt þeirri framkvæmd.

Umfang verkefnis

Nýr rofareitur milli teina í aðveitustöð álversins í Straumsvík svo afl geti flætt í gegnum tengivirkið. Rofinn mun verða hluti af meginflutningskerfinu.

Rökstuðningur fyrir verkefni

FT3-126.PNG

Tafla 3-126 : Straumsvík – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-126 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar á Mynd 3 46.

Lýsing á framkvæmd

Um er að ræða 220 kV rofabúnað sem tengir saman tvo teina í tengivirkinu í Straumsvík svo að afl geti flætt í gegnum tengivirkið. Þessi rofi verður hluti af flutningskerfi Landsnets. Um er að ræða framkvæmdir sem fara fram inni í tengivirkinu við álverið í Straumsvík. Með þessum breytingum verður hluti flutningskerfisins innan tengivirkisins við álverið í Straumsvík.

Breytingar á aðveitustöð álversins í Straumsvík

FT3-127.PNG

Tafla 3-127 : Straumsvík – lýsing framkvæmdar

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-128.PNG

Tafla 3-128 : Straumsvík – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta árs 2022 og að þeim ljúki í byrjun árs 2023. Verkefnið er fljótt í framkvæmd og er tímasett til að vera lokið tímanlega fyrir spennusetningu Lyklafellslínu 1 og niðurrif Ísallína 1 og 2 þar sem teinatengisrofinn er mikilvægur fyrir rekstur kerfis eftir þær framkvæmdir.

STR_Timaaetlun.png

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga.
FM3-46.png

Mynd 3-46 : Nýr teinatengisrofi – Uppfylling á markmiðum Raforkulaga

Framkvæmdin er talin hafa jákvæð áhrif á öryggi og verulega jákvæð áhrif á skilvirkni. Áhrif á önnur markmið eru talin óveruleg.

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Á ekki við þar sem eingöngu er um að ræða uppsetningu á rofareit inni í aðveitustöð álversins.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Ekki er talin þörf á að umhverfismeta viðkomandi framkvæmd þar sem hún hefur ekki umhverfisáhrif í för með sér.


Ísafjarðardjúp – nýr afhendingarstaður

Verkefnið snýr að uppsetningu á nýjum afhendingarstað í meginflutningskerfinu við Ísafjarðardjúp. Afhendingarstaðurinn verður tengdur við núverandi meginflutningskerfi í Kollafirði inn á Mjólkárlínu 1 (MJ1), þar sem byggt verður nýtt tengivirki. Tímasetning framkvæmda við tengipunktinn tengjast uppbyggingu orkuframleiðsluaðila á svæðinu. Allir útreikningar, bæði tæknilegir og fjárhagslegir, vegna valkostagreiningar eru byggðir á tilkomu 55 MW vatnsaflsvirkjunar í Hvalá.

Tilurð verkefnis

Landsnet hefur unnið að undirbúningi verkefna á Vestfjörðum með það að markmiði að auka afhendingaröryggi raforku. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, en samkvæmt stefnunni eiga allir afhendingarstaðir í meginflutningskerfinu að vera komnir með N-1 öryggi fyrir árið 2030 og afhendingarstaðir í svæðisbundnum flutningskerfum fyrir árið 2040. Nokkrar leiðir hafa verið til skoðunar til að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum og er aukin orkuvinnsla innan svæðisins talin vera álitleg til að bæta afhendingaröryggi raforku til notenda umtalsvert samkvæmt greiningum sem framkvæmdar hafa verið. Til að auka möguleika á nýrri orkuvinnslu á svæðinu hefur verið ákveðið að bæta við nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi en nokkrir virkjanakostir hafa verið til skoðunar á þessum slóðum. Má þar m.a. nefna Skúfnavötn, Austurgil og Hvalá og er Hvalárvirkjun komin lengst í undirbúningi. Hún er í nýtingarflokki 3. áfanga Rammaáætlunar og framkvæmdaaðili hefur óskað eftir tengingu hennar við flutningskerfið.

Nýr afhendingarstaður í Ísafjarðardjúpi mun auk þess skapa möguleika á frekari styrkingum á flutningskerfinu, t.d. með tengingu yfir á Ísafjörð, sem styður við áðurnefnda stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Nýr afhendingarstaður í Djúpi og tenging Hvalárvirkjunar

Verkefnið er tengt tengingu Hvalárvirkjunar í tíma, en er þó sjálfstætt verkefni. Ástæða þessa aðskilnaðar er sú að annars vegar er um að ræða útvíkkun meginflutningskerfisins og hins vegar tengingu nýs notanda. Eins og kemur fram hér að ofan verða þessi verkefni unnin samhliða í tíma, en ástæða þess að tenging Hvalárvirkjunar er ekki á framkvæmdaáætlun 2022, er sú að ekki hefur verið undirritaður tengisamningur við virkjunaraðila. Um leið og undirritaður samningur liggur fyrir, verður verkefnið sett á framkvæmdaráætlun eða sótt um sérleyfi til Orkustofnunar fyrir þeirri framkvæmd.

Heildarkostnaður við tengingu Hvalárvirkjunar við flutningskerfi Landsnets er á bilinu 4,7-5,3 milljarðar m.v. nýjustu áætlanir. Er þar átt við heildarkostnað við þessi tvö aðskildu verkefni, þ.e. annars vegar tengingu Hvalárvirkjunar við nýjan afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi og hins vegar byggingu á nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi ásamt tengingu hans við flutningskerfi Landsnets í Kollafirði.

Við skilgreiningu á þeim hluta framkvæmdarinnar sem snýr að tengingu Hvalárvirkjunar við Ísafjarðardjúp er kerfisframlag reiknað. Við þá tengingu mun orkuflutningur í kerfinu aukast. Ekkert kerfisframlag fellur til við tengingu flutningskerfisins við nýjan afhendingarstað við Ísafjarðardjúp og fylgir því verkefni einu og sér ekki aukinn orkuflutningur.
Tenging flutningskerfis Landsnets við nýjan afhendingarstað við Ísafjarðardjúp kostar um 2,3 milljarða króna. Sú framkvæmd myndi ein og sér fela í sér um 1,8% hækkun á gjaldskrá dreifiveitna og 1,6% hækkun á gjaldskrá stórnotenda. Við tengingu Hvalárvirkjunar fellur til kerfisframlag sem mun standa straum af tengingu virkjunarinnar við nýjan afhendingarstað. Nánari umfjöllun um það kerfisframlag mun fylgja lýsingu á því verkefni, eftir að tengisamningur hefur verið undirritaður. Reiknað er með að sá orkuflutningur sem fylgir tengingu virkjunarinnar hafi í för með sér gjaldskrárlækkun sem mun vega á móti áhrifum framkvæmdar við nýjan afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi. Útreikningur á kerfisframlagi byggir á Netmála D3 – Skilmálar um kerfisframlag .

Tenging Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfið felur því ekki í sér gjaldskrárbreytingar þegar horft er á framkvæmdina sem eina heild.
Það verkefni sem kynnt er í þessari kerfisáætlun er Nýr afhendingarstaður í Ísafjarðardjúpi. Það var lagt fyrir Orkustofnun með þeim fyrirvara að framkvæmdir muni ekki hefjast fyrr en gengið hefur verið frá tengisamningi við virkjunaraðila Hvalárvirkjunar.

Rökstuðningur verkefnis

Metið hefur verið hvernig aðalvalkosturr uppfyllir meginmarkmið verkefnisins ásamt þeim markmiðum sem skilgreind eru í raforkulögum og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.

FT3-129.PNG

Tafla 3-129 : Afhendingarstaður í Djúpi – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-129 er um markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3 48 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í og Tafla 3 134.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í byggingu tveggja nýrra tengivirkja, í Kollafirði og í Ísafjarðardjúpi, og 26 km langa 132 kV raflínu á milli þeirra.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-47 : Afhendingarstaður í Djúpi – einlínumynd af flutningskerfi Vestfjarða

Mynd 3-47 sýnir einlínumynd af þeim hluta meginflutningskerfisins sem nær yfir á Vestfirði ásamt svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum. Á myndinni sést hvernig nýr afhendingarstaður í Djúpi tengist við meginflutningskerfið á Mjólkárlínu sem liggur á milli Geiradals við Króksfjörð og Mjólkár. Sá hluti flutningskerfisins sem tilheyrir svæðisbundna flutningskerfinu er rekinn á 66 kV spennu og er blálitaður á myndinni. Meginflutningskerfið er hins vegar rekið á 132 kV spennu og er rauðlitað.

Raflína

FT3-130.PNG

Tafla 3-130 : Afhendingarstaður í Djúpi – raflína

Tengivirki í Djúpi

FT3-131.PNG

Tafla 3-131 : Afhendingarstaður í Djúpi – Tengivirki í Ísafjarðardjúpi

Tengivirki í Kollafirði

FT3-132.PNG

Tafla 3-132 : Afhendingarstaður í Djúpi – tengivirki í Kollafirði

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Ekki er þörf á sérstökum búnaði til launaflsútjöfnunar.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið

FT3-133.PNG

Tafla 3-133 : Afhendingarstaður í Djúpi – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á síðari hluta árs 2022 og að þeim ljúki með spennusetningu seinni hluta árs 2024. Gert er ráð fyrir að lokafrágangur og lúkning fyrir verkefnið ásamt tengdum verkefnum verði í gangi fram á árið 2024.

DJU_Timaaetlun.png

Timaáætlun vegna framkvæmdarinnar er bundin þeim fyrirvara að framkvæmdir vinnsluaðila sem tengjast munu afhendingarstaðnum fari fram samhliða. Þetta þýðir að Landsnet fer ekki af stað með neinar framkvæmdir fyrr en ljóst er að framkvæmdir við uppbyggingu virkjana séu hafnar.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-48.png

Mynd 3-48 : Afhendingarstaður í Djúpi – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

Mynd 3-48 sýnir hvernig verkefnið uppfyllir raforkulög.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-134 : Afhendingarstaður í Djúpi

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð (fyrir línur í meginflutningskerfinu)

Tafla 3-135 : Afhendingarstaður í Djúpi – valkostir, samræmi við stefnu um línugerð

Umhverfisáhrif verkefnis

Framkvæmdin er talin hafa mikil neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, en mismunandi eftir leiðum. Mikil jákvæð áhrif eru á atvinnuuppbyggingu. Ekki liggja fyrir gögn til að meta áhrif á menningarminjar. Á aðra umhverfisþætti eru áhrif talin óveruleg. Áhrifamat mun skýrast þegar ný gögn eða rannsóknir liggja fyrir og umhverfismat framkvæmda liggur fyrir.


Vegamót – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Snæfellsnesi. Tengivirkið á Vegamótum er mikilvægur tengipunktur, þar sem kemur saman eina tenging Snæfellsness við meginflutningskerfið um Vegamótalínu 1, sem liggur á milli Vegamóta og Vatnshamra í Borgarfirði, og tenginga til annars vegar Ólafsvíkur og hins vegar Stykkishólms. Tengivirkið er 43 ára gamalt en miðað er við að líftími tengivirkja í eigu Landsnets sé 40 ár.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets, en ástand virkisins er bágborið og er farið að vera ógnun við afhendingaröryggi á Snæfellsnesi. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á Snæfellsnesi.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að byggja nýtt yfirbyggt 66 kV tengivirki í stað þess gamla. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi á Snæfellsnesi þar sem öll fæðing inn á svæðið fer í Vegamót.
FT3-136.PNG

Tafla 3-136 : Vegamót – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-136 sýnir samantekt á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-139, Mynd 3-50.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í byggingu nýs tengivirkis á Vegamótum og tengingu núverandi lína og spennis við tengivirkið ásamt niðurrifi á eldra tengivirki.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-49 : Vegamót – einlínumynd

Tengivirki

Tafla 3-137 : Vegamót – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Tafla 3-138 : Vegamót – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2022 og að þeim ljúki ári síðar. Spennusetning er ráðgerð á fjórða ársfjórðungi 2023 og verður frágangi við lóð lokið haustið 2023.

VEG_time.PNG

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-50.png

Mynd 3-50 : Vegamót – Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við þar sem einungis er um byggingu tengivirkis að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

FT3-139.PNG

Tafla 3-139 : Vegamót - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Snæfellsnesi. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.


Klafastaðir

Brennimelur í Hvalfirði er stærsti afhendingarstaður Landsnets í dag þar sem hátt í 700 MW afls eru afhent út af flutningskerfinu á 220 kV spennustigi til stórnotenda. Tengivirkið er útitengivirki með einföldum tein ásamt varatein og er afar útsett fyrir seltuáraun. Mörg tilfelli seltutengdra truflana hafa átt sér stað síðustu ár, það alvarlegasta í janúar 2012 þar sem allt tengivirkið var úr rekstri vegna seltukrapa sem lagðist þar á búnað.

Þetta verkefni felst í að draga úr vægi núverandi tengivirkis og færa virkið að Klafastöðum þar sem nú stendur launaflsvirki fyrirtækisins og var hugsað sem framtíðarstaður tengivirkis á svæðinu. Skoðaðir verða tveir valkostir um byggingu tengivirkis að Klafastöðum, annar snýst um að áfram verði 220 kV spennustig á Brennimel ásamt niðurspenningu á 132 kV og hinn snýr að því að fjarlægja 220 kV búnað að öllu leyti af Brennimel og niðurspenningin yrði á Klafastöðum.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er endurnýjunaráætlun Landsnets. Brennimelur var byggður árið 1978 í tengslum við afhendingu til Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Elsti 220 kV rofabúnaður virkisins er farinn að láta á sjá auk þess sem að hönnun virkisins er ekki í samræmi við það afl sem nú er afhent frá virkinu. Afar miklir hagsmunir eru í húfi ef stórvægileg bilun verður á 220 kV teini á Brennimel.
Markmið framkvæmdarinnar eru að tryggja öryggi afhendingar og auka áreiðanleika stærsta afhendingarstaðar Landsnets ásamt endurnýjun eldra virkis.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að byggingu nýs tengivirkis 220 kV tengivirkis á Klafastöðum við núverandi launaflsvirki. Gert er ráð fyrir að í virkinu verði 9 rofareitir og að hluti núverandi 220 kV virkis á Brennimel verði áfram í rekstri.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Valkostirnir sem kannaðir hafa verið koma álíka út úr mati á tæknilegum mælikvörðum en aðalvalkostur er umtalsvert ódýrari og er það sem setur hann framar valkosti 2 sem gerir ráð fyrir mun stærri nýbyggingu á Klafastöðum.
FT3-140.PNG

Tafla 3-140 : Kla – Rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis að Klafastöðum sem er núverandi staðsetning launaflsvirkis Landsnets sem gangsett var árið 2013. Hið nýja tengivirki verður 220 kV tengivirki með 8 rofareitum þar af einum fyrir fyrirhugaða línu. Meirihluti 220 kV hluta tengivirkisins á Brennimel verður fjarlægður en tveir línurofareitir ásamt teini munu áfram tengja niðurspenningu á 132 kV spennustig. Ekki er reiknað með í þessum valkosti að þéttir á Brennimel verði færður á Klafastaði.

Tengivirki að Klafastöðum

FT3-141.PNG

Tafla 3-141 : KLA – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

FM3-51.png

Mynd 3-51 : Einlínumynd af flutningskerfinu í Hvalfirði, fyrir og eftir framkvæmd

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-142.PNG

Tafla 3-142 : KLA – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta ársins 2022 og að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2024.

KLA_time2.PNG

Valkostagreining

Skoðaðir voru tveir valkostir sem fela í sér mismikið niðurrif búnaðar í eldra tengivirkinu á Brennimel.

FT3-143.PNG

Tafla 3-143 : KLA – lýsing á valkostum

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-144.PNG

Tafla 3-144 : KLA – fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-145.PNG

Tafla 3-145 : KLA – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-145 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í miðlungs ástandi eins og staðan er í dag. Inn á Brennimel eru nokkuð margar tengingar en þær eru afar misjafnar og er kerfið þ.a.l. misjafnlega viðkvæmt fyrir útleysingum á þeim. Sérstaklega má nefna Sultartangalínu 3 en ef hún fellur úr rekstri verða í gildi flutningstakmarkanir inn á Brennimel. Þó er meginástæðan fyrir þessu mati sú að einfaldur teinn er á Brennimel sem þýðir að við truflun á teininum fer út allt álag á Brennimel sem er hátt í 700 MW eða meira en fjórðungur alls álags í kerfinu auk rofs byggðalínunnar frá meginflutningskerfinu á Suðurlandi. Grunnástand fyrir Stöðugleika er einnig metið í miðlungs flokki vegna þeirra ástæðna sem taldar eru upp á undan. Kerfið er mjög sterkt á Brennimel en kerfið er mjög viðkvæmt fyrir truflunum að Brennimel en með tilkomu sveigjanleikans sem tvöfaldur teinn býður upp á verður mögulega hægt að nýta snjallar lausnir til að milda áhrif truflana á stöðugleika. Náttúruvá er sá þáttur sem verulega er ábótavant á Brennimel. Seltumengun er stórt vandamál á Brennimel þar sem tengivirkið er útivirki. Í hvössum austlægum áttum rífur vindur upp seltuna úr Hvalfirðinum og sest hún þar á búnað og getur valdið alvarlegum truflunum þar sem virkið getur orðið órekstrarhæft í lengri tíma.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti sem ná yfir öryggi metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-146.PNG

Tafla 3-146 : KLA – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-146 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostsins á Tvítengingar afhendingarstaða metin í hæsta lagi. Þar skiptir tvöfaldur teinn sköpum þar sem ekki er lengur ein rekstrareining sem getur valdið rafmagnsleysi við truflun. Þó skorar þessi þáttur aðeins lægra fyrir valkost 2 þar sem tenging við afhendingarstaðinn er frá tveimur stöðum á 220 kV í stað þriggja eins og í valkosti 1. Tvöföldun teina hefur einnig mikil jákvæð áhrif á stöðugleika þar sem hægt verður að skipta upp teini við truflanir. Með byggingu yfirbyggðs tengivirkis verður að fullu komist fyrir áhrif seltumengunar á afhendingu frá Brennimel og því eru áhrif á þáttinn Náttúruvá metin mikil. Selta mun áfram hafa áhrif á Brennimel enn það er einungis einn þeirra þriggja staða sem tengir Klafastaði. Báðir valkostir sem hér eru til athugunar standa jafnir þegar kemur að mati á þáttum sem flokkast undir Öryggi.

Áreiðanleiki afhendingar 

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Sem liður í því mati er lagt mat á grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru við mat á markmiði um áreiðanleika afhendingar.

FT3-147.PNG

Tafla 3-147 : KLA – grunnástand matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-147 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í næst hæsta flokki vegna þar sem ekki er um miklar flutningstakmarkanir að ræða í dag til og frá Brennimel nema um sé að ræða í truflanatilfelli á Sultartangalínu 3. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið í miðlungs flokki þar sem ótiltæki eininga getur kallað á skerðingar og margir rofanna í Brennimel eru gamlir olíurofar sem kalla á aukið viðhald. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er metið nokkuð lágt þar sem tengivirki með einfaldan tein hefur lægsta mögulega áreiðanleika sérstaklega ef horft er til þeirrar miklu afhendingar sem er út frá Brennimel. Tengivirkið er þó búið varateini sem hægt er að nota í bilana- eða viðhaldstilfellum en hann er þó ekki búinn kerfisvörnum og kemur ekki í veg fyrir algert straumleysi í truflanatilfelli á aðalteini.

Með kerfisgreiningum eru áhrif valkostanna á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-148.PNG

Tafla 3-148 : KLA – áhrif valkosta á áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-148 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Þar sem ekki er um teljanlega flöskuhálsa að ræða eins og kemur fram í greiningu á grunnástandi gerir nýtt tengivirki lítið til að bæta ástand varðandi þá. Þó kemur nokkuð aukinn sveigjanleiki til að stilla af flæði með tvöföldum teinum og einum stað til viðbótar sem tengir afheningarstað í Hvalfirði. Mælikvarði um ótiltæki skorar í næsthæsta flokk þar sem reiknað er með að ótiltæki nýja tengivirkisins verði afar lítið. Algert ótiltæki núverandi tengivirkis á Brennimel hefur ekki verið algengt en þegar það gerist er um að ræða afar alvarlegt ástand. Valkostur 2 skorar hærra en valkostur 1 í þessum mælikvarða þar sem 220 kV útitengivirkið er lagt af í heild sinni og því ekki hætta á ótiltæki í 220 kV kerfinu. Straumleysi á Brennimel hefur mjög mikil áhrif á áreiðanleikastuðla þar sem það felur í sér margar straumleysismínútur vegna þeirrar notkunar sem þar er staðsett, þó svo að það væri í skemmri tíma. Áreiðanleikastuðlar fyrir Klafastaði eru metnir í hæsta flokki.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig allir skoðaðir valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Sem liður í því mati hefur grunnástand verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-149.PNG

Tafla 3-149 : KLA – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-149 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand þessara þátta er í mjög góðu ástandi eins og staðan er í dag. Tengivirkið á Brennimel er einn af sterkari stöðum í kerfinu í dag vegna þess mikla flutnings sem þangað fer. Því er kerfisstyrkur metinn í næsthæsta flokk. Brennimelur er einnig einn besti staður í kerfinu þegar kemur að spennusveiflum og spennuþrepum vegna sterks kerfis og launaflsvirkisins sem vinnur á móti óróleika í spennu á mjög hraðan máta. Því er þessi matsþáttur metinn í hæsta flokki. Afhendingarspenna og vikmörk hennar eru einnig í góðri stöðu eins og staðan er í dag og metin í næsthæsta flokki.

Til að meta áhrif skoðaðra valkosta á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla gæði raforku hafa verið framkvæmdar kerfisgreiningar þar sem áhrif allra valkosta á matsþættina eru rannsökuð. Niðurstaða matsins er eftirfarandi:

FT3-150.PNG

Tafla 3-150 : KLA – áhrif valkosta á gæði raforku

Tafla 3-150 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Þarna sést að tilgangur þessarar framkvæmdar er ekki til að bæta úr gæðum raforku á þessu svæði. Staðan er góð á Brennimel varðandi þetta markmið og framkvæmdin bætir lítið úr. Stórar úrbætur voru gerðar á gæðum raforku á Brennimel árið 2013 þegar launaflsvirkið var tekið í rekstur og bætir nýtt tengivirkið ekki miklu við þó það styðji vissulega við aukin gæði.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-151.PNG

Tafla 3-151 : KLA – grunnástand matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-151 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir Skilvirkni. Allir matsþættir undir markmiðinu eru metnir í miðlungs flokki nema truflanir og skerðingar. Núverandi tengivirki hvorki eykur né minnkar flutningstöp á markverðan hátt. Einnig er ekki hægt að segja að núverandi tengivirki takmarki eða auki nýtingu virkjana. Truflanir og skerðingar eru hins vegar talsverðar vegna seltu vandamála eins og áður hefur komið fram.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-152.PNG

Tafla 3-152 : KLA – einkenni áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-152 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosts eru á matsþætti fyrir Skilvirkni. Ekki er gert ráð fyrir að flutningstöp breytist neitt með tilkomu nýja tengivirkisins. Áhrif á truflanir og skerðingar er metin nokkuð há þar sem nýtt tengivirki verður yfirbyggt og því laust við truflanir vegna veðurs sem er helsta orsökin í núverandi virki. Klafastaðir eru ekki taldir hafa nein áhrif á nýtingu virkjana.

Hagkvæmni

Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.

FT3-153.PNG

Tafla 3-153 : KLA – grunnástand matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-153 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um Hagkvæmni. Eins og sést á töflunni þá er grunnástandið fyrir Rýmd metið nokkuð lágt þar sem ekki er hægt að tvöfalda notkun á svæðinu í núverandi kerfi. Grunnástandið fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið miðlungs þar sem ekki er mikið um keyrslu varaafls á svæðinu sem og að takmarkanir fyrir orkuskiptum eru ekki til staðar.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-154.PNG

Tafla 3‑154 : KLA – áhrif valkosta á hagkvæmni
Tafla 3‑154 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni þá hefur nýtt tengivirki á Klafastöðum lítil áhrif á báða matsþættina.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-52.png

Mynd 3-52 : KLA – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1

FM3-53.png

Mynd 3-53 : KLA – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Tafla 3-155 : KLA – Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti þar sem um byggingu yfirbyggðs tengivirki er að ræða á iðnaðarsvæði.

Niðurstaða valkostagreiningar

Báðir valkostir eru taldir uppfylla markmið raforkulaga á svipaðan hátt. Valkostur 2 hefur það fram yfir valkost 1, að hann felur einnig í sér endurnýjun á 132 kV hluta tengivirkisins á meðan valkostur 1 nær eingöngu yfir 220 kV hlutann. Gallinn við valkost 2 er hins vegar sá að kostnaður er talsvert mikið hærri, eða um 2 milljörðum króna, auk þess sem flækjustigið yrði hærra. Með tilkomu nýs 220 kV tengivirkis á Klafastöðum, þá mun mikilvægi tengivirkisins á Brennimel minnka til muna sem gerir mögulegt að seinka framkvæmdum við endurnýjun 132 kV hlutans um einhver ár. Því er ákveðið að velja ódýrari kostinn, og hanna tengivirkið með það fyrir augum að hægt sé að bæta 132 kV tengivirkinu við á Klafastöðum síðar. Á þann hátt er opið fyrir báða möguleika á endurnýjun 132 kV hlutans síðar, hvort sem er á Brennimel, eða að færa hann einnig á Klafastaði.


Korpa – Endurnýjun tengivirkis

Tengivirkið í Korpu er mikilvægt tengivirki fyrir Höfuðborgarsvæðið þar sem það er eitt af þremur virkjum sem fæðir allt svæðið. Því er ljóst að hlutverk virkisins er mikilvægt í að tryggja orkuafhendingu á svæðinu og stöðugleika raforkukerfisins. Búnaður í tengivirkinu í Korpu er að mestu leyti upphaflegur frá árinu 1975 og er því kominn yfir skilgreindan lífaldur sinn, 40 ár.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Ástand eldri búnaðar í tengivirkinu í Korpu er almennt ekki gott og hefur gengið misvel að reka búnað þennan í gegnum tíðina. Þá er umtalsverð hætta á rekstrartruflunum vegna aukinna líka á bilunum í þetta gömlum búnaði eins og sýndi sig í miklu seltuveðri í nóvember 2012 þegar allt virkið fór út og rafmagnslaust varð í stórum hluta Reykjavíkur. Áreiðanleiki flutnings raforku um tengivirkið í Korpu fer því minnkandi með auknum aldri og viðbragð við bilunum er takmarkað vegna aðgengis að varahlutum og sérþekkingu.

Framlagður aðalvalkostur

Heildarendurnýjun á 132 kV tengivirki Korpu með sex yfirbyggðum rofareitum ásamt teinatengi.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að byggja nýtt yfirbyggt 132 kV tengivirki í stað þess gamla. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi í Reykjavík og nágrenni.
FT3-156.PNG

Tafla 3-156 : Korpa – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-156 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-171, Mynd 3-55 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í byggingu nýs tengivirkis í Korpu og tengingu núverandi lína og spenna við tengivirkið ásamt niðurrifi á eldra tengivirki.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-54 : Korpa – einlínumynd

Tengivirki

FT3-157.PNG

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-158.PNG

Tafla 3-158 : Korpa – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á mitt ár 2022 og að þeim ljúki ári síðar. Spennusetning er ráðgerð á síðasta ársfjórðungi 2023 og verður frágangi við lóð lokið haustið 2023.

KOR_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir tveir meginvalkostir til skoðunar sem báðir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
FT3-159.PNG

Tafla 3-159 : Korpa – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-160.PNG

Tafla 3-160 : Korpa – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-161.PNG

Tafla 3-161 : Korpa – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-161 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í næst hæsta flokki sökum þess að höfuðborgarsvæðið tengist meginflutningskerfinu með nokkrum tengingum. Ástæða þess að það er ekki metið í hæsta flokki er takmörkuð flutningsgeta NE1 sem getur ekki tekið við álagi í truflanatilfellum. Það er einnig ástæða þess að grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing fæðingar inn á höfuðborgarsvæðið getur valdið talsverðum óstöðugleika sem getur komið af stað keðjuverkandi útleysingum á svæðinu. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn hár fyrir svæðisbundna flutningskerfið á höfuðborgarsvæðinu.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-162.PNG

Tafla 3-162 : Korpa – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-162 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni hefur valkostur 1 nokkuð lítil áhrif á tvítengingu þar sem gert verður ráð fyrir tvöföldum tein í nýju virki í stað aðal og varateins en það hefur líka miðlungs áhrif á stöðugleika. Áhrif valkostar 1 á náttúruvá er miðlungs þar sem virkið verður yfirbyggt. Valkostur 2 hefur lítil áhrif á grunnástandið en þó eykst stöðugleikinn aðeins þar sem verið er að skipta út gömlum búnaði fyrir nýjan.

Áreiðanleiki afhendingar

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-163.PNG

Tafla 3-163 : Korpa – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-163 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið nokkuð lágt þar sem flutningslínur hafa takmarkandi áhrif á flutningsgetu til Höfuðborgarsvæðisins. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið miðlungs þar sem ótiltæki virkisins í Korpu veldur straumleysi að hluta til í Reykjavík og nágrenni. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er einnig metið miðlungs þar sem truflanir í Korpu voru mjög miklar í nóvember 2012 þegar allt virkið fór út vegna seltu. Einnig er tengivirkið komið fram yfir skilgreindan lífaldur.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-164.PNG

Tafla 3-164 : Korpa – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-164 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif beggja valkosta á Flöskuhálsa eru metin lítil þar sem tengivirkið hefur engin áhrif á flöskuhálsa. Áhrif á Ótiltæki eru metin há fyrir valkost 1 en nokkuð lág fyrir valkost 2 þar sem ótiltækistuðull fyrir yfirbyggðan búnað er lægri en fyrir úti búnað. Sama má segja um áhrif valkostanna á Áreiðanleikastuðla þar sem valkostur 1 mælist betri en valkostur 2.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-165.PNG

Tafla 3-165 : Korpa – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-165 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir kerfisstyrk er mikið, þar sem Korpa tengist í kerfislega sterkan punkt á Geithálsi. Af sömu ástæðu er grunnástand fyrir Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk metið hátt.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-166.PNG

Tafla 3-166 : Korpa – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-166 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk, Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-167.PNG

Tafla 3-167 : Korpa – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-167 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést í töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Ástæða þessa er sú að töpin í Korpu eru rétt yfir meðaltöpum í kerfinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið miðlungs þar sem fáar en stórar truflanir hafa orðið á Korpu og START-kostnaður vegna þeirra er yfir meðallagi. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er ekki metið fyrir Korpu, þar sem virkið hefur lítil sem engin áhrif á þann matsþátt.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-168.PNG

Tafla 3-168 : Korpa – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-168 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Flutningstöp og Nýtingu virkjana lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér. Áhrif valkostanna á Truflanir og skerðingar metin há fyrir valkost 1 og miðlungs fyrir valkost 2. Ástæða þess er að það eru minni truflanir á yfirbyggðum tengivirkjum en á útivirkjum.

Hagkvæmni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.

FT3-169.PNG

Tafla 3-169 : Korpa – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-169 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda metið nokkuð hátt og er ástæða þess að það er ekki í hæsta flokki sú að núverandi fæðingar inn til höfuðborgarinnar eru ekki nægilega sterkar til að anna orkuskiptum í samgöngum yfir athugunartíma verkefnisins. Grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta er metið nokkuð lágt og er ástæða þess sú að rýmdin er undir 100%.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-170.PNG

Tafla 3-170 : Korpa – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-170 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda metin lág fyrir báða valkosti þar sem þeir hafa hvorugir áhrif til að auka möguleika á rafbílavæðingu. Áhrif valkosta á matsþáttinn Hlutfallslega afhendingargeta eru lítil vegna þar sem framkvæmdin hefur engin áhrif á mögulega aukningu í kerfinu.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-55.png

Mynd 3-55 : Korpa – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga

FM3-56.png

Mynd 3-56 : Korpa – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við þar sem einungis er um byggingu tengivirkis að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-171 : Korpa - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í meginflutningskerfinu. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið tveir valkostir við endurnýjun virkisins. Valkostur 1 sem er yfirbyggt nýtt tengivirki í stað þess gamla kemur töluvert betur út úr samanburðinum á niðurstöðu mats á uppfyllingu markmiða raforkulaga. Valkostur 2 er lítið eitt ódýrari en hefur lítil áhrif á grunnástandið.

Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 1 sé sá valkostur sem betur uppfylli öll markmið og samræmist stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.


Styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða

Landsnet afhendir orku til Orkubús Vestfjarða á tveimur stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Annarsvegar frá Mjólká og hins vegar frá Keldeyri við Tálknafjörð. Frá Mjólká er OV með 33 kV línu sem liggur um Hrafnseyri og til Þingeyrar ásamt 11 kV dreifingu um nærsveitir. Keldeyri tengist flutningskerfinu með 66 kV Tálknafjarðarlínu 1 frá Mjólká. Þaðan dreifir Orkubú Vestfjarða um Patreksfjarðarlínu 1, 66 kV línu sem liggur frá Keldeyri til Patreksfjarðar og Bíldudalslínu 1, sem nýlega var spennuhækkuð í 66 kV og liggur frá Keldeyri til Bíldudals. Auk þess er 11 kV dreifing frá spenni 1 á Keldeyri til Tálknafjarðar og nærsveita.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Til að auka afhendingaröryggi á sunnanverðum Vestfjörðum stendur til að styrkja flutningskerfið þar. Það verður gert með því að auka möskvun á svæðinu með innbyrðis tengingum á milli Breiðadals, Mjólkár og Keldeyrar. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Framlagður aðalvalkostur

Ný 66 kV tenging milli Mjólkár og Keldeyrar gegnum Bíldudal.

Rökstuðningur verkefnis

Lagður verður nýr 66 kV jarðstrengur (ca. 2,4 km) frá Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki á Haganesi. Nýr 66 kV sæstrengur (ca. 11,8 km) verður lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak í Auðkúlubót. Að lokum verður svo lagður 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs í Auðkúlubót að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60 (Vestfjarðavegur milli Mjólkár og Hrafnseyrar) og sett verður upp 3,65 MVAr spóla. Í Mjólká verður bætt við nýjum 66 kV rofareit. Á Bíldudal þarf svo að bæta við nýju 66 kV tengivirki með þremur rofareitum.
FT3-172.PNG

Tafla 3-172 : Mjólká-Keldeyri – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-172 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-191, Mynd 3-58 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í lagningu nýs 66 kV jarðstrengs (ca. 2,4 km) frá Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki á Haganesi. Nýr 66 kV sæstrengur (ca. 11,8 km) verður lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak í Auðkúlubót. Að lokum verður svo lagður 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs í Auðkúlubót að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60 (Vestfjarðavegur milli Mjólkár og Hrafnseyrar) og sett verður upp 3,65 MVAr spóla. Í Mjólká verður bætt við nýjum 66 kV rofareit. Á Bíldudal þarf svo að bæta við nýju 66 kV tengivirki með þremur rofareitum.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-57 : Mjólká-Keldeyri – einlínumynd

Tengivirki

FT3-173.PNG

Tafla 3-173 : Mjólká – lýsing framkvæmdar

FT3-174.PNG

Tafla 3-174 : Bíldudalur – Lýsing Framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

FT3-175.PNG

Tafla 3-175 : Mjólká – Lýsing framkvæmdar, launaflsvirki

Raflína

FT3-176.PNG

Tafla 3-176 : Mjólka - Keldeyri – lýsing framkvæmdar, raflínur

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-177.PNG

Tafla 3-177 : Mjólká-Keldeyri – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á öðrum ársfjórðungi 2022 og að þeim ljúki rúmlega ári síðar. Spennusetning er ráðgerð á fjórða ársfjórðungi 2023.

SFV_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar sem báðir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
FT3-178.PNG

Tafla 3-178 : Mjólká - Keldeyri – lýsing valkosta

Í valkosti 1 var einnig skoðað að byggja loftlínu frá Mjólká og út í Auðkúlubót en slík framkvæmd samræmist ekki stefnu stjórnvalda og því er jarðstrengur bara metinn.

Valkostur 3 var fljótlega útilokaður vegna kostnaðar, skipulagsmála og raforkuöryggis. Kosturinn er bæði töluvert dýrari en aðrir kostir vegna lengdar flutningslínu en hún yrði tæpir 50 km. Einnig er línan ekki á skipulagi og ráðast þyrfti í umfangsmikið umhverfismat vegna framkvæmdarinnar sem myndi tefja verkefnið enn frekar. Að lokum myndi ekki nást tvöföld tenging á Bíldudal og því yrði raforkuöryggi ófullnægjandi.

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-179.PNG

Tafla 3-179 : Mjólká - Keldeyri – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-180.PNG

Tafla 3-180 : Mjólká - Keldeyri – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-180 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í lægsta flokki sökum þess að Vestfirðir tengjast meginflutningskerfinu einungis með einni tengingu alla leið til Hrútatungu sem og að suðurfirðirnir tengjast svo með einni línu við Mjólká. Grunnástand Stöðugleika er einnig metið lágt sökum þess hve veikt kerfið á Vestfjörðum er og truflanir tíðar. Grunnástand fyrir Náttúruvá er metið nokkuð lágt þar sem ekki er um að ræða augljósa hættu af völdum náttúrvár á áhrifasvæði framkvæmdarinnar en Tálknafjarðarlína (TA1) er mjög útsett fyrir veðri og truflanir á henni tíðar.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-181.PNG

Tafla 3-181 : Mjólká - Keldeyri – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-181 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Áhrif valkosta á Tvítengingu afhendingarstaða er metin miðlungs þar sem tvítenging næst á Tálknafjörð og Bíldudal frá Mjólká en ennþá er Mjólká háð einni tengingu við flutningskerfið. Áhrif á Stöðugleika er metin nokkuð há þar sem ný tenging minnkar áhrif af truflunum á TA1. Áhrif valkostanna á Náttúruvá er metið nokkuð hátt af sömu ástæðum.

Áreiðanleiki afhendingar 

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-182.PNG

Tafla 3-182 : Mjólká - Keldeyri – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-182 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið nokkuð lágt þar sem skerðingar eru tíðar á suðurfjörðum Vestfjarða vegna flutningstakmarkana. Grunnástand fyrir Ótiltæki er hins vegar metið lágt þar sem ótiltæki TA1 veldur algjöru straumleysi á suðurfjörðum Vestfjarða. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er einnig metið lágt þar sem truflanir á TA1 eru mjög algengar.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-183.PNG

Tafla 3-183 : Mjólká - Keldeyri – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-183 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif beggja valkosta á Flöskuhálsa eru metin há þar sem ný tenging tvöfaldar flutningsgetuna til Patreksfjarðar og Bíldudals. Áhrif á Ótiltæki eru metin há fyrir báða valkosti þar sem ótiltæki TA1 veldur ekki lengur neinu straumleysi. Sama má segja um áhrif valkostanna á Áreiðanleikastuðla.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-184.PNG

Tafla 3-184 : Mjólká - Keldeyri – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-184 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er lítið, þar sem skammhlaupsaflið á Vestfjörðum er mjög lágt. Grunnástand fyrir Spennusveiflur/spennuþrep er metið nokkuð lágt þar sem kerfið er frekar veikt og viðkvæmt fyrir rekstrarbreytingum. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið lágt og er ástæða þess sú að spennuvandamál eru ríkjandi á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-185.PNG

Tafla 3-185 : Mjólká - Keldeyri – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-185 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Áhrif valkosta á Kerfisstyrk eru metin nokkuð lág þar sem skammhlaupsaflið eykst aðeins á suðurfjörðum með nýrri tengingu. Áhrif valkostanna á Spennusveiflur/spennuþrep eru lítil þar sem þau fara umfram mörk í báðum tilfellum en með spólu og nýjum afhendingarstað á Bíldudal er hægt að halda þeim innan marka. Áhrif á Afhendingarspennu/vikmörk eru miðlungs þar sem spennan hækkar með aukinni strengvæðingu.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-186.PNG

Tafla 3-186 : Mjólká - Keldeyri – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-186 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést í töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Ástæða þessa er sú að töpin á Vestfjörðum eru rétt yfir meðaltöpum í kerfinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar er metið lágt þar sem þó nokkuð er um truflanir og START-kostnaður vegna þeirra er yfir meðallagi. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið nokkuð lágt og er helsta ástæða þess að kerfið á Vestfjörðum á erfitt með að keyra í eyju þannig að virkjanir á svæðinu fara út við þær rekstraraðstæður.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-187.PNG

Tafla 3-187 : Mjólká - Keldeyri – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-187 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Áhrif valkosta á Fluningstöp eru talsverð þar sem töpin milli Mjólkár og Keldeyrar helmingast með nýrri tengingu. Áhrif valkostanna á Truflanir og skerðingar eru metin há fyrir báða valkosti. Ástæða þess er að áhrif vegna truflana á TA1 munu minnka verulega með nýrri tengingu. Áhrif valkostanna á Nýtingu virkjana eru lítil þar sem ný tenging breytir því ekki að kerfið á Vestfjörðum á áfram erfitt með að keyra í eyju þannig að virkjanir á svæðinu fara út við þær rekstraraðstæður.

Hagkvæmni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.

FT3-188.PNG

Tafla 3-188 : Mjólká - Keldeyri – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-188 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda metið lágt og er ástæða þess að keyrsla varaafls á suðurfjörðum Vestfjarða er mjög mikil. Grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallslega afhendingargeta er metið lágt og er ástæða þess sú að hún er vel undir 100%.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-189.PNG

Tafla 3-189 : Mjólká - Keldeyri – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-189 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda metin nokkuð há fyrir valkostina þar sem minni truflanir minnka keyrslu varaafls. Áhrif valkosta á matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta eru lítil vegna þar sem framkvæmdin hefur engin áhrif á mögulega aukningu í kerfinu þrátt fyrir að flutningsgetan aukist þar sem aðrar takmarkanir gera það að verkum að afhendingarstaðirnir eru ennþá á fjólubláu ljósi.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-58.png

Mynd 3-58 : Mjólká - Keldeyri – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga

FM3-59.png

Mynd 3-59 : Mjólká - Keldeyri – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

FT3-190.PNG

Tafla 3-190 : Mjólká - Keldeyri – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-190 sýnir mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu stjórnvalda um línugerð. Raflínan er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum og samkvæmt stefnunni á að meta jarðstrengslagnir í slíkum tilfellum.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-191 : Mjólká - Keldeyri - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Aðalvalkostur og valkostur 2 eru taldir hafa óveruleg áhrif á flesta umverfisþættir. Valkostur 3 felur í sér loftlínu og eru áhrif á landslag og ferðaþjónustu líkleg til að vera neikvæð. Áhrif valkosta á atvinnuuppbyggingu eru talin jákvæð. Mynd 3 60 gerir grein fyrir samantekt áhrifa aðalvalkosti og valkosti 2 en þau eru talin sambærileg á þessu stigi. Sjá nánar í umhverfisskýrslu.

FM3-60.png

Mynd 3-60 : Samantekt um áhrif styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða, Valkostir 1 og 2. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið þrír valkostir við nýja tengingu milli Mjólkár og Keldeyrar. Valkostur 1 og 2, sem innihalda báðir blandaða tengingu með jarðstrengjum og sæstreng ásamt nýjum afhendingarstað á Bíldudal, koma eins út í samanburði á markmiðum raforkulaga. Valkostur 3 var hins vegar ekki metin þar sem hann uppfyllir ekki stefnu stjórnvalda. Valkostur 1 er hins vegar hagkvæmari en Valkostur 2 þar sem sæstrengur er dýrari en jarðstrengur.

Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 1 sé sá valkostur sem betur uppfylli öll markmið og samræmist stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.


Rangárvellir – Aukning spennaafls

Nú stendur yfir bygging nýrrar kynslóðar byggðalínu. Með tilkomu hennar munu Rangárvellir tengjast við 220 kV meginflutingskerfið, annars vegar frá Hólasandi og hins vegar frá Blöndu. Til þess að hægt sé að nýta þessa miklu aukningu í flutningsgetu inn á Eyjafjarðarsvæðið þarf að tryggja fullnægjandi samtengingu við 66 kV kerfið. Einnig mun með tilkomu Hólasandslínu 3 Laxárlína 1 milli Akureyrar og Laxárvirkjunar verða tekin úr rekstri og rifin niður í kjölfarið. Það mun einnig minnka fæðingu inn á 66 kV kerfið.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Til að hægt sé að auka afhendingargetu inn á Eyjafjarðarsvæðið og nýta þannig þá aukningu í flutningsgetu sem ný kynslóð byggðalínu býður upp á fyrir Eyjafjarðarsvæðið þarf að auka við spennaafl á RangárvöllumÞað verður gert með því að auka spennaafl frá 132 kV kerfinu niður á 66 kV kerfið. Þannig verður afhendingaröryggið fyrir sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu áfram tryggð og hægt að bæta við notkun á svæðinu í kjölfar tengingu nýrrar Byggðalínu.

Framlagður aðalvalkostur

Endurnýjun á núverandi 132/66 kV aflspennum á Rangárvöllum með tveimur stærri aflspennum.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að skipta út gömlum aflspennum á Rangárvöllum fyrir nýja stærri spenna. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi á Akureyri og á stöðum tengdum bænum, ásamt því að hægt sé að bæta við raforkunotkun á svæðinu.
FT3-192.PNG

Tafla 3-192 : Rangárvellir – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-192 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-207, Mynd 3-62 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í endurnýjun á núverandi 132/66 kV aflspennum á Rangárvöllum með tveimur stærri aflspennum.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-61 : Rangárvellir – einlínumynd

Tengivirki

FT3-193.PNG

Tafla 3-193 : Rangárvellir – lýsing framkvæmdar

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-194.PNG

Tafla 3-194 : Rangárvellir – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist mitt ár 2022 og að þeim ljúki um haustið sama ár. Spennusetning er ráðgerð á þriðja ársfjórðungi 2022.

RAN_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir tveir meginvalkostir til skoðunar sem báðir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
FT3-195.PNG

Tafla 3-195 : Rangárvellir – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-196.PNG

Tafla 3-196 : Rangárvellir – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Við mat á grunnástandi sem og við mat á áhrifum valkosta er búið að fjarlægja Laxárlínu 1 þar sem helsta markmið framkvæmdar er að auka afhendingaröryggið eftir að LA1 hefur verið rifin.

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-197.PNG

Tafla 3-197 : Rangárvellir – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-197 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið nokkuð lágt þar sem núverandi spennar þurfa báðir að vera í rekstri til þess að anna álaginu. Grunnástand Stöðugleika er metið miðlungs þar sem byggðalínan er frekar viðkvæm þrátt fyrir að vera að hluta til möskvuð. Grunnástand fyrir Náttúruvá er metið nokkuð lágt þar sem ekki er um að ræða augljósa hættu af völdum náttúrvár á áhrifasvæði framkvæmdarinnar.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-198.PNG

Tafla 3-198 : Rangárvellir – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-198 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni hafa valkostirnir töluverð áhrif á tvítengingu og stöðugleika þar sem í báðum tilfellum ræður kerfið við að missa út einn aflspenni án þess að þurfa að skerða notendur. Áhrif valkostanna á náttúruvá er metið lítið.

Áreiðanleiki afhendingar 

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-199.PNG

Tafla 3-199 : Rangárvellir – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-199 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið nokkuð lágt þar sem Snið IIIb og IV hafa takmarkandi áhrif á flutningsgetu til Akureyrar. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið nokkuð hátt þar sem ótiltæki virkisins á Rangárvöllum er frekar lítið. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er einnig metið nokkuð hátt þar sem truflanir á Rangárvöllum hafa ekki verið miklar þrátt fyrir að Laxárlína 1 hafi verið úr rekstri í lengri tíma varð engin raforkuskerðing á Akureyri.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-200.PNG

Tafla 3-200 : Rangárvellir – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-200 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif beggja valkosta á Flöskuhálsa eru metin nokkuð lág þar sem endurnýjun spenna eða nýr viðbótar spennir hafa engin áhrif á flöskuhálsa vegna flutningssniða á byggðalínu. Áhrif á Ótiltæki eru metin lítil fyrir valkost 1 en nokkuð lág fyrir valkost 2 þar sem ótiltækistuðull verður svipaður og áður. Sama má segja um áhrif valkostanna á Áreiðanleikastuðla þar sem valkostur 1 mælist örlítið verr en valkostur 2 þar sem það eru þrír spennar á móti tveimur.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-201.PNG

Tafla 3-201 : Rangárvellir – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-201 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir kerfisstyrk er nokkuð lítið, þar sem skammhlaupsaflið á Rangárvöllum er lægra en 1000 MVA. Grunnástand fyrir Spennusveiflur/spennuþrep er metið miðlungs þar sem kerfið á staðnum ræður vel við spennusetningu núverandi lína. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið nokkuð hátt og er ástæða þess sú að spennuvandamál eru ekki til staðar á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-202.PNG

Tafla 3-202 : Rangárvellir – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-202 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk metin lág þar sem skammhlaupsaflið minnkar um 10% við það að fjarlægja LA1. Hins vegar mun ástandið lagast með tilkomu HS3. Áhrif á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru einnig lítil þar sem spennafyrirkomulagið hefur engar teljandi kerfislegar breytingar í för með sér.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-203.PNG

Tafla 3-203 : Rangárvellir – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-203 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést í töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Ástæða þessa er sú að töpin á byggðalínunni eru rétt yfir meðaltöpum í kerfinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið nokkuð hátt þar sem Rangárvellir eru tengdir með þremur flutningslínum við megin flutningskerfið og það er afar sjaldgæft að þær fari allar út í einu. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið miðlungs og er helsta ástæða þess að kerfið tengt Rangárvöllum á erfitt með að taka við stærri virkjunum vegna flutningstakmarkana en kerfið ræður við allt að 50 MW virkjanir.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-204.PNG

Tafla 3-204 : Rangárvellir – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-204 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Flutningstöp, Truflanir og skerðingar og Nýtingu virkjana lítil þar sem nýtt spennafyrirkomulag hefur engar teljandi kerfislegar breytingar í för með sér.

Hagkvæmni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.

FT3-205.PNG

Tafla 3-205 : Rangárvellir – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-205 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta metið lágt þar sem rýmdin á Akureyri er vel undir 100%. Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið miðlungs og er ástæða þess að keyrsla varaafls á Akureyri er frekar lítil, en engin tiltæk afhendingargeta stendur í vegi fyrir orkuskiptum, m.a. landtengingum stórra skipa.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-206.PNG

Tafla 3-206 : Rangárvellir – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-206 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif beggja valkosta á Hlutfallsleg afhendingargeta metin há, þar sem um meira en tvöföldun á spennaafli er að ræða. Losun gróðurhúsalofttegunda er metin miðlungs fyrir báða valkosti sökum þess að bætt afhendingargeta á Eyjafjarðarsvæðinu er talin stuðla beint að minni losun vegna orkuskipta í samgöngum og haftengdri starfsemi (m.a. landtengingu skemmtiferðaskip).

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-62.png

Mynd 3-62 : Rangárvellir – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga

FM3-63.png

Mynd 3-63 : Rangárvellir – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við þar sem einungis er um endurnýjun spenna að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-207 : Rangárvellir - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið tveir valkostir við nýtt spenna fyrirkomulag á Rangárvöllum. Valkostur 1 sem er endurnýjun á núverandi aflspennum kemur mjög svipað út og valkostur 2 sem felur í sér að bæta við nýjum spenni við hlið núverandi spenna. Valkostur 1 er hagkvæmari en hefur líkt og valkostur 2 lítil áhrif á grunnástandið.

Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 1 sé sá valkostur sem betur uppfylli öll markmið og samræmist stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.